fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Músík





Nú er seinasti hluti tónvinnslunámskeiðissins að hefjast. Upptökur!!

Tveggja til fjöguramanna hópar voru myndaðir fyrr í vetur, út frá tónlistaráhuga, aldri ofl...var okkur gert að semja lag saman. Ekki er sjálfgefið að menn geti orðið skapandi í svona tilbúnum hópum, en hópurinn minn fórum þá diplómatísku leið, til að byrja einhverstaðar, að semja út frá "hit" formúlu sem er kölluð Gullna formið. (Hún er poppformúla nútímans, eins og t.d. Sonata er eða var eitt form tónlistar, sem menn sömdu eftir, t.d. Wolfgang og fél.)

Mörg lögin eru samin út frá þessari svokölluðu gullnu formúlu í seinni tíð. Formið myndaðist af sjálfum sér. Ákveðið mynstur var að finna í þeim lögum er féllu vel að eyrum fólks síðast liðin 35-40 ár. Tónlistarmenn fóru svo að semja lög í þessum anda og fylgdu reglunni gullnu í von um að ná eyrum fólks. T.d. viðurkenndi ákveðinn tónlistarmaður það fyrir okkur að hafa samið Eurovision lag með þessa formúlu í huga, lagið var sungið af Sylviu Nótt.

Gaman var að takast á við formið og tókum við Bon Jovi lag sem er einmitt samið í anda gullna formsins(tilviljun eða hvað???), og höfðum það til hliðsjónar.

Við tókum upp Demó (prufutöku) heima við út frá þessum forsendum, með tveimur gíturum, bassa sem var spilaður inn á hljómborð, og trommum af trommuheila frá Reason forritinu sænskættaða (eitthvað sem við erum búinn að mennta okkur í á námskeiðnu fína).

Demóið hljómaði dálítið eins og af ættarmóti Bon Jovi ættarinnar en það var samt einhver annar fílingur kominn í það, sem var vel.

Við fáum aðgang að Studio Sýrlandi, drottningu hljóðstudioa á Íslandi og einnig eru topp hljóðfæraleikara útvegaðir okkur til hand til að spila lagið okkar inn. Ólafur Hólm (Ný Dönsk, Dúndurfréttir ofl.) spilaði inn trommurnar í kvöld. Við spilamennsku hans og okkar input í hans vinnu gerðist margt spennandi. Tónmyndin sem kom við lifandi trommuleikinn kom okkur blessunarlega frá Bon Jovi familíunni og meira í félagskap Niels Young sem hittir fyrir fríðleikspiltana úr Mosfellsbænum, Gildruna.

Þetta voru fyrstu upptökur, bassinn spilaður inn í næstuviku, kannski gerist eitthvað nýtt og spennandi þá.

Loka niðurstöðu getur svo að heyra á heimasíðu skólans, ætla ekki að gefa upp slóðina fyrr en ég er sáttur við útkomuna, en einnig getur eitthvað af þessu fengið spilun í útvarpi og útgáfa hjá Senu ef allt leikur í lyndi, geri mér nú litlar vonir um það og erum heldur ekkert að rembast í þá áttina.

Allar myndir teknar af Arnari í Sýrlandi, nema þessi af Niel Young, hann var ekki á staðnum

laugardagur, nóvember 25, 2006

Blogg keppnin mikla




Allt að gerast á blogglistanum. Þórhallur hefur tekið foristu og það er ljóst að Njörður er eitthvað að hvíla sig við ritgerðarsmíðina, því lítið sem ekkert heyrist frá honum, tók reyndar góða rispu í vikunni, en er eitthvað að slaka á. Bjarney skaust upp fyrir hann með miklum klækjabröggðum sem virkuðu : )

Þorkatla er kominn á skrið og bloggar sem aldrei fyrr, gerir samt grín að mér svo hún siglir rólega upp listann : )
Hvorki Kolbrún né Fjalar hafa látið þessa keppni á sig fá og sitja sem fastast í hópi óvirkra bloggara.

Við tölum ekki um Daða í þessu samheingi, ég held að hann sé búinn að gleyma hvað internet er, hvað þá veraldarvefur.

Þorkatla

Grín hefir verið gert af mér fyrir myndavélakost minn, sem var Sony 2,0 pixlar. Margar snilldarmyndirnar voru teknar á þá vél. En fyrir þá sem halda að ég sé vafrandi um bæinn með þá vél á bakinu geta þeir/þær/þau andað léttar, því ég keypti mér þessa í sumar. :)

föstudagur, nóvember 24, 2006

Þorkatla hefur Bloggað!!!

Þorkatla hefur tekið fram lyklaborðið og sett niður línur snjónum til heiðurs ofl. Hún kemst þá í hóp virkra bloggara, en fer þar í neðsta sætið, uns hún sannar að hún sé alvöru virkur bloggari. Erpur fer alveg að detta af listanum sem virkur, en ég gef honum færi á því að þegar hann fer til France á ný þá taki hann til við að skrifa.

