miðvikudagur, október 31, 2007

Fílupoki 20. aldarinnar og 21. aldarinnar

Jón Viðar kom fram í Dagsljósið 1994 (c.a.) með sinn fílusvip og dæmdi leiksýningar um landið í þættinum og hann var einhvernvegin alltaf í fílu, ég hafði gaman af honum sem og fleiri. En nú hefur Páll Baldvin tekið kyndilinn af Jóni Viðari í Kiljuþættinum á Rúv, á eftir að mynda mér skoðun á því hvort ég hafi húmor fyrir þessum nýja fílupúka.

Kosningaskrifstofa Samfylkingar 2007

þriðjudagur, október 23, 2007

: )

föstudagur, október 19, 2007

Lið ársins í Landsbankadeild karla 4-4-2

Þetta er skandall!! Hvar er kóngurinn, nafni minn Grétarsson!!?

miðvikudagur, október 17, 2007

Lichtenstein

Í Lichtenstein búa 33 987 manns, eða svipað margir og í Kópavogi og Garðabæ saman, og jú bætum við íbúm af Álftanesinu. Landslið Lichtenstein vann íslenska landsliðið 3 og 0 í dag, við töpum heima fyrir Lettum 1-4 fyrr í vikunni!!

Við erum með Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn sem spila í ensku deildinni, Eið Smára Guðjhonsen hjá Barcelona, ég held áfram að telja, Emil Hallfreðsson sem er hjá ítölsku liði, margir ágætir leikmenn sem eru að spila vel í evrópu og á norðurlöndunum. Fer þessu gríni ekki að slota!? Ég held, því miður, að það verði einhver að taka pokann sinn hér.

Nýtt líf



Jæja góðan dag.
Þakka þeim er hafa sent okkur heillaskeyti í gegnum hina ýmsu miðla og ég hef ekki getað svarað til baka, takk kærlega : )

Það brá svo við að ég stóð við hlóðirnar og var að undirbúa minn uppáhalds mat, kjöt í karrý, er Helga kallar í mig úr herberginu að vatnið hafi farið!! Þarna var kl 18:50 c.a. Hvað gerir maður á svona stundu, jú æðir um og veit ekkert í sinn haus og það var akkúrat það sem ég gerði. En ég reyndi að róa mig niður því einmitt fyrir sjö árum síðan fórum við upp á fæðingadeild án alls!! Við gleymdum myndavél, skýrslunni sem skal fylgja þegar farið er upp á deild ofl. Svo ég hóf að taka til dót og drasl.

Helga emjaði reglulega og ég stökk til til að vera henni til aðstoðar. Mamma og Pabbi komu til að gæta Ívars Fannars og við hófum að reyna að fara upp á deild. En það tók nú tímann sinn. Helgan var alveg cool á því þrátt fyrir að hríðar kæmu með 2 mínútna millibili og ekki hafi tekið nema 6 klst að koma Ívari í heiminn fyrir 7 árum. Hún skyldi í bað og svo koma sér uppeftir. Við bæði höfðum ekki etið neitt svo ég nartaði í kjötið og gaf henni líka. Baðið var afstaðið og kl. var orðin 20.30...nú var dálítið kapp við tímann að koma sér uppeftir. En það er erfitt þegar c.a. 30 sekúndur líða á milli hríða, manni verður ekki mikið úr verki...21.20 erum við loks komin út í bíl og hríðarnar orðnar verulega erfiðar, ég við stýrið að reyna að aka hratt án þess að fara okkur að voða og aka þannig að ekki verður mikill veltingur.

Komin upp á deild kl.21.45-útvíkkun búin!!
Rembingur í 1 klst, fædd kl. 23:59 15. okt.

Samkvæmt þeim sem ég hefi talað við (læknir og hjúkrunarkona í fjölskyldu Helgu) er það nokkuð ljóst að við hefðum fætt heima, og ég þá tekið á móti, ef að sú litla hefði ekki gert okkur þann "greiða" að vera illa staðsett, eða þvert, á leið sinni í heiminn.

Ég hef sett nokkrar myndir inn á facebook-ið...
http://www.facebook.com/album.php?aid=10029&id=714062466&saved

sunnudagur, október 14, 2007

Fluttur



Galtalind 12 er staðurinn, net-og símatenging komin á, allir í stuði.

Mesta áhyggjuefnið var þó nýr skóli fyrir drenginn, en hann tæklaði það eins og ekkert væri, hefur eignast vini hér strax.

Það er skrítið að eiga tvær íbúður, hin er tóm og er til sýnis reglulega. Fólk setur þó fyrir sig að það þarf að taka til hendinni á okkar gamla stað. Stemningin í þjóðfélaginu virðist vera svona, það vill enginn vinna við fisk eða í Bónus og það vill enginn eiga heima í niðurgrafinni íbúð. En íbúðin er föl, á hagstæðu verði, á besta stað í bænum.
(Remax-torg er síðan sem skal fara inn á til nánari skoðunnar, Rauðalækur)

En nýja íbúðin er æðisleg, ("tekur vel á móti manni," eins og eitthvert sölumannsfibblið stagglaðist á við sýningu á íbúð sem við skoðuðum í Arnarsmáranum í vor) með frábæru útsýni. Hér eru nokkur dæmi þess:

Island gegn Lettlandi



Alveg þykir mér það magnað að horfa á landsliðið okkar fína. Hvað gerir það að verkum að menn sem eru að spila í Englandi, Hollandi eða Svíþjóð nánast um hverja helgi, þegar þessir leikmenn koma til leiks með landsliðinu þá geta þeir ekki komið boltanum skammlaust frá sér? Það er varla meiri hraði í landsleikjum en í leik Reading gegn t.d. Man.Utd, en samt á t.d. Brynjar okkar Björn í stökustu vandræðum með auðveldustu sendingar, hverju sætir segi ég nú bara!?

föstudagur, október 05, 2007

Að setja inn video er goð skemmtun

Þorkatla frænka spyr hvunninn skal setja inn video á bloggið sitt. Nú þegar farið er inn á youtube.com, skoðað er þar videoið sem maður vill setja inn. Til hliðar eru tveir gluggar sem bera heitið Url og Embed, nú maður coperar "Embed" textann og paste-ar honum inn í þennan glugga sem maður skrifar venjulega textann sinn .

Hér er til dæmis mjög athyglisvert myndskeið sem kallast pixla-málun.