föstudagur, janúar 27, 2006

EM 2008

Úfff....við förum ekki upp að þessu sinni.

Spánn
Svíþjóð
Danmörk
Lettland
Ísland
N-Írland
Lichtenstein

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Tíska


Útvarpið var á þegar við feðgar skröngluðumst á fætur í morgun. Það var stillt á Ísland í bítið og þar er kona sem kemur til þeirra (örugglega einu sinni í viku) og ræðir fatatísku við hana Ragnheiði Guðfinnu. (Æj hún er svo yndisleg hún Ragnheiður)

Hún, þessi tískukona sem var í viðtalinu, er að segja okkur pöplinum hérna úti, hverjir eru nýjustu tískustraumarnir(hvar værum við án svona fólks). Fyrir ykkur sem mistuð af þessu þá er það mjög mikilvægt að vita, að vortískan er að koma og pastellitirnir sem eru svo mikið núna verða skarpari í sumar og drífið ykkur nú úr dökku lörfunum, þeir eru alveg að verða out. Svo er það aðalatriðið, það MÁ sjást í hnén, það er að koma, en ekki nein fótboltahné, bætti hún Ragneiður okkar við.

1994 framhald



Hljómsveitin ónefnda fór í studio og tóku upp efnið sem átti að fara á diskinn. 13 lög á 8 dögum , hver man ekki eftir E.O.V eða Kraftaverkasalanum. Útgáfutónleikar voru svo haldnir á efrihæð Sólons, mæting með miklum ágætum og tónleikarnir í alla staði ágætir.
Við vorum svo ekkert mikið að hafa fyrir því að spila eða pota okkur mikið fram. Við fórum c.a. tvö blaðaviðtöl, spiluðum í Dagslósi og tvö útvarpsviðtöl það var öll kynningin.

En þegar maður er í hljómsveit og er að æfa eigið efni og er mest allann daginn að pæla í því hefur það gríðarleg áhrif á mann, maður hlustar varla á annað en það sem maður er að vinna að. Svo ég verða að setja hljómsveitina Kol ofarlega á lista yfir áhrifavalda á minn tónlistaráhuga.

Hljómsveitin starfaði svo til ársins 1995 eða 6(man ekki alveg), meira efni var tekið upp og myndband kom út við lag Sváfnis, Lag # 4, eins og það heitir.

En eins og fyrr segir bý ég á Bragagötunni(á þessum tíma) , sú gata er nánast við hliðina á Baldursgötu. Hörður var svo óheppinn að búa á horni Baldursgötu og Freyju götu, sem var leiðin sem ég labbaði heim eftir næturbrölt á öldurhúsum bæjarins. Þar átti ég oft viðkomu á leið heim, reyndar held ég að ég hafi drifið mig fyrr heim úr bænum, ómeðvitað, til að geta komið við hjá Herði og kíkt á plötusafnið. Þar hlustuðum við á tónlist og skeggræddum, þar heyrði ég fyrst í hljómsveitinni Wolfstone. Hann átti, held ég, einn disk sem eg fékk að taka upp yfir á spólu. Hljómsveitin kemur frá Skotlandi og er ágæt blanda rokks og þjóðlagatónlistar frá skosku hálöndunum(rafmagnsgítar og sekkjapípa).

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Un'linga'nir eru með kremju...

Mig langar að vita hvort þessir eitt sinn ungu og fallegu menn, hér á myndunum fyrir neðan, séu á meðal vor um þessar mundir. Ekkert hefur heyrst frá þeim í dágóðann tíma. Daði heldur því statt og stöðugt fram að Daniel Agger sé góður leikmaður á sinni síðu og ætlar ekki að gefa það neitt eftir. Erpur heldur leiknum Skakklappa á lofti og vill hvergi hnika frá því. Fáum við að njóta skirfa þeirra á nýju ári??? Það væri gaman að heyra eitthvað frá þeim.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

