sunnudagur, október 29, 2006

Norðurljós

Var fyrir austan Fjallið á laugardaginn. Stillt var í veðri og norðuljósin dönsuðu fyrir ofan Hestfjallið. Spreytti mig á að mynda þessi náttúrunnarfyrirbrigði, ansi erfitt, hafði reyndar lítinn tíma, sonurinn heimtaði á heimleiðinni, þar sem ég var að stopp til að mynda, að ekið yrði harðar því hann ætlaði að sofna og það ætti ekki að vera stoppa svona!! Svo þetta var bara svona prufa. Posted by Picasa

föstudagur, október 27, 2006

Nýr dagskrárliður!!!


Hið óvænta er alltaf svo skemmtilegt því ætla ég að senda ykkur út í óvissuna og þið verðið vonand margs vísari fyrir vikið. Ég ætla að finna einhverja síðuna, blogg eða heimasíðu og sendi ykkur hér út í óvissuna oftar en ekki er þetta eitthvað sem mér finnst áhugavert. Ég lofa að gæta velsæmis.

Myndin, hér að ofan er vísbending hvar þið munuð lenda, svo hægt er að gera sér lítinn leik úr þessu. Kalla til fjölskyldumeðlimi eða starfsfélaga og menn geta reynt að geta sér til út frá myndinni, "ja hvert er hann Arnar að senda ykkur nú???" segi þið kannski.

Svo í framhaldi af fyrri síðunni rakst ég á þessa síðu, þar sem ykkur er boðið að verða "limur", tek það fram að ávalt er velsæmis gætt.

fimmtudagur, október 26, 2006

Þið verðið að fyrirgefa mér sýniþörfina : )




miðvikudagur, október 25, 2006

Myndasýning, haust

Það er ekki svo langt síðan að fólk sýndi myndir sínar á þar tilgerðar "slæds" vélar, haldnar voru "slæds" myndasýningar í heimahúsum. Það þótti ekki tiltökumál að rigga þessu upp og horfa á nokkrar ljósmyndir. Núna eru alltar myndir manns læstar inn í tölvu og koma ekki á skjáinn nema þegar "skrín seiferinn" rúllar myndum heimilissins á skjánum áður en hún fer á stand by.

Hér eru nokkrar myndir frá mér, síðan í haust.


mánudagur, október 23, 2006

06.06.06.




Ég er alltaf að verða þess vissari um að ég er mikill Bubba M aðdáandi. Hann er líklega eini íslenski tónlistarmaðurinn sem ég á til að smella í cd-spilarann og vínylinn ef þannig liggur á mér, að öðrum íslenskum tónlistarmönnum ólöstuðu.

Hann hélt upp á 50 ára afmælið sitt með miklum myndarbrag í Laugardalshöll og var tónleikunum sjónvarpað und alles á Stöð 2. Ég missti af þessum merkisviðburði, en stökk á DVD-diskinn sem kom út nú nýverið. Á þessum tónleikum kemur hann fram með öllum sínum þekktustu böndunum MX-21, Das Kapital, Utangarðsmenn og Egó ofl...og leikur með þeim flest af sínum þekktustu lögum. Einnig kemur Bubbinn fram einn með kassagítarinn sinn inn á milli.

Skemmst er frá því að segja að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með þessa tónleika. Gaman er reyndar að heyra sum lögin sem hann hefur ekki flutt í langan tíma, eins og Afgan af Fingraförum, Skyttan með MX-21. Og auðvitað er gaman að sjá Egó, Das Kapital og Utangarðsmenn í sinni upprunalegu mynd. En þar liggur líka lítill hundur grafinn (hér er linkur inn á síðu Bændablaðsins, www.bb.is, um minnsta hund í heimi sem var grafinn upp)

Bubbinn tók þá ákvörðun að spila með sínum upprunalegu hljómsveitarmeðlimum í staðin fyrir að láta Gulla Briem eða Adda Ómars tromma allan pakkann og Guðmund Pétursson og Kobba bassaleikara spila með sér hnökralaust, heldur eru þarna menn sem eru mis vel upplagðir og í mis góðu formi hvað spilamennsku varðar, Pollock bræður, Beggi Morthens, Rúnar Júl og Maggi trommari svo einhverjir séu nefndir á nafn.

