laugardagur, mars 25, 2006

Bestu knattspyrnuleikir sögunnar

Ég var að velta þessu fyrir mér og tveir leikir komu strax upp í hugann. Leikur Frakklands og Brasilíu á HM 1986, gríðarlega fallega leikinn leikur sem endaði reyndar bara 0 og 0.

Svo var það leikur Liverpool gegn Newcastle c.a. 1994 , man ekki alveg hvernig hann fór 3-3 eða 3-2 fyrir Liverpool, frábær leikur sem var spilaður á gríðarlega háu tempói (flott að segja tempó í þessu samhengi).

Nú bikarleikurinn í 2. flokki Þróttur-ÍK 1989 eða 1990, við náðum að jafna 2-2 og fórum í framlengingu, við vorum einum færri, ég hafði malbikað meira þetta sumarið en að spila fótbolta svo úthaldið var ekki mikið, en þessum spennandi leik náðu Þróttararnir að vinna á endanum 3-2.

En svo sá ég á liverpool.is upprifjun frá þessum leik sem myndin er af hér að neðan. Hvaða leikur er nú þetta kann einhver að segja, ja ég get svarað því, þetta er mynd er frá Iztanbul 2005 og þá eiga allir að vita hvað um er rætt : )
Frábær leikur og mikil og góð auglýsing fyrir íþróttina.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Bjartu og fél á musiktilraunum 2006

Sjáiði drenginn við hljóðnemann, góður : )

Til hamingju með þetta Bjartur, gengur betur næst.

Það er komið að því; Annel

Annel sá ég fyrst sparka í bolta 2-3 ára gamlan, ég og Daði tókum hann upp á okkar arma og fannst þarna vera mikið efni á ferðinni. Við lögðum fyrir hann knattþrautir sem hann, að okkar mati leysti ótrúlega vel. Annel fór svo að æfa fótbolta með Breiðabliki en hætti svo nokkru seinna vegna meiðsla og eymsla í hnjám, ef ég man rétt. Það tognaði svo úr kalli og hóf hann sinn feril á ný.

Ég hef eiginlega bara spilaði með Anneli innanhús og þar fer hann oft á kostum, sérstaklega í markinu, þar sem hann bjargar oft á undraverðan hátt dauðafærum. Þessa hæfni hefur hann úr handboltanum þar sem hann þótti vera efnilegur. Mín skoðun er nú sú að hann ætti að reyna sig þar á ný. Annel er baráttuhundur og hleypur mikið og tekur fast á mönnum, ekki öllum til janfmikillar ánægju og honum. Ég get trúað því að hann sé góður varnarmaður, í utanhúsfótbolta (á stórum eins og maður segir), og minnir hann mig oft á Rio Ferdinand eða Sami Hyypia, stór og sterkur.

En það sem helst er að leik Annels er það hann hætti að æfa fótbolta of snemma og hefur ekki spilaði "alvöru" bolta í einhverri annari deild en utandeildinni. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór sjálfur að spila í deild (eftir að hafa spilaði í allmörg ár í utandeildinni) , að vísu bara í 3. deildinni, en þar er spilaður meiri "alvöru" fótbolti. Hraðinn er mun meiri enn í utandeildinni og það þarf að halda sér í formi fyrir leiki og þar eru oft ágætir knattspyrnu menn innanum, sem hafa kannski hætt að spila með liðum sínum í úrvalsdeild vegna tímaskorts en halda sér við með svona hálfalvöru bolta eins og er í 3. deildinni. Ég skora því á hann að taka eitt tímabil í 3. deildinni(eða 2. 1. eða úrvalsdeild) og öðlast þar meiri þroska sem knattspyrnumaður. Því maður sér það á handboltamarkmannshæfileikunum (langt orð) að hann hefur náð dágóðum frama þar, vegna þess á hve háum standar hann æfði þar.

Annel er ungur á og nóg eftir og hann á meira inni en það sem við höfum séð til hans. Hann þarf bara að komast í hóp með leikmönnum sem reyna meira á hann (en menn á aldrinum 32-58 ára, þó að hann læri náttla sína lexiu hjá okkur, ekki spurning) og þá mun hann vaxa sem fótboltakall.

