sunnudagur, apríl 30, 2006

Vinnugeðveiki

Er að fara yfirum þessa dagana af vinnugeðveiki. Voðalega þarf alltaf að vinna mikið. Langar að spila meiri fótbolta, hitta fólkið sem stendur mér næst og sjá það jafnvel vakandi til tilbreytingar.

Arnies

laugardagur, apríl 22, 2006

Í tilefni af sumarkomunni...

...langaði mig að setja hér krækju á lag með Baggalút sem er ansi skemmtilegt, sérstaklega textinn náttúrulega : ) Gleðilegt sumar!!

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar

Nú er sumarið komið samkvæmt almanakinu, lamadýrin fara að spretta úr kofum sínum og hlaupa um tún eftir margramánaðadvöl innandyra.

Sumarið gefur mörg góð fyrirheit, maður vonar jú að það verði veðursælt, fuglaflensan kemur mjög líklega vængjum þöndum inn fyrir landhelgina á næstu dögum, við vonum jú að það verði frjósamt fyrir bæði menn og dýr ofl í þeim dúr.

Sumarlögin fara jú að hljóma. Hvað gerir lög að sumarlögum spyr ég?? Jú oftar en ekki er í textanum eitthvað um sumarið og sólina, en þó ekki alltaf.

Dæmi um sumarlög:
Bubbi söng um að sumarið væri tíminn og í öðru lagi sem kom út á tveggjalagaplötu 1989 segir hann "sumarið er komið, með kjaftfylli af sól..." frekar glatað lag með lélegum eða hallærislegum texta en það er eitthvað við það sem fær mig til að hlusta á það, kannski þessi sumarfílingur sem hann nær að beisla í laginu. Hver man ekki eftir Sumargleðinni!!!
Ekki má gleyma lagi Mannakorna "það er komið sumar, sól í heiði skín, vetur burtu farinn, tilveran er fín..." lag sem að ég og Daði litli (Svartimaðurinn) hlustuðum mikið á á sínum tíma

Þetta var mín sumarkveðja til heimsins, góðar stundir.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Bloggari mánaðarins


Sá sem hefur verið og er hvað duglegastur að blogga um þessar mundir er Njörður en það þykir mér leiðinlegt að geta ekki commentað á færslur hans, ef hann les þetta, væri gaman ef hann gæti breytt því eitthvað hjá sér svo maður þurfi ekki að skrá sig inn og ble ble bleee....

Lélegasti eða latasti bloggari þessa mánaðar er án efa Kolla subba. Ekkert hefur komið frá henni síðan 23. febrúar og þar slær hún Daða við sem kom með færslu 22. mars!!

Myndin hér til hliðar hefur ekkert með þennan pistil minn að gera, en mig langaði að hafa mynd og þetta er mynd af Ívari í kjól af móður sinni sem hún átti þegar hún var 5-6 ára : )

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Knattspyrnulegir erfiðleikar

Fótboltinn sem var fyrirhugaður á föstudaginn langa kl. 11 í Austurbæjarskóla verður frestað fram á laugardag eða sunnudag jabbel.

Góðar stundir og gleðilega páska...

Bolti til heiðurs Svartamanninum




Vantar tvo í bolta á föstudagsmorguninn langa kl. 11 í Austurbæjarskóla, skráðir eru til leiks

Arnar
Daði
Þórhallur
Benni
Sváfnir
Annel

Reynt hefur verið að ná í Loga sem svara ekki, Beggi kemst ekki, þetta er skrifað kl. 22.00 fimmtudagskveld. Áhugasamir mætið eða skráið ykkur til leiks á kommentakerfinu fína hér að neðan.

Nefndin.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Fallegur maður


Hann er orðinn 31 árs hann Robbie okkar og hann færði okkur sigur í dag mót Bolton með ágætu marki : )

laugardagur, apríl 08, 2006

Vorið


Ég hef aldrei og mun kannski aldrei skilja, þá áráttu fólks að þegar það vorar í bæ og maður sér loks fyrir endann á vetrinum, páskaliljur komnar upp úr frostsprunginni moldinni og maður er farinn að finna þefinn af grænkandi grasi. Þá taka menn sig til og græja sig í bílinn sinn fína og aka sem leið liggur upp í fjöll til að komast í snjó!! Til hvers að bíða svo lengi eftir vorinu og stinga svo af í burtu frá því þegar það loks kemur?? Maður spyr sig.

föstudagur, apríl 07, 2006

Vér mótmælum allir...

Ég var að "sörfa" á netinu og fór inn á síðuna hjá honum Herði frænda mínum, en þar komst ég að því að ég er líklega ekki neitt í sérstökum metum hjá honum, þar sem ég er sá eini af hans ættingjum eða vinum sem er ekki með blogglink frá hans síðu yfir á mína.

