þriðjudagur, apríl 17, 2007

Aulabrandarar og vorið


Ég var að komast að því að ég er svona gaur sem er alltaf að segja sömu aulabrandarana.

Ykkur til glöggvunar þá er ég með lítið dæmi: Þegar ég þarf sokka á fæturna mína, segi ég alltaf við Helguna, "jæja mig vantar Bobby soks (veit ekki hvernig það er skrifað)" og þegar vissar aðstæður koma upp vitna ég í t.d. bíómyndatitla...t.d. About Smith, þegar verið er að tala um einhvern og forsetningin UM kemur við sögu, þá er ekki úr vegi að snara því yfir á enskuna, og bæta við Smith, og þá er maður orðinn rosalega fyndinn og óþolandi um leið!!

Kveikjan af þessu að ég áttaði mig á vandamálinu var nú sú að í sjónvarpinu er þáttur sem heitir Ómur af Ibsen og ég náttúrulega snöggur að grína og segja Ómur af Iben (fyrir þá sem ekki vita er Iben kærasta litlabróður míns)...en þegar ég var búinn að segja þetta þriðjuvikuna í röð, settist ég niður og bloggaði um þetta vandamál mitt.

Myndin hér að ofan er tekin fyrir c.a. mánuði síðan, umhleypingasamt veðrið gerði það að verkum að í sólinni þar sem ég stóð mátti varla sjá í Esjuna fyrir kafaldsbyl, fallegt.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Í hinum, næstum því, fullkomna heimi...

...fellur Manchester Utd. úr leik í meistaradeildinni í kvöld og tapa enska titlinum til Chelsea : ) ég ítreka samt, NÆSTUM ÞVÍ!!

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Menn og málefni


Þetta er Garðar Bergdal, rafbylgjuforingi!!

Ef þið eigið í stinningarvandræðum eða í erfiðleikum með svefn, talið við Garðar, hann sér um sína.

Td. segir Hjálmar Guðjónsson í Varmahlíð eitthvað á þessa leið að hann hafi fótbrotnaði fyrir nokkrum árum og sé með víra í löppinni sem hafi valdið honum vandræðum, nema í þeim húsum sem Garðar er ekki búinn að koma í.

Helga Árnadóttir Kópavogi segist laus við Exemið.
Óskar Grímsson Sauðárkróki gefur Garðari 10 í einkunn, sést ekki ló á gólfinu og allir sofi betur eftir að Garðar lét sjá sig með fínu vírana sína.

Endilega kíkið inn á síðuna hans Garðars þar er margur fróðleikurinn um skaðsemi rafbylgja.