laugardagur, janúar 14, 2006

Meira af 1991 íslenskt

Ekki má nú gleyma því þegar Egill Ólafsson kom fram sem sóló artisti (artisti eins og Herbert Guðmundsson segir alltaf) og gaf út eigin lög við söng sinn og undirleik kunnra tónlistarmanna er höfðu starfað með honum í gegnum tíðina. Platan hét Tifa Tifa, Stutt er nú frá því að segja að fannst mér nú þetta frekar glatað í fyrstu.

Eitt lag var leikið hvað mest í útvarpinu það var frekar leiðinlegt lag, "...ekkert þras, ekkert múður og mas, ég læt mína andans truntu þeysa..." var texti viðlagsins. Þetta lag stuðaði mann það mikið að ég dæmdi hálfpartinn alla plötuna út frá því. Ég vil kalla slíka sleggjudóma í dag Gúndýarisma. All flest af frændgarðinum höfum þennan djöful að draga, ekki satt??

Ég man að við Njörður kunnum þessari plötu ekki góða söguna í fyrstu. Ég held að okkur hafi fundist Egill vera gamall kall sem væri búinn með sitt í þessum bransa(Egill er tæplega 50 ára í dag, platan kemur út '91, reikniði nú). Sváfnir frændi var afar hrifinn af þessu og benti mér á Þursaáhrifin á plötunni svo ég gaf henni annan séns og það var ekki aftur snúið. Þessi plata er eiginlega hálfgildings klassík í dag, hef reyndar ekki hlustað á hana lengi, en maður heyrir lag og lag af henni enn í útvarpinu. Mér fannst alltaf þáttur Diddúar flottur í laginu Það brennur og svo var annað lag, sem ég man ekki hvað heitir, en texti þess er einhvernvegin á þessa leið "...og nú tekur vindur í stafnið(ekki viss með þetta "stafnið") tryllt dansa örlaga ský..." þarna nær Þursaflokkurinn hvað best í gegn, og er það vel.

Svo ég bæti því við að lokum að auðvitað er Þursaflokkurinn mikill áhrifavaldur í mínu tónlistaruppeldi og þar finnst mér eins og Fjalar og Hörður hafi veirið ötulir stuðningsmenn þeirra. Sjálfur keypti ég mér svo þessar plötur í kringum 1993 og hlustaði mikið á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home