Vona að þetta dugi að sinni og ég sé ekki að móðga neinn og þurfi að hlusta á glósur í næstu leikjum sem ég spila við ykkur : )

þriðjudagur, mars 21, 2006

Nýr bloggari

smellið hér> Daði

sunnudagur, mars 19, 2006

Nýr bloggari

Ég vil bara vekja athygli á honum Villa sem er að hefja bloggferil sinn. Hann hefur fengið hið skemmtilega viðurnefni hreindýrið vegna þess að hann sér um að halda hinni virðulegustofnun, Íslensku óperunni hreinni. Villi greindist með æxli á stærð við appelsínu við herðablað sitt, rannsóknir standa yfir á þessum gesti og hefur hann opnað þessa síðu sína svo við hin sem hann þekkjum getum fylgst með framvindun mála. Slóðin á síðuna ber, af eðlilegum ástæðum, nafnið aexlid.blogspot.com. Gangi þér vel Vilhjálmur og velkominn í hóp bloggara.

föstudagur, mars 17, 2006

Hörður

Hörður: Hörður er ótrúlega sprækur leikmaður, hann er 58 ára gamall en enn í fullu fjöri og hefur annaðhvort svona gott úthald eða þá gríðarlegt keppnisskap, eitthvað er það sem fleytir honum áfram. En þarna fer tvímælalaust okkar besti leikmaður(að öðrum ólöstuðum). Hann hefur góða boltatækni og enn dágóðann hraða og leikskilning. Smá afturför er að merkja í skotum en í eina tíð skaut hann jafn vel og fast með hægri og vinstri, nú eru skotin jafn föst en þau hitta kannski ekki alltaf jafn vel. Hann er gæddur þeim hæfileika að kunna að veita boltanum gott skjól svo ógjörningur er fyrir andstæðinginn að ná honum . Hann hefur þetta "extra" að geta skýlt boltanum það vel eins og t.d. Hamann og Alonso, að ef einhver er við það að ná boltanum af honum þá eru fætur hans ávallt í veginum og hann fær dæmda aukaspyrnu á andstæðinginn. Hefur gott auga fyrir spili og er ekki að flækja hlutina í spilinu um of, fer oft einföldustu leiðina sem er oft góð og árangursrík.

Hann á það til að taka boltann með sér úr öftustu varnarlínu leika með hann alla leið upp völlinn og skora, einn síns liðs, en það gerist yfirleitt bara ef lið hans er undir og það þarf að vinna upp mikið tap, þá dregur hann vagninn. (þetta leika fáir eftir)

Hörður æfði með ÍK og lék lengi með meistarflokki þess liðs, 1987 var líklega hans besta tímabil, en þá lék hann 14 leiki í deildinni og skoraði 4 mörk.

27 ára gamall lagði hann skóna á hilluna(held ég sé að segja rétt frá hér með aldurinn) og held ég að þar hafi hann hætt aðeins of snemma. Hann hefði, ef vilji hefði verið fyrir hendi, geta sómt sér í gömlu 1. deildinni, en Ík náði aldrei þeim árangri að komast upp um deild, ekki fyrr en ég fór að æfa með þeim 3 árum seinna : )

Ég reyndar man eftir krísufundi sem var haldinn upp í Digranesíþróttahúsi. (Ég var þá í 2.flokki en var farin að æfa með meistarflokknum) Helgi Kolviðs var þá á fyrsta ári í meistaraflokki og hann varð fljótlega fyrirliði. En fundurinn gekk út á það að líklega vantaði reynslumeiri menn í liðið svo hægt væri að komast upp um deild. Þjálfarinn Helgi Ragnarsson og einhverjir stjórnarmenn töluðu um að ætlunin væri að reyna að fá Reyni heim frá Noregi, þar sem hann var að nema læknisfræði og svo Hörð sem hafði hætt 1-2 árum áður. Hætt var svo við þetta, hvers vegna veit ég ekki, en leikmenn Rauðu Stjörnunnar Zoran Ljubezich og Ejup Puruchevich vor keyptir til landsins og hafa þeir verið hér æ síðan og skilað miklu til knattspyrnunnar síðan hér á landi.

Hörður hefur eingöngu einbeitt sér að utandeildinni og heldri manna boltum eftir að skórnir fóru á hilluna góðu. Varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að leika með þessum aldna höbbðingja í utandeildinn með liði mínu Lærisveinum, eitt tímabil.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Þórhalli minn


Þórhallur: Hér fer leikmaður sem hefur sýnt gríðarlegar framfarir á aðeins einu ári. Þegar ég byrjaði að mæta í mánudagsboltann voru bara stórir stirðbusalegir strákar(ok. kallar) í þessum bolta. Þórhallur fór að mæta og hann var engu skárri en þessir stirðþursar sem fyrir voru. Hörður var þarna líka og ég tek það fram þessi lýsing hér á undan á ekki við hann.