1994

Ég bý á Bragagötunni ásamt unnustu minni, Helgu. Við hlið okkar býr Bóbó nokkur sem átti nokkuð tónlistarsafn og fékk ég nokkrum sinnum lánaðar Bítlaplötur hjá honum og jók það á áhuga minn á þessum fríðu bresku drengjum. Um svipað leiti byrja þættir á Rás 2 sem ég missti vart af, það var þátturinn Bylting Bítlana sem Ingólfur Margeirsson stjórnaði. Þar kafaði hann gríðarlega djúpt ofan í hvert Bítlalag á fætur öðru svo að mörgum þótti nóg um. Það var alveg sama hvort lagið hét Twist and shout eða lagið Nr. 9 á Hvíta albúminu, þetta var alltaf jafn djúpt fyrir honum, og varð það fyrir mér um leið.

Allir menn með mönnum voru með sítt hár á þessum tíma, þar nægir mér að nefna Benna, Njörð, Hörð, Daði, Erpur, Almar....en ekki ég!!(eins og segir í laginu skemmtilega) Ég var þeirri náttúru gæddur að hafa hárið hennar móður minnar, það brýtur lögmál Newtons og vex upp en ekki niður svo það var og er kannski ekki alveg málið nema þú heitir Marge og ert af Simpson fjölskyldunnu.


Nú svo gerist það á vormánuðum 1994 að frændi minn hann Sváfnir hringir í mig og spyr mig hvort ég sé til í að ganga til liðs við ónefnda hljómsveit sem hann starfrækir. Hlutverk mitt átti að vera bassaleikur. Ég hafði verið að gutla heima við kassagítarleik og var aðalega að spila á trommur með stórsveitinni Jón sló... en ég var til í að prófa þetta, hafði reyndar aldrei spilað á bassa fyrr.

Eg mæti á mína fyrstu æfingu hjá hljómseitinni, hafði hitt Sváfni deginum áður í Sæbólinu (þar sem hann bjó) og við renndum yfir lögin, hann lét mig hafa spólu með lögunum sem þeir höfðu tekið upp sem demó árinu áður. Svo bættust fljótlega önnur frumsamin lög við sem Sváfnir eða Hlynur komu með æfingar, og liðsmenn bættu því við semhöfundur lagði til eða manni fannst vera við hæfi.

Ég gerði það, allt fram á loka daga hljómsveitarinnar Kol, að taka upp æfingarnar svo ég gæti farið með heim og fundi út bassalínu sem væri þessum lögum sæmandi. Og sú var nú reglan hjá mér á Bragagötunni að setja lagið af stað í tækinu inn í stofu, fór fram í eldhús og byrjaði að vaska upp, þannig að ég heyrði bara rétt óminn af laginu og þá fæddist undantekningarlaust bassalína sem ég gat sætt mig við. Næst þegar Klæðskeri Keisarans, eða annað efni Kola er í tækinu getiði sagt þessa sögu.

Eins og svo oft áður, þá á ég þessar spólur frá æfingunum, þar sem sum lög eru að fæðast eða við erum að æfa upp irskan ræl og er ætlunin að reyna að grafa þær upp og setja á digital form, gæti verið skemmtilegt áhlustunnar, kannski ekki.

Hljómsveitin æfði gríðarlega mikið, að mér fannst, 2-4x í viku, minnir mig, ég hafði heldur aldrei verið í hljómsveit sem æfði lögin sín oftar en tvisvar sinnum, það tíðkaðist ekki í Jón sló... En metnaðurinn var til staðar því nú var stefnt á að taka upp í júní mánuði þau lög sem voru til og gefa út á disk. Trommuleikarinn Ævar Ísberg heltist úr lestinni, mér fannst það skrítið og hugsaði til Peats Best, fyrrum trommar Bítlana, Ævar ætti nú eftir að sjá all verulega eftir þessu....framhald síðar....

Í framhjá hlaupi, ég er að leita á google að Tómasi Tómassyni en dett inn á blogg síðu Orra Harðar, þar er hann að rekja sína áhrifavalda í tónlist ekki ósvipað mér, hér er slóðin.

1993

Aðeins að tíðarandanum.

