mánudagur, október 06, 2008

Framherjapör


Jú oft vilja þjálfarar stilla upp mismunandi gerðum af leikmönnum í fremstu víglínu...t.d. einum stórum og einum litlum. Sá stór getur skallað hann fram á þann litla sem er yfirleitt snöggur og sfrv. Hér getur að líta dæmi sem er dálítið ýkt.

Hér sjáum við þá Peter Crouch og Jeremine Defoe framherjapar Pourtsmouth, ólíkir : )

sunnudagur, október 05, 2008

Út úr plötuskápnum

Hlustaði með öðru eyranu á þátt Jóns Ólafssonar á rás 2, Út út plötuskápnum. Þar var Dögg Hjaltalín með sinn plötuskáp. Ágætis kona sjálfsagt, en á tímabili lét ég það fara í taugarnar á mér hve mikið hún át upp eftir hann Jón okkar. T.d. Jón segir, "áttu mikið af plötum?"
Dögg: "á ég mikið af plötum...?"
einnig kom svo...
Jón:"Hvernig voru Kínverjarnir??"
Dögg:" Kínverjarnir..."
osfrv... þið getið sannreynt þetta hér!

fimmtudagur, október 02, 2008

Sjónvarpsdagskráin


Jú góðan dag.

Rak augun mín, sem Guð gaf mér, í sjónvarpið (líklega nákvæmlega fyrir viku síðan) og er þá ekki farið að sína hinn "frábæra" þátt aftur Kallakaffi! Maður og lifandi, tek orð Dr. Gylfa mér í munn og segi, hvílík ÖMURÐ! Ofsalega lélegt efni og ófyndið með öllu. Hvet sem flesta að kíkja á, er á dagskrá fim kl.18.25.

miðvikudagur, október 01, 2008

Íris Hulda 11 og hálfsmánaða gömul.