föstudagur, janúar 20, 2006

Af íþróttameiðslum

Ég var að lesa um Loga Geirsson handboltavonarstjörnu. Nú er ég að ganga í gegnum það sama og hann hefur gert fjórum sinnum áður, það er að vera meiddur og getur ekki stundað íþrótt sína eða annað, þarf að liggja og hafa löppina upp í loft eða hvað það nú er sem er að hrjá hann. Hann missir af EM núna og er greinilega farinn að hugsa víðar en um handbolta.

Ég rak augun í litla frétt á íþróttasíðunni í Fréttablaðinu að hann(Logi okkar Geirsson) er farinn að þróa nýja týpu af hár geli, vax-gel, eins og hann kallar það. Þetta vax-gel mun hafa hans eigin stíl og er hann víst kominn ansi langt með þessa þróun. Hann hefur prófað að blanda saman hinum ýmsu týpum af geli og vaxi með mismunandi miklu magni af hvorutveggja og ráðfært sig við kunnáttumenn í bransanum um málið. Þarna vil ég meina að aðgerðaleysið, einveran heima sé farinn að spila of stóra rullu.

Ég ætla bara að biðla til ykkar samferðamenn mínir, þar sem ég hef nú verið heima við að verða 3 vikur, að stoppa mig af ef ég fer að koma fram með eitthvað þessu líkt. Komiði mér til hjálpar áður en ég fer að mæta í blöðin eða í hnakka þátt hjá Gilzenegger eða Partý Hans með nýjasta brúnkukremið mitt eða hárgelið sem hefur minn stíl. En ef þið viljið lesa meira um Loga Geirsson og heyra hann syngja þá er slóðin hér.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er daaagur, það er daagur tralla lalla lalla laaaa..
það er bara ekki hægt að ná þessu úr hausnum á sér.
n

7:05 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Aha hahaha ha ha ha, hí hí hí hí hí, úhú hú hú hú.... æjæjæjæjæjæ
aaaaahhh

Arnar sérðu þetta virkilega ekki sjálfur ? ? ? ?

7:15 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Æ þetta var ljótt hjá mér.

Auðvitað mundi maður stíga eitthvað á bremsuna hjá þér ef þú gerðir eitthvað svona algjörlega út í hött og út úr karakter.

7:18 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

En lagið hans Loga er rakinn smellur.

10:14 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Ég verð að vera sammála Fransínu þessi færsla er hillaríus!

2:06 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Okey hlustað á lagið og verð að draga aðeins í land. En þetta er hans fjórða slit. Ef ekki hefði verið fyrir bloggið minn kæri litlibróðir þá er ég viss um að þú værir kominn með matreiðslubók í prentun núna.

2:34 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Arnar seinasta færsla 20 jan! Ertu hættur að blogga eða ertu að vinna að nýrri vöru til að markaðssetja?

4:38 f.h.  
Blogger Smútn said...

Arnar, ég trúi ekki öðru en að þú sért í yfirgripsmikilli leit að ítarefni og heimildum áður en þú birtir magnaða færslu um ár þín í stórhljómsveitinni KOL...

Koma svo.

6:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég held að hann sé bara farinn að vinna aftur í perunni og við erum skilin eftir ein til að sakna
n

7:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home