Minningarnar
Við feðgarnir dvöldum heima við í morgun, Ívar með hósta og ég með snúna löpp, konan sá um að afla heimilinu tekna. En hér er lítil saga af morgunstund okkar feðga.
Ívar var í tölvunni og var að spila leiki á netinu. Þessa iðju stundar hann af kappi þegar tími gefst. Ég var ekkert með athyglina á tölvunni, sat í sófanum, snéri baki í Ívar og var að lesa mig til um lofræstingu í íbúðarhúsum.
Í bakgrunni(úr tölvunni) hljómaði samt kunnulegt stef, ég er ekki beint að hlusta, er með hugan við lagnafréttirnar, en heyri óneitanlega óminn frá tölvunni, en svo hættir það allt í einu. Mér verður svona hálfparinn bruggðið við þetta, finnst ég verði að komast að hinu sanna í málinu. Í hvaða leik var dengurinn? Hvaðan komu þessi kunnulegu hljómar? Ég skakklappast á fætur og hoppa til Ívars og er litið á tölvuskjáinn og sé og heyri að hann er í einhverjum öðrum leik en hann var í fyrir 4 sek. síðan, því ekki kannast ég neitt við það sem ég sé. Ég spyr hann í hysteríu-kasti, "í hvaða leik varstu??!" Ívar er nú jafnan vel utanvið sig þegar hann horfir á sjónvarpið eða leikur sér í tölvunni svo hann virðir mig ekki viðlits, heldur heldur áfram að spila. Ég reyni að fanga athygli hans með handahreifingum því ég kem vart upp orði af spenningi(kannski hefur eitthvað lítið drifið á daga mína að undanförnu), "í hvaða leik varstu á undan þessum??" kem ég upp úr mér og Ívar gerir sér grein fyrir alvarleika málsins og bakkar fyrir mig á síðuna á undan. Hér er leikurinn sem hann var í og vakti óneitanlega upp gamlan minningadraug úr Hamraborginni.
Njótið vel.
4 Comments:
Maður lifandi! Nú getur þú hætt þessu hel. tónlistar bulli og farið í góða yfirferð um tölvuleiki uppeldisáranna.
Já og vonandi skemmir þetta ekki fyrir þér ritgerðarsmíðina
Margir muna eflaust eftir strikunum tveimur og punktinum/boltanum sem fór fram og til baka milli strikanna. Hefur einhver spilað þann leik aftur? Ætli það sé enn hægt að gleyma sér í honum eins og í gamla daga, svipað og enn er hægt með þennan sem vísað er í blogginu?
Leikurinn heitir Pong og var gefinn út af Atari árið 1975. Ég man eftir pílagrímsferðum í Barón á Laugavegi til að spila þennan leik.
Skrifa ummæli
<< Home