mánudagur, júlí 30, 2007

Heimska timabilið


Jæja nú fer heimskatímabilinu að ljúka og enski boltinn að rúlla á ný, einnig koma menn úr fríi frá bloggi : )

Mikið að gerast á leikmannamarkaðnum. Mest spennandi er jú að sjá mína menn hvort batamerki verða á leik "okkar" og Torres og fél fari að skora mörk og S.Gerrard fái að leika alla leiki í sinni stöðu, þ.e. inn á miðju vallarins. Einnig sýndist mér Sissoko í æfingleik geta bara komið boltanum skammlaust frá sér...

Næst mest spennandi er að sjá hvernig Arsenal vegnar. Manni finnst eins og þeir séu að endurnýja sitt lið en í raun er það bara Henrý kallinn sem er farinn, sem er ekkert bara!! En svo er Reyes að fara fyrir alvöru, en hann var á lánssamningi lengst af síðasta tímabili...West Ham er líka lið sem gaman verður að fylgjast með, Eiður máski að fara þangað, sem og Newcastle Owen litli farinn að hlaupa á ný...og svo verður líka gaman að sjá Sunderland með Roy Kean sem þjálfara.

Eitt skyggir þó á, en það er verðlaggning Sýnar á boltanum, það liggur við að betra sé að fara á pubba bæjarins, kaupa sér að snæða þar og drekka ölið og koma út með meiri pening í vasanum. Ég tók eftir því með sjálfan mig, þegar ég var með Skjá sport, þá horfði ég eiginlega bara á Liverpool sem spilaði einu sinni og stunum tvisvar í viku (ég sleppti bikarleikjum) og svo horfði ég á mörkin á sunnudögum og svo sérfræðingaþáttinn sem var á mánudagskvöldum.

Samanlagt gerir þetta 3-4 klukktíma á viku í áhorf. Sýn 2 verður máski með eitthvað meira til að horfa á en Skjárinn var með en maður er ekkert að horfa á alla leikina og vill þar af leiðandi ekki borga rúmar 4000 kr á mánuði fyrir þetta. Sá eða sú sem skilur og veit hve mikið maður borgar má endilega commenta hér að neðan.

Svo er til önnur leið en sú að fara á pöbbinn og stanga úr nokkrum öllllurum og eta feitt ket með mæjónessósu en sú leið er að ég gæti keypt mér árskort í World class og farið a.m.k. alltaf á laugardögum eða sunnudögum og æft og horft á leiki á meðan og komið út með svipaða upphæð á árs grundvelli, eða um 45- 50 þús. en svo auðvitað bætist á þetta ef maður tekur M12 áskrift stöðvar 2 og Sýn 2 og bleble jad´fa sd´flka ´s...........

En það væri nú gaman ef menn tæku fram spámanninn sinn og spáðu nú fyrir um 5-6 efstu sætin sín í deildinni...og máski 3 neðstu??

Hér kemur mín spá:

1. Man.Utd
2. Liverpool
3. Chelsea
4. Arsenal
5. Man. City
6. Tottenham
7. West Ham
8. Sunderland
9. Bolton
10.Newcastle
------
Middlesbrough
Wigan
Derby

Ég hef nú ekki verið spádómslega vaxinn hingað til en það þýðir lítt að gefast upp, spyrjum að leikslokum, sýnd veiði en ekki gefin og allt það : )

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Ættarmotsmyndir

Ættarmót 2007


Best er að skoða þetta sem "slidshow" þegar búið er að opna fælinn.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

El Koala!! Uppáhaldshljómsveitin mín frá Mexikó

mánudagur, júlí 23, 2007

Athugið þennan link.

http://jax.blog.is/blog/jax/entry/267128/

sunnudagur, júlí 15, 2007

Að fara á Þingvöll er góð skemmtun.


Það er skrítið að segja það, en það kom mér dálítið á óvart hve Þingvellir eru fallegur staður. Smelltum okkur í tjaldvagnsútilegu um helgin, náði nokkrum skemmtilegum myndum af familíunni, og nokkrum óléttumyndum. Kíkiði á myndasíðu Arnars og sjáið afrakstur, hefur sjaldan eða aldrei tekist betur upp í myndsmíðum.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Froðusnakkur!!

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Rejsen til Tyrklands

 

Nú er hún ferðin komin á vefinn. Smelliði hér á myndaalbúm neðar á síðunni fínu, hækkiði hitann upp um eins og 23 gráður (það er að segja ef venjulegur stofuhiti er um 23) og komist í Tyrklandsfílíng.
Posted by Picasa

En af skubbi...

Það er ábyrgðarhluti að skúbba, sagði aldinn frændi minn mér...ég hljóp aðeins á mig þegar ég komst í dagbók ákveðinnar stofnunar hér í bæ og sá skráð Tom Waits tónleikar og spurningarmerki fyrir aftan. Ég grenslaðist freka um málið og hér er um að ræða ábreiðutónleika sem hugsanlega verða. Ákveðin vonbryggði, en lífið heldur áfram.