þriðjudagur, janúar 17, 2006

Heimilistæki fyrri alda



Mér hefur verið lofuð ný eldavél á heimilið svo nú þarf ég að losa mig við þessa elsku. Hún eldaði ofan í mig jólamatinn 2005 og hefur haldið mér margar matarveislurnar síðastliðin að verða 6 ár. Þetta er lúxustýpa af Rafha gerð.

Ég sá í þættinum Innlit/útlit Völu Matt og Fjalars (man reyndar ekkert hvort að Fjalar var stjórnandi þáttarins þá) að það var einhver sem notaði svona vél sem bara part af innréttingu inn á salerni, fannst þetta bara vera flott. Svo endilega, safnarar og aðrir, látið þetta tækifæri ekki úr hendi sleppa, endilega fá sér svona vél inn í svefnherbergið eða einhverstaðar annarstaðar á heimilið.

Einungis þrjár hellur virka (af fjórum), hef ekki sett mig inn í það hvernig á að laga það, en allt í þessum vélum er frekar einfalt, ljós og klukka er fyrir ofan hellurnar sem gefur vélinni skemmtilegan blæ.
Svo þessi vél fæst afhent hæstbjóðanda, 5000 kall lægsta boð.

Einnig eftir að Helga slapp út í gær á útsölur, þá keypti hún nýtt stofuborð svo gamla stofuborðið c.a. 1,5 m x 1 m, brúnt að lit getur fylgt með vélinni eða farið sér frítt!!!

Við ætlum að auglýsa þetta fljótlega í smáauglýsingum mbl eða eitthvað álíka, en vildi bara ath. fyrst hvort einhver þarna úti, mér nákominn hefði áhuga á málinu. : )

5 Comments:

Blogger Pooran said...

Er innifalið í þessum 5000 krónum sendingargjald til París?

8:11 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já, ég er afar vel tengdur inn í flugfélög hér og erlendis og hef náð góðum samningum við þá um fluttning á dóti sem þessu. Og þá var ég einmitt með ykkur Daða í huga.

8:20 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Gaman er nú samt að heyra loks frá þér Pooran, ég var að fara að búa til blogg og lýsa eftir þér, eins og ég gerði við Sváfni.

8:21 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Jú mikið rétt þessi skrifleti bræðrana er að gera mig vitlausann, en Arnar þú lætur það ekki ná til þín er það nokkuð? Mér telst til að það séu komnar rúmlega 24 stundir frá seinustu færslu.

9:19 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Það er allt of mikið!! En ég þarf að mig á ný og halda áfram för minni (okkar) um tónlistarsöguna.

10:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home