Ég, vegna seinþroska, er í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ að nema þar félagsfræði með áherslu á fjölmiðla. Fjalar er orðin stjarna í Dagsljósinu (þáttur ekki ósvipaður Kastljósinu í dag) og notar kennarinn upptökur frá þessum þætti sem kennsluefni í dagskrárgerð og viðtalstækni. Á þessu myndbandi, sem hún sýndi okkur, var Fjalar einmitt að knésetja einhvern stjórnmálaleiðtogann.


Eiður Smári spilar með Val á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli 1993


Ég var með Benna og Irpu(kærasta Benna) í þessum fjölmiðlaáfanga og þurftum við að taka viðtal við einhvern "frægan" í skólablaðið, við í fjölmiðlafræðinni sáum um að gera blaðið. Ég og Irpa vorum með tvo einstaklinga sem við gátum nálgast frekar auðveldlega. Irpa þekkti Sirrý (skjár 1), sem var þá þokkafull þula á Rúv og Irpa hafði unnið með í barnaútvarpinu í den, ég þekkti Fjalar. Sú ákvörðun var tekin að taka viðtal við Fjalar (blaðið er í fórum Fjalars, ég gæti átt auka eintak fyrir áhugasama). Ég og Benni förum í eins dags starfskynningu á RÚV, nánar tiltekið hjá þættinum Dagsljósi. Skemmst er nú frá því að segja að Benni þurfti frá að hverfa vegna magaverkjar um hádegisbil. Ég og Fjalar vorum karlmennskan uppmáluð og spurðum hví menn, nú til dags, gætu ekki harkað af sér smá magaverk. Þegar deginum lauk hjá mér frétti ég af Benna upp á spítala með næringu í æð, hann var settur í uppskurð vegna botlangakasts.

Það gat verið skrítið að vera í FG, því þarna byrjar, held ég, hnakka metró menningin og þarna var fólk með okkur í þessu fjölmiðlaáfanga sem vinnur við fjölmiðla í dag. T.d. Þessi kona hérna á myndinni, Berglind Ólafsdóttir, hefur leikið í einhverjum þáttum vestanhafs og afhent verðlaun þegar við á. Hún var með mér í sagnfræði hjá honum Ingva(kennara), Berglind þurfti að taka áfangann aftur af einhverjum óskiljanlegaum ástæðum, ég reyndi það líka en fékk ekki. Svo voru aðrir minni spámenn í FG, Heiðar Austmann (vinnur á FM957 og PoppTV) Jón Gunnar Geirdal (vann á 957 og Bylgjunni og er kynningarfulltrúi Senu eða Skífunnar eða hvað þetta heitir) Þór Bæring (vann á 957 og Bylgjunni) Inga Lind (er í Ísland í bítið eða í dag), Andrea Róberts (Stöð 2) og svo Arthúr Björgvin Bollason ( nei, nei þetta síðasta var grín frá mér).

Nú það sem ég er að meina með þessum inngangi er að í FG var mikið um leiðinlega tónlist, mest var um DJ tónlist (eða PS=plötusnúður) og í frímínútum var mest hlustaði á FM 957 og líklega Billy Ocean. Ég var ekki mikið inn á þessar bylgjulengd og hlusta mikið á Led Zeppelin og Jet Black Joe. Green Day voru að koma fram(þeir minntu mig á Stiff Litle Fingers). Í nostalgíunni fer ég svo að hlusta á Bítlana. Þar varð fyrir valinu sjaldheyrt verk þeirra Let it Be platan. Það þekkja náttúrluega allir lagið Let it be og Across the universe en færri þekkja kannski To of us eða I've got a feeling eða For you af þessari plötu, og hún telst seint til vinsælli verka Bítlaflokksins. Svo fer ég að fikra mig aftar í tímaröðina Abbey Road, Sgt. Peppers, Hvíta Albúmið, Rubber Soal en ég fer ekki mikið aftar í tímann í bili.