Töfrar photoshopsins

Ég hefi aðeins verið að taka til á myndasíðunni minni. Með öðrum orðum hef ég verið að flokka myndirnar eftir því hvað er á þeim. T.d. set ég myndir þar sem Esjan kemur fyrir í for eða bakgrunni saman og svo Snæfellsjökul í aðra möppu osfrv...en ég er bara rétt að byrja, á eftir að flokka þetta betur. Ófeimin að kíkja á þetta hm... : )

Ég var aðeins að leika mér í morgun, tók sitthvora myndina af Esjunni og Akrafjallinu við sólarupprás, og setti þær saman svo úr varð panorama mynd mikil. Þurfti aðeins að photoshoppa þetta saman vegna birtumismunarin sem varð á myndunum (smá mistök hjá mér í myndatökunni) Þetta er tilraun og ætla ég að tileinka myndina honum Daða mínum þar sem hann fer nú að koma heim. Ég veit hann saknar þessa útsýnis sem við hin jafnvel veitum ekki athygli dag frá degi. En gallinn er sá að Daði kíkir ekki á netið eins og við hin gerum og hann mun því ekki sjá þessa mynd : )

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Hverjir eru bestir


Skráðu póstfang þitt og þú getur hlustað á nýhljóðblandaða Beatles Love albúmið
Vei þeim er kann ekki að meta þeirra framlag til tónlistarinnar, og svei þeim er kann ekki að meta þessa nýju hljóðblöndun hjá þeim George og Gile Martin feðgum.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Fyrsti snjórinn

Fyrsti snjór vetrarins hér syðra féll í nótt. Flest ætlaði um koll að keyra, móðir mín var við það að fresta matarboði um kvöldið vegna veðurs, og Dóri hefill þurfti að ræsa Caterpillarinn óvenju snemma til að riðja snjó þennan morguninn.

Flest höfum við nú gaman af snjónum svona fyrst um sinn á veturna og menn og konur, ungir sem aldnir sleppa fram af sér beislum sem við búum okkur til svo að við séum ekki hlaupandi alsber um strætin eða gera aðra óskunda. En þessi fyrrgreindu beislum er sleppt þegar snjórinn kemur og þarna má sjá virtan grunnskólakennara vera sem í lausulofti en slík var gleðin á meðal mæðginana. Myndin prenntast illa svo að forgrunnurinn verður full frekur á við aðalefni myndarinnar, en ljósmyndarinn náði ekki að fokusera augnablikið þar sem beislinu sleppti. Einnig langar mig að deila með ykkur því að ég dró þennan brauðhleif út úr Rafha ofni mínum rétt fyrir miðnætti, fallegt er það nú.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Svona fara þau alda, sævar og bára með landið okkar


miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Þetta er fyrir Njörð

Og það var enginn annar en Bnakarinn sem tók þetta upp í Kastljósinu í gær.

Nýr listi

Jæja nú hefur blogglistinn hér til hliðar verið uppfærður. Nýr meðlimur í virkablogghópnum er Inga Maríu, kemur mjög sterk inn í hópinn með nýju bloggi að norðan í snjónum.

Daði og Kolbrún berjast sem fyrr um neðstasætið. Daði kom með blogg síðast í mars en Kolbrún í febrúar. Erpur trónir á toppi óvirkrabloggara, setti inn færslu í október.

Þórhallur er hástökkvari vikunnar, en enginn skákar Nirðinum, það eru að meðaltali 2 á dag hjá honum, hann er líka að skrifa ritgerð svo við skiljum þetta vel.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Breytingar að hætti afmælisbarnssins

Ég hefi lengi velt því fyrir mér að henda nokkrum linkum bloggara út af síðunni minni, sökum leti þeirra við að blogga.

En nú hef ég raðað bloggurum hér til hliðar í röð eftir virkni þeirra við blogg, og sá neðsti í listanum, í listanum óvirkir bloggarar verður að fara að vara sig því hann er fyrstur út af listanum og svo koll af kolli.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Hver er maðurinn??


Allir þekkja þann skemmtilega leik, hver er maðurinn??

Förum í þann leik hér, hver er maðurinn á myndinni??

Tennur

Í gær var svo komið að tönnin sem hafði verið laus hjá honum Ívari Fannari var við það að detta svo ástæða þótti til myndatöku. En svo gerðist það í morgun að hún dettur úr, við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan áfanga : )

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Sumarbústaður

Jú ég fór í sumarbústað um helgina sem var bara ágætt, brjálað veður og allt það.

Eftir hádegið í gær rölti ég að bílnum okkar sem var þarna á stæði ekki svo langt frá. Þar ætlaði ég að ná mér í gönguskóna því við ætluðum nú aldeilis í smá göngutúr. Ég skondra þarna niðureftir, veður var fallegt, hafði lægt heldur betur frá nóttinni áður. Ég er kominn að bílnum, opna skottið, ætla mér að seilast eftir skónum en rek mig í bréfpoka þarna í skottinu sem lá á hliðinni en hann var fullur af gömlum fötum. Nei nei hvað haldiði, kemur ekki hin fallegasta hagamús í ljós, og það aftan í skottinu á bílnum mínum!!! Þarna stóðum við, ég og músin, horfðumst í augu og bæði alveg frosin.

Hvað átti ég til bragðs að taka. Það var tvennt í stöðunni, reyna að ná óargardýrinu með berum höndunum eða leggja á flótta?? Ég gerði hvorugt, var með myndavélina um hálsin en hafði aungva hugsun á því að taka mynd, svo nálægt dauðanum. Ég samt í einhverju fáti og verkkvíða hreyfi mig í átt að skottinu og músin var ekki lengi að skjótast undir coverið í skottinu og niður til varadekksins. Ívar og Helga grömsuðu svo þarna mjög spennt við að sjá þennan vágest, en hann komst ekki í leitirnar.

Meira veit ég ekki um ferðir hennar en vona að hún hafi bara komist út í náttúruna, annars er hún þá kominn til byggða og hittir feita gráa-hverfiskattarhlunkinn hérna fljótlega og hann verður örugglega fljótari í hugsun en ég var, en við erum reyndar álíka silalegir í hreyfingum.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Fleiri myndir

Jæja, nú hef ég upplódað síðu með nokkrum ljósmyndum, hér er það nú : )

Nú svo verður linkur hérna á bloggsíðunni minni fínu, neðst.