1992
Árið er 1992, ég er byrjaður að vinna í Óperunni (1991) sem sviðsmaður og stadisti, mitt fyrst verk er að leika hermann í her Othellos, tónlistin eftir Verdi. Mikið og kraftmikið verk, Ólöf Kolbrún og Garðar Cortes sungu Destemonu og Othello.
Ég hlusta mikið á Metallicu (...And justice for All, Master of Puppets ofl.) og 1991 kemur út Svarta platan þeirra. Hún var léttmeti sem kom þeim inn á vinsældarlistana með lögum eins og Enter Sandman og Nothing Else Matters. Þessi plata markar nýtt upphaf fyrir þessa hljómsveit og hafa margir byrjað að hlusta á Metallicu upp frá þessu og vita jafnvel ekki af fyrri verkum þeirra sem eru töluvert frábrugðin, flóknari tónsmíðar og jafnvel, oft á tíðum, melódískari. En þessi plata féll vel að mínum eyrum.
Aðeins að því sem er að gerast, þá gefur Björk út Debut albúm sitt, The commitments myndin er sýnd hér á landi og setur allt á annann endann með soul tónlist. Þungarokkið er samt mjög vinsælt á meðal ákveðins hóps. Skemmtistaðurinn Grjótið heldur úti lifandi þungarokkstónlistarstað, þar spiluðu síðhærðir menn eins og Gulli Falk (Eddie Van Halen coperari) og félagar. Guðmundur Gunnlaugsson(seinn trommari Sixties og Kol) trommaði þarna mikið á þessum tíma með hljómsveit sinni(man ekki hvað hún hét, en ég held að Tóti, bassaleikari Sváfnis í dag hafi verið þarna á sviðinu með Gumma). Ég og félagar mínir áttum það til að enda kvöldið þarna (skemmtistaðir lokuðu þá kl. 3) eftir að hafa setið upp á Bragagötu(þar sem ég bjó) og drukkið landa.
U2 gefa út Zooropa og halda þeir áfram að þróa það sem þeir byrjuðu á á Achtung plötunni. Ég hlustaði svolítið á þessa plötu en ekki almennilega fyrr en 2 árum seinna þegar ég komst á tónleika í Leeds með þeim, það var gaman. Ég tók hér mynd úr einkasafni mínu og smellti inn máli mínu til stuðnings.
1992 er samt ekki stórt ár í tónlistarsögunni(ekki hvað mig varðar), Blur og Oasis er að stíga sín fyrstu skref, Bubbi gefur út Ég er þar sem hann segir oftar en ekki hvað hann elski hana Brynju sína mikið. Þetta var tónleikaplata sem var tekin upp á Púlsinum og er gaman frá því að segja að ári áður hituðum við upp, ég, Njörður og Halli (Jón sló en Gunna rakaði) fyrir hljómsveitina Dead sea apple á þessum stað.
En ákveðin ljósglæta í myrkinu er líklega Oh Mercy plata Bob Dylans. Sváfnir og Njörður voru mjög hrifnir af þessari plötu hans, þar sem Dylan er á mjög lágstemdum nótum. Þessi plata er frábrugðin öðrum Dylan plötum, minnir mig á köflum á rólegri lög Dire Straits að slepptum gítarsólóum.
3 Comments:
Já nú líst mér á þig, kominn af stað aftur. Gott, gott.
Hvernig er fóturinn annars?
Fótur ágætur, skutlaði Ívari í leikskólann í morgun, bundinn í ökklahlíf og gönguskóm reirðum upp á kné, nánast : )Er semsagt farinn að stíga í.
Gott að sjá að netheimar hafa aftur vaknað til lífsíns.
Skrifa ummæli
<< Home