En það er augljóst að hippisminn er vinsæll á þessum tíma, söngleikurinn Hárið er settur upp 1994, Jesús Kristur Súperstjarna er sett upp 1995 og plata Ný Danskra, De lúx, kemur út og er hún hippaskotin tónsmíð. Rocky Horror er sýndur fyrir fullu húsi í Iðnó og er þar að verki Menntaskólinn við Hamrahlíð. Páll Óskar er í aðalhutverki, Helga Þórkels er í hlutverki sem ein af dansandi gliðrum.

Ég get ekki stillt mig um að setja aðra mynd af henni Berglindi minni hér þar sem hún er einhverjum til halds og trausts sem er að fara að afhenta verðlaun á Emmyhátíðinni 2003.

föstudagur, janúar 20, 2006

Af íþróttameiðslum

Ég var að lesa um Loga Geirsson handboltavonarstjörnu. Nú er ég að ganga í gegnum það sama og hann hefur gert fjórum sinnum áður, það er að vera meiddur og getur ekki stundað íþrótt sína eða annað, þarf að liggja og hafa löppina upp í loft eða hvað það nú er sem er að hrjá hann. Hann missir af EM núna og er greinilega farinn að hugsa víðar en um handbolta.

Ég rak augun í litla frétt á íþróttasíðunni í Fréttablaðinu að hann(Logi okkar Geirsson) er farinn að þróa nýja týpu af hár geli, vax-gel, eins og hann kallar það. Þetta vax-gel mun hafa hans eigin stíl og er hann víst kominn ansi langt með þessa þróun. Hann hefur prófað að blanda saman hinum ýmsu týpum af geli og vaxi með mismunandi miklu magni af hvorutveggja og ráðfært sig við kunnáttumenn í bransanum um málið. Þarna vil ég meina að aðgerðaleysið, einveran heima sé farinn að spila of stóra rullu.

Ég ætla bara að biðla til ykkar samferðamenn mínir, þar sem ég hef nú verið heima við að verða 3 vikur, að stoppa mig af ef ég fer að koma fram með eitthvað þessu líkt. Komiði mér til hjálpar áður en ég fer að mæta í blöðin eða í hnakka þátt hjá Gilzenegger eða Partý Hans með nýjasta brúnkukremið mitt eða hárgelið sem hefur minn stíl. En ef þið viljið lesa meira um Loga Geirsson og heyra hann syngja þá er slóðin hér.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

1992


Árið er 1992, ég er byrjaður að vinna í Óperunni (1991) sem sviðsmaður og stadisti, mitt fyrst verk er að leika hermann í her Othellos, tónlistin eftir Verdi. Mikið og kraftmikið verk, Ólöf Kolbrún og Garðar Cortes sungu Destemonu og Othello.

Ég hlusta mikið á Metallicu (...And justice for All, Master of Puppets ofl.) og 1991 kemur út Svarta platan þeirra. Hún var léttmeti sem kom þeim inn á vinsældarlistana með lögum eins og Enter Sandman og Nothing Else Matters. Þessi plata markar nýtt upphaf fyrir þessa hljómsveit og hafa margir byrjað að hlusta á Metallicu upp frá þessu og vita jafnvel ekki af fyrri verkum þeirra sem eru töluvert frábrugðin, flóknari tónsmíðar og jafnvel, oft á tíðum, melódískari. En þessi plata féll vel að mínum eyrum.

Aðeins að því sem er að gerast, þá gefur Björk út Debut albúm sitt, The commitments myndin er sýnd hér á landi og setur allt á annann endann með soul tónlist. Þungarokkið er samt mjög vinsælt á meðal ákveðins hóps. Skemmtistaðurinn Grjótið heldur úti lifandi þungarokkstónlistarstað, þar spiluðu síðhærðir menn eins og Gulli Falk (Eddie Van Halen coperari) og félagar. Guðmundur Gunnlaugsson(seinn trommari Sixties og Kol) trommaði þarna mikið á þessum tíma með hljómsveit sinni(man ekki hvað hún hét, en ég held að Tóti, bassaleikari Sváfnis í dag hafi verið þarna á sviðinu með Gumma). Ég og félagar mínir áttum það til að enda kvöldið þarna (skemmtistaðir lokuðu þá kl. 3) eftir að hafa setið upp á Bragagötu(þar sem ég bjó) og drukkið landa.