Fyrir utan það að Bubbi kann ekki sína eigin texta eða lög þá fannst mér trommuleikuri Utangarðsmanna greinilega ekki hafa spilað mikið síðan þeir komu saman fyrir 3 árum c.a. Allar innkomur og hvernig lögin enda voru frekar illa æfð og það á ekki bara við Utangarðsmannapakkann. Stríð og friður nýjasta hljómsveit Bubba kom hvað best út úr þessu.

En ég þekki menn sem voru að vinna á þessum tónleikum, og oftar en einusinni taldi hljómsveitin í lag og hófu að leika lag, þá snéri Bubbi sér að hljómsveitinni og er eitt spurningarmerki í framan og segir, "hvaða lag er þetta??"

Tvisvar a.m.k gerðist það svo að Bubbinn ruglaðist í texta, hann fór einu sinni í einhverri æðissviðsframkomunni yfir á næsta svið (um tvö eða þrjú svið vara að ræða) hljómsveitin og textablaðið á hinu sviðinu svo að hann byrjaði af dálitlu óöryggi á einhverju erindinu og bullaði bara eitthvað eins og t.d. hér segir: "...læknirinn var miðaldra, augun í honum voru grá, það átti að setja Lillu í raflost..osfrv...." blandaði saman erindum. Sándið á kassagítarnum hjá Bubba var líka eitthvað sem fór aðeins í mig.

En hér er auðvitað um eina töluvert umfangsmikla tónleika að ræða og þeir eru sendir út í beinni útsendingu og svo er þetta gefið út á DVD, svo kannski maður getur fyrirgefið mistökin. En ég sem neitandi er ekki alveg sáttur við útkomuna.

föstudagur, október 20, 2006

Draugagangur


Enn sprettur upp frásögn af draugum hér í Óperuhúsi okkar Íslendinga. Nú síðast á miðvikudagkvöldið.

Hér starfar kona sem sér um að halda Óperuhúsinu hreinu. Var hún stödd hér ásamt dætrum sínum tveimur við þrif á miðvikudagskvöldið.

Þær töldu sig vera hér einar á ferð og höfðu einmitt farið víða um húsið starfs síns vegna og hér var enginn, að þær héldu. En nei nei sko aldeilis ekki. Þær eru að ljúka sínum þrifum, fara með rusl í ruslakompuna í kjallaranum, koma þaðan upp og ætla sér að yfirgefa húsið. Regla hússins er sú að sá er fer síðastur út setur þjófavarnarkerfið á. Ekki vill nú betur til en svo að þær heyra leikið á pianó uppi í æfingaherberginu, tveimur hæðum ofar. Nú nú segir ræstitæknirinn, er hún Antonia að æfa sig þarna uppi, aftur heyra þær pianóleik, ég verð að ath málið áður en ég set kerfið á, segir hún. Skiptir aungvum togum hún hleypur upp og viti menn þar er enginn að leika á klavierið heldur er áklæðið breitt yfir flygilinn að Yamaha gerð og allt slökkt!! Fer þá dálítill hrollur um þær mæðgur og síðan hefur ekkert til þeirra spurst...nei nei, ég varð bara að enda þetta með þessum orðum : ) En málið er í rannsókn, þær verða yfirheyrðar í sitthvorulagi á næstu dögum og niðurstaða í málinu ætti að nást undir lok næstu viku.

Vissulega gaman að heyra svona nokkuð, sjálfur hef ég starfað hérna all-lengi og verið aleinn hér, unnið fram á nótt eða morgun jafnvel, gengið frá húsinu o.þ.h. og aldrei orðið var við neitt, ekki pianóleik né umgang. En margar sögur hef ég heyrt frá fólki sem hafa séð, heyrt og fundið fyrir draugagangi hér.

Langaði að deila þessu með ykkur.

