þriðjudagur, janúar 24, 2006

1994

Ég bý á Bragagötunni ásamt unnustu minni, Helgu. Við hlið okkar býr Bóbó nokkur sem átti nokkuð tónlistarsafn og fékk ég nokkrum sinnum lánaðar Bítlaplötur hjá honum og jók það á áhuga minn á þessum fríðu bresku drengjum. Um svipað leiti byrja þættir á Rás 2 sem ég missti vart af, það var þátturinn Bylting Bítlana sem Ingólfur Margeirsson stjórnaði. Þar kafaði hann gríðarlega djúpt ofan í hvert Bítlalag á fætur öðru svo að mörgum þótti nóg um. Það var alveg sama hvort lagið hét Twist and shout eða lagið Nr. 9 á Hvíta albúminu, þetta var alltaf jafn djúpt fyrir honum, og varð það fyrir mér um leið.

Allir menn með mönnum voru með sítt hár á þessum tíma, þar nægir mér að nefna Benna, Njörð, Hörð, Daði, Erpur, Almar....en ekki ég!!(eins og segir í laginu skemmtilega) Ég var þeirri náttúru gæddur að hafa hárið hennar móður minnar, það brýtur lögmál Newtons og vex upp en ekki niður svo það var og er kannski ekki alveg málið nema þú heitir Marge og ert af Simpson fjölskyldunnu.


Nú svo gerist það á vormánuðum 1994 að frændi minn hann Sváfnir hringir í mig og spyr mig hvort ég sé til í að ganga til liðs við ónefnda hljómsveit sem hann starfrækir. Hlutverk mitt átti að vera bassaleikur. Ég hafði verið að gutla heima við kassagítarleik og var aðalega að spila á trommur með stórsveitinni Jón sló... en ég var til í að prófa þetta, hafði reyndar aldrei spilað á bassa fyrr.

Eg mæti á mína fyrstu æfingu hjá hljómseitinni, hafði hitt Sváfni deginum áður í Sæbólinu (þar sem hann bjó) og við renndum yfir lögin, hann lét mig hafa spólu með lögunum sem þeir höfðu tekið upp sem demó árinu áður. Svo bættust fljótlega önnur frumsamin lög við sem Sváfnir eða Hlynur komu með æfingar, og liðsmenn bættu því við semhöfundur lagði til eða manni fannst vera við hæfi.

Ég gerði það, allt fram á loka daga hljómsveitarinnar Kol, að taka upp æfingarnar svo ég gæti farið með heim og fundi út bassalínu sem væri þessum lögum sæmandi. Og sú var nú reglan hjá mér á Bragagötunni að setja lagið af stað í tækinu inn í stofu, fór fram í eldhús og byrjaði að vaska upp, þannig að ég heyrði bara rétt óminn af laginu og þá fæddist undantekningarlaust bassalína sem ég gat sætt mig við. Næst þegar Klæðskeri Keisarans, eða annað efni Kola er í tækinu getiði sagt þessa sögu.

Eins og svo oft áður, þá á ég þessar spólur frá æfingunum, þar sem sum lög eru að fæðast eða við erum að æfa upp irskan ræl og er ætlunin að reyna að grafa þær upp og setja á digital form, gæti verið skemmtilegt áhlustunnar, kannski ekki.

Hljómsveitin æfði gríðarlega mikið, að mér fannst, 2-4x í viku, minnir mig, ég hafði heldur aldrei verið í hljómsveit sem æfði lögin sín oftar en tvisvar sinnum, það tíðkaðist ekki í Jón sló... En metnaðurinn var til staðar því nú var stefnt á að taka upp í júní mánuði þau lög sem voru til og gefa út á disk. Trommuleikarinn Ævar Ísberg heltist úr lestinni, mér fannst það skrítið og hugsaði til Peats Best, fyrrum trommar Bítlana, Ævar ætti nú eftir að sjá all verulega eftir þessu....framhald síðar....

Í framhjá hlaupi, ég er að leita á google að Tómasi Tómassyni en dett inn á blogg síðu Orra Harðar, þar er hann að rekja sína áhrifavalda í tónlist ekki ósvipað mér, hér er slóðin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home