U2 gefa út Zooropa og halda þeir áfram að þróa það sem þeir byrjuðu á á Achtung plötunni. Ég hlustaði svolítið á þessa plötu en ekki almennilega fyrr en 2 árum seinna þegar ég komst á tónleika í Leeds með þeim, það var gaman. Ég tók hér mynd úr einkasafni mínu og smellti inn máli mínu til stuðnings.


1992 er samt ekki stórt ár í tónlistarsögunni(ekki hvað mig varðar), Blur og Oasis er að stíga sín fyrstu skref, Bubbi gefur út Ég er þar sem hann segir oftar en ekki hvað hann elski hana Brynju sína mikið. Þetta var tónleikaplata sem var tekin upp á Púlsinum og er gaman frá því að segja að ári áður hituðum við upp, ég, Njörður og Halli (Jón sló en Gunna rakaði) fyrir hljómsveitina Dead sea apple á þessum stað.

En ákveðin ljósglæta í myrkinu er líklega Oh Mercy plata Bob Dylans. Sváfnir og Njörður voru mjög hrifnir af þessari plötu hans, þar sem Dylan er á mjög lágstemdum nótum. Þessi plata er frábrugðin öðrum Dylan plötum, minnir mig á köflum á rólegri lög Dire Straits að slepptum gítarsólóum.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Enski um helgina

Sunnudagur kl. 16.00

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Heimilistæki fyrri alda



Mér hefur verið lofuð ný eldavél á heimilið svo nú þarf ég að losa mig við þessa elsku. Hún eldaði ofan í mig jólamatinn 2005 og hefur haldið mér margar matarveislurnar síðastliðin að verða 6 ár. Þetta er lúxustýpa af Rafha gerð.

Ég sá í þættinum Innlit/útlit Völu Matt og Fjalars (man reyndar ekkert hvort að Fjalar var stjórnandi þáttarins þá) að það var einhver sem notaði svona vél sem bara part af innréttingu inn á salerni, fannst þetta bara vera flott. Svo endilega, safnarar og aðrir, látið þetta tækifæri ekki úr hendi sleppa, endilega fá sér svona vél inn í svefnherbergið eða einhverstaðar annarstaðar á heimilið.

Einungis þrjár hellur virka (af fjórum), hef ekki sett mig inn í það hvernig á að laga það, en allt í þessum vélum er frekar einfalt, ljós og klukka er fyrir ofan hellurnar sem gefur vélinni skemmtilegan blæ.
Svo þessi vél fæst afhent hæstbjóðanda, 5000 kall lægsta boð.

Einnig eftir að Helga slapp út í gær á útsölur, þá keypti hún nýtt stofuborð svo gamla stofuborðið c.a. 1,5 m x 1 m, brúnt að lit getur fylgt með vélinni eða farið sér frítt!!!

Við ætlum að auglýsa þetta fljótlega í smáauglýsingum mbl eða eitthvað álíka, en vildi bara ath. fyrst hvort einhver þarna úti, mér nákominn hefði áhuga á málinu. : )

Tölvuleikir fyrri alda

Það er gaman að segja frá því að í gær benti ég ykkur á pacman hér á netinu (kannski old news fyrir einhverja) en á commentinu á þeim pistli fer Bjarney aftar í tímann og nefnir ja líklega fyrsta tölvuleikinn sem ég allavegana spila.

Höddi (ekki frændi) og Hanna, bjuggu upp í Breiðholti, áttu þau þau Villa og Hrönn (veit ekki hvort þið munið eftir þeim). Þetta fólk fékk sér litasjónvarp á undan okkur, K4 fólkinu, þau áttu þennann leik líka sem Bjarney talar um. Ef þið hafið ekki lesið commentið hennar Bjarneyjar, þá er það hér . Hún veltir því fyrir sér hvort maður geti gleymt sér í þessum umrædda leik, eins og maður jú gerði á sínum tima. Leikurinn gengur út á það að maður stjórnar einhverjum kubb, liftir honum upp eða niður, og það er bolti sem gengur á milli strika og maður er að reyna að verja sitt mark, erfitt að útskýra en hér er síða sem er eitthvað að velta þessum leikjum fyrir sér. En það sem er skemmtilegast í þessu er að ég á svona leik, keypti mér hann í Kolaportinu( fyrir c.a. 3 árum) af lítilli skáeygðri konu sem skildi ekki íslensku, en við komum okkur saman um 700 kr. væri gott verð fyrir þetta.