Stirðþursarnir hurfu á braut, nýjir menn komu inn, 12-15 kg. léttari en ekki endilega grennri heldur 20-30 cm minni. Nú brá svo við að Þórhallur var ekki lengur þessi þurs heldur maður sem gat sólað sig í gegnum varnir andstæðingana og skorað ef því var að skipta, svo hraðar voru framfarirnar að maður þurfti að minna sig á það í hverjum leik að hér var á ferðinni maður sem maður þurfti að hafa gætur á.
(honum leiðist ekki samlíkingin við Kewell, þess vegna kom þessi mynd með)

Hann má ekki gleyma sér og staðnæmast hér því Þórhallur á meira inni og hann þarf fljótlega að fara að komast upp á næsta level, en það hefst líklega ekki fyrr en í sumar þegar menn fara að hlaupa úti við og spila meiri bolta (vonandi).

Það sem að plagar mig mest við leik Þórhalls er kannski reynsluleysið, hann tekur stundum skrítnar ákvarðanir sem er ekki hægt að laga nema með meiri spilamennsku. Þórhallur á heldur ekki mörg firmamót eða stóra kappleiki að baki, hann hefur eingöngu haldið sig við innanhúsbolta og utanhúsbolta á litlum völlum(á eins árs ferli sínum) svo það sem hann þarf eru leikir á stærri völlum með 7-11 mönnum í liði svo reynslu hann geti öðlast á þessu sviði. (Benni hafði það á orði að Þórhallur væri ekki lengur hreinn sveinn eftir að Benni fékk hann í firmamót með sér núna síðast laugardag.)

Hann er stór og er erfitt að senda yfir hann til að koma boltanum loftleiðina á samherja, gríðarlegur líkamlegur styrkur er mótherjum hans oft óþægur ljár í þúfu (ekki ósvipað sögu Erps um Tóta þúfu) Hann er að ná upp ágætum hraða og er boltatækni hans lítilega ábótavant(þarf að halda sig við einfalda hluti), hefur ágætt auga fyrir samleik en er kannski ekki sá sem er að búa til færin fyrir samherjana (þó gerist það oft þegar sá gállin er á honum) heldur sá er tekur þátt í klóku uppspili og skilur út á hvað leikurinn gengur. Ágætur leikmaður, líklega sá eini okkar sem stundar aðrar íþróttir utan mánudagssins og kemur því oft sterkur til leiks og í góðu hlaupaúthaldi, en hefur frá náttúrunnar hendi aðeins meira að bera á hlaupunum en við hinir. Ef að framfarirnar verða jafnmiklar næstu 2 árin þá gæti í fyrstu t.d. lið eins og Valur fengið hann til sín og svo hugsanlega atvinnumannsamningur erlendis eftir 4-5 ár.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Fótbolti 101

Að horfa á fótbolta er góð skemmtun, líka að spila hann. Þetta hefi ég gert frá unga aldri og hef í seinni tíð farið að pæla meira í því hvernig sé best að spila fótbolta. Það á sér kannski skýringar því máski á efri árum íþróttamanna hætta menn að geta hlaupið endalaust og fara að pæla í því hvenær sé best að hreyfa sig og hvenær ekki. Nú ætla ég að hefja þessa yfirferð á þeim fótboltamönnum sem ég spila hvað mest með nú síðastliðin 1-2 ár og einnig geri ég eina undantekningu og tek Erp inn í dæmið(að ósk hans) , en hann hef ég ekki séð spila fótbolta síðan hann lék frami með HK-ingnum núverandi Jóni Þorgrími (lék með ÍK upp yngriflokkana ásamt U.B.K. og síðustu árin hefur hann verið einn af lykilmönnum FH liðsins og ef ég man rétt er hann kominn til baka í Kópavoginn í HK). Erpur kom að vísu og spilaði með okkur utanhús í sumar og þar var hann ekki sá leikmaður sem ég man eftir.

En byrjum þetta á Erpi: Grannholda maður sem mér fannst alltaf líkjast Pétri Péturssyni á velli, ekki leiðum að líkjast þar. Erpur var meðalmaður á hæð á ÍK árum sínum, en hann var góður skallamaður, snöggur og gat spyrnt með hægri og vinnstri. Í dag, hefði hann haldið áfram að spila, (þar sem að hann hefur náð 195 cm í líkamsvexti upp á við) væri enginn að tala um Peter Crouch heldur Erp Sigurðar(samt á mun jákvæðari hátt en sá fyrrnefndi).

Benni Ketils: Strákur sem var stór eftir aldri (hvort sem þið trúið því eða ekki) . Hann lék sem fyrirliði UBK upp yngriflokkana sem sweeper, og komst í úrtöku fyrir landsliðið en náði aldri