Þetta er náttla skandall og ef ekkert verður gert fer ég í harðar (hey sniðugt að segja harðar í þessu sambandi) aðgerðir. Ég gef málinu einn dag og ef engar breytingar eiga sér stað þá fer hann út af síðunni minni og ég kvet aðra bloggara til að gera slíkt hið sama!! : )

Sváfnir er að koma frá Frakklandi, þar sem hann sótti verklegt námskeið í mótmælum, hann hlítur að geta gefið mér góð ráð í svona mótmælaaðgerðum.

Teljari

Ég setti inn teljara, hér til hliðar, á síðuna mína fínu og það er svona fyrst um sinn ekkert rosalega spennandi að sjá töluna 4 eða eitthvað álíka lágt : )

En auðvitað er gaman að þessu, fylgjast með hve margar heimsóknir maður fær á degi hverjum.

Bráðum koma páskarnir (sem Guð einmitt gaf okkur) ég fer norður að sjá Hryllingsbúðina sem verður svo sett á fjalirnar hér í Óperunni á mettíma. Lokasýning fyrir norðan er 6. maí og frumsýning hér 13.maí. Sama leikmynd verður notuð með smávægilegum aðlögunarbreytingum því húsin eru ekki eins að stærð né gerð. Ef einhverjum þarna úti vantar vinnu við uppsetningu á leikmyndum og þess háttar, hafi samband við mig : )

Nýr bloggari

Ég vil kynna til bloggsögunnar, Njörð Sigurjónsson.

Njörður dvelur í Englandi og er þar að berja saman ritgerð svo að hann þurfi ekki að fara út á vinnumarkaðinn. Ef ég þekki hann rétt mun hann finna sér eitthvað nýtt sér til mennta þegar þessari ritgerð er lokið.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Litli tónlistarmaðurinn eða Sváfnir.

Sváfnir er afburðar knattspyrnumaður, það dylst engum sem hann sjá leika fótbolta. Drengurinn aldi mann sinn hjá ÍK og þar ríkti gullöld, því árgangur hans á árunum 1979-84(c.a.) unnu flest allt sem þeir gátu unnið. Þar innanborðs voru menn eins og Gunnar (þjálfari meistarflokks HK í dag) Björn Már sem hefði, ef ekki hefði verið til lím og eiturlyf, sjálfsagt skartað mörgun glæstum sigrum á íþróttavellinum.

Vissulega voru fleiri ungir og efnilegir menn undir stjórn Grétars Bergssonar sem gekk vel á knattspyrnuvellinum, en allflestir ákváðu að hætta að leika fótbolta frekar ungir að árum og snúa sér að einhverju öðru, þar með talinn var Sváfnir Sigurðarson.

Hann kenndi mér fótbolta úti á blettinum á Bjarnhólasítg 19 og fannst mér hann alltaf búa yfir svo mikilli leikni með boltann að annaðeins hafði ég aldrei séð og sá aldrei, ekki einu sinni í sjónvarpinu. Þetta reyndi ég að pikka upp ásamt mörgum ósiðnum sem ég held fram að hann hafi innrætt okkur Daða með, það að það skipti ekki máli að skora og vinna leikina, aðalmálið var að gera þetta flott og skemmtilegt.

Líður nú og bíður, Sváfnir sinnir sínum ferli ekkert af neinni sérstakri alúð, gerir meira af því að spila á gítar ofl þess háttar og reynir að spila fótbolta sér meira til gamans en að vera að æfa hann af kappi. En það fannst mér alltaf skrítið í eina tíð, að maður gat stundum dregið hann með sér í fótbolta og alltaf spilaði hann jafn vel og ef ekki betur en þeir sem við vorum að leika með, þrátt fyrir að hafa ekki farið í fótbolta í heilt ár eða meira.

Nú hefur aldurinn og ja kílógrömmin aðeins dregið úr snerpu og kannski getu hans til að leika sinn leik eins og hann gerði svo lengi vel. Nú finnst mér ljóður á hans leik vera sá að hann vill hanga full mikið á knettinum, hann getur vissulega prjónað sig í gegnum varnirnar en stundum þarf að velja rétta tímann til þeirra aðgerða, stundum er létt þríhyrningaspil betri leið en einleikur (eins og við gerðum in the old days). Úthaldið gerir líka það að verkum að hann tekur sér lengri tíma í að hugsa það sem hann ætlar að gera en ræðst ekki í aðgerðir strax, gera þetta í fyrsta, er mitt ráð til hans.