Hér tók ég mynd af græjunni minni, hún virkar og það er öllum velkomið að koma og prófa. Binatone græjunni er smellt í samband í sjónvarpstækið, valið stendur á milli, tennis, fótbolti, Squash og svo Squash æfing. Einnig getur maður haft hljóð eða tekið það af, nú stærð kubbana sem maður stýrir er valfrjáls og einnig hraðinn á boltanum. Fleiri flóknari "fítusar" eru á tækinu og ætla ég ekki að fara út í það freka hér.

mánudagur, janúar 16, 2006

Minningarnar



Við feðgarnir dvöldum heima við í morgun, Ívar með hósta og ég með snúna löpp, konan sá um að afla heimilinu tekna. En hér er lítil saga af morgunstund okkar feðga.

Ívar var í tölvunni og var að spila leiki á netinu. Þessa iðju stundar hann af kappi þegar tími gefst. Ég var ekkert með athyglina á tölvunni, sat í sófanum, snéri baki í Ívar og var að lesa mig til um lofræstingu í íbúðarhúsum.

Í bakgrunni(úr tölvunni) hljómaði samt kunnulegt stef, ég er ekki beint að hlusta, er með hugan við lagnafréttirnar, en heyri óneitanlega óminn frá tölvunni, en svo hættir það allt í einu. Mér verður svona hálfparinn bruggðið við þetta, finnst ég verði að komast að hinu sanna í málinu. Í hvaða leik var dengurinn? Hvaðan komu þessi kunnulegu hljómar? Ég skakklappast á fætur og hoppa til Ívars og er litið á tölvuskjáinn og sé og heyri að hann er í einhverjum öðrum leik en hann var í fyrir 4 sek. síðan, því ekki kannast ég neitt við það sem ég sé. Ég spyr hann í hysteríu-kasti, "í hvaða leik varstu??!" Ívar er nú jafnan vel utanvið sig þegar hann horfir á sjónvarpið eða leikur sér í tölvunni svo hann virðir mig ekki viðlits, heldur heldur áfram að spila. Ég reyni að fanga athygli hans með handahreifingum því ég kem vart upp orði af spenningi(kannski hefur eitthvað lítið drifið á daga mína að undanförnu), "í hvaða leik varstu á undan þessum??" kem ég upp úr mér og Ívar gerir sér grein fyrir alvarleika málsins og bakkar fyrir mig á síðuna á undan. Hér er leikurinn sem hann var í og vakti óneitanlega upp gamlan minningadraug úr Hamraborginni.
Njótið vel.

laugardagur, janúar 14, 2006

Upprifjun af því áhrifamesta,1972-1989


















Meira af 1991 íslenskt

Ekki má nú gleyma því þegar Egill Ólafsson kom fram sem sóló artisti (artisti eins og Herbert Guðmundsson segir alltaf) og gaf út eigin lög við söng sinn og undirleik kunnra tónlistarmanna er höfðu starfað með honum í gegnum tíðina. Platan hét Tifa Tifa, Stutt er nú frá því að segja að fannst mér nú þetta frekar glatað í fyrstu.

Eitt lag var leikið hvað mest í útvarpinu það var frekar leiðinlegt lag, "...ekkert þras, ekkert múður og mas, ég læt mína andans truntu þeysa..." var texti viðlagsins. Þetta lag stuðaði mann það mikið að ég dæmdi hálfpartinn alla plötuna út frá því. Ég vil kalla slíka sleggjudóma í dag Gúndýarisma. All flest af frændgarðinum höfum þennan djöful að draga, ekki satt??