Ef að þið vilja lesa ykkur frekar til um drauga er hægt að nálgast grein inn á vísindavefnum hér.

þriðjudagur, október 17, 2006

Hinir fögru og frægu


Ég var nú með lið hérna inni hjá mér sem hét frægikallin eða eitthvað álíka gáfulegt, hafði rekist á Hall Hallsson og Brendan Fraiser og fannst ég þurfa að segja frá því. En inn á Baggalút er liðurinn hinir fögru og frægu, skora á ykkur að kíkja á þann lið hjá þeim, ég var nefninlega að spila fótbolta með honum í gær þessum : )

föstudagur, október 13, 2006

Á meðan Ísland var lagt af velli gegn Svíþjóð í knattspyrnu, sat ég ásamt konu minni inn í grunnskóla sonarins þar sem við sátum námskynningu á vegum skólans. Strákurinn að byrja sína skólagöngu og ekki úr vegi að leifa foreldrunum að fylgjast með. Og þarna voru samankomnir obbinn af foreldrum barna í 1. bekk.

Aðstoðarskólastjórinn, var með lítið erindi um skólann og svo koma sálfræðingur og var með smá power point show um það hvernig væri að byrja í skóla, og svo kennslukonurnar 3 sem kenna fyrsta bekknum. Þær fræddu okkur um það sem litlu 6 ára ormarnir væru að gera og hvað þau væru að læra og hvert stefndi.

Allt stefndi í að ég gæti nú komist heim á skikkanlegum tíma og stillt á RÚV + og séð leikinn. En nei drengurinn minn, sko aldeiliss ekki!!

Þegar Aðstoðarskólastjórinn og sáluhjálparinn voru búin að ljúka sér af, tók við nokkuð hnitmiðaður fyrirlestur kennarana en svo var opnað fyrir spurningar og maður lifandi nú var fjandinn laus. Auðvitað kvikknuðu spurningar á meðal hópsins og nokkrar gáfulegar komu en inn á milli voru þvíllíkir lopategjarar og voru endalaust að spyrja út í agakerfið í skólanum (sem by the way, er mjög skemmtilegt kerfi, en það snýst um það að umbuna þá sem standa sig vel og einblína engöngu á það, þannig að hópur eða einstaklingur fær lítinn hlut frá einhverjum í skólanum ef vel er að verki staðið hvað hegðun, vinnusemi ofl...enginn er skilinn útundann, allir fá verðlaun. Þetta er útskýringin í grófum dráttum)

En það þurfti að spyrja um alla króka og kima þessa kerfis, sett voru upp hugsanleg dæmi (af foreldri sem var með fyrirspurn) sem gætu mögulega komið upp, ef þetta og þetta gerðist og þá yrði þetta kannski málið og hvernig er þetta þá???...Fleiri spurningar komu upp eins og; en hvað gerist eftir c.a. 3 ár, barnið mitt verður hérna fram til tólfára aldurs, það er ekki hægt að umbuna endalaust??? þurfa allir að fara í sturtu eftir leikfimi?? Svarið var já frá kennara, en ég vil ekki að barnið mitt fari í sturtu...ja þetta eru bara reglur skólans...en hvað á ég þá að gera, ég nefninlega sagði bara við stelpuna mína að hún þyrfti ekki að fara í sturtu og það væri alveg nóg og ble ble ble....það var líka svo greinilegt að það var verið að finna leiðir til að klekkja helst á kennurunum láta þá standa á gati í spurningunum, reyna að finna gloppur í kerfinu.

Hérna er ég aðeins að taka brot af því sem fór þarna fram, enda endaði með því að ég geri alltaf það sama í svona aðstæðum, það þurfti bara einhver að gera þetta, ég stóð upp, reif mig úr að ofan og öskraði!!! AAAAaaaaaaaa, hættiði þessu!!!!

Góða helgi.

þriðjudagur, október 03, 2006

Allir að fá sér sveppi

Var á vappi í Laugardalnum í gær og komst að því að nú er hátíð sveppatínslu. Allavegana hef ég trú á því að þessi ungi maður hafi ekki bara mist niður linsurnar sínar.