laugardagur, janúar 14, 2006

1989-1990

Ok ég fór kannski of hratt yfir sögu. Árið er 1989, Doolittle
kemur út með Pixies og Snorri Már Skúlason og Skúli
Helgason eru með poppþætti á Rás 2 og eru þeir svona í gáfumannadeildinni og tala mikið vel um þessa plötu. Ég veit að hún hafði mikil árhif á fólk á aldrinum fætt c.a. 1965-1978. Mér fannst hún góð og var þetta öðruvísi en maður hafði áður heyrt, kannski fyrirboði Nirvanadæmissins?? En svo við áttum okkur betur á tímanum og andanum sem var í gangi, þá hefja Spaugstofumenn innreið sína í sjónvarpið sem Spaugstofan, '89 á stöðinni (höfðu náttúrulega gert heilmikið í sjónvarpi t.d. Skaupið 1985) Rósa Ingólfs sá um að kynna þá til leiks. Daði fær þessa Queen-plötu í afmælisgjöf (fékk Sanyo græjur í fermingargjöf um vorið, 70 w hátalarar, eitthvað sem ég man alltaf, samanber Radio-nette hátalrana 35 w) og hlusta ég töluvert á hana, "I want it all" varð gríðarvinsælt hjá okkur bræðrum og "One Vision" líka. Þessi plata marka samt ekki djúp spor í tónlistar-sand minn en hún var þarna, ég man það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home