Ég man að við Njörður kunnum þessari plötu ekki góða söguna í fyrstu. Ég held að okkur hafi fundist Egill vera gamall kall sem væri búinn með sitt í þessum bransa(Egill er tæplega 50 ára í dag, platan kemur út '91, reikniði nú). Sváfnir frændi var afar hrifinn af þessu og benti mér á Þursaáhrifin á plötunni svo ég gaf henni annan séns og það var ekki aftur snúið. Þessi plata er eiginlega hálfgildings klassík í dag, hef reyndar ekki hlustað á hana lengi, en maður heyrir lag og lag af henni enn í útvarpinu. Mér fannst alltaf þáttur Diddúar flottur í laginu Það brennur og svo var annað lag, sem ég man ekki hvað heitir, en texti þess er einhvernvegin á þessa leið "...og nú tekur vindur í stafnið(ekki viss með þetta "stafnið") tryllt dansa örlaga ský..." þarna nær Þursaflokkurinn hvað best í gegn, og er það vel.

Svo ég bæti því við að lokum að auðvitað er Þursaflokkurinn mikill áhrifavaldur í mínu tónlistaruppeldi og þar finnst mér eins og Fjalar og Hörður hafi veirið ötulir stuðningsmenn þeirra. Sjálfur keypti ég mér svo þessar plötur í kringum 1993 og hlustaði mikið á.

Frískir fætur 2


Ég svík ykkur ekki lesendur góðir. Hér er löppin eins og hún leit út eftir 3 daga gipsi, þetta eru fyrstu myndirnar sem voru teknar af henni eftir að gipsið var tekið af. Ég gat loks leist þessi tæknilegu vandræði er hrjáðu mig og gat ekki á þeim tímapunkti birt myndirnar.

1989-1990

Ok ég fór kannski of hratt yfir sögu. Árið er 1989, Doolittle
kemur út með Pixies og Snorri Már Skúlason og Skúli
Helgason eru með poppþætti á Rás 2 og eru þeir svona í gáfumannadeildinni og tala mikið vel um þessa plötu. Ég veit að hún hafði mikil árhif á fólk á aldrinum fætt c.a. 1965-1978. Mér fannst hún góð og var þetta öðruvísi en maður hafði áður heyrt, kannski fyrirboði Nirvanadæmissins?? En svo við áttum okkur betur á tímanum og andanum sem var í gangi, þá hefja Spaugstofumenn innreið sína í sjónvarpið sem Spaugstofan, '89 á stöðinni (höfðu náttúrulega gert heilmikið í sjónvarpi t.d. Skaupið 1985) Rósa Ingólfs sá um að kynna þá til leiks. Daði fær þessa Queen-plötu í afmælisgjöf (fékk Sanyo græjur í fermingargjöf um vorið, 70 w hátalarar, eitthvað sem ég man alltaf, samanber Radio-nette hátalrana 35 w) og hlusta ég töluvert á hana, "I want it all" varð gríðarvinsælt hjá okkur bræðrum og "One Vision" líka. Þessi plata marka samt ekki djúp spor í tónlistar-sand minn en hún var þarna, ég man það.

föstudagur, janúar 13, 2006

Hvar er Sváfnir??

Ég auglýsi eftir þessum bráðhuggulega manni, hef ekki séð né heyrt neitt frá honum á bloggi sínu né annara. Hann á það til að slá um sig með skrítlum og gríni þegar vel liggur á honum og er þessi mynd glöggt vitni þess, en ég sakna hans hér af síðum bloggarana. En vil um leið þakka þeim fjölmörgu er hafa verið ötulir á þessum síðum við bloggskrif og coment.

Batamerki










Fyrir eftir!!! það eru smá batamerki, ekki satt??
Þó þær séu kannski ekki sýnilegar á þessum myndum þá er ég allur að koma til, takið eftir ristinni hún er öll mun smærri, æð-arnar eru f-arnar að sjást og líka sin-arnar.
Fyrri myndin tekin þriðjudagskvöld, seinni áðan föstudag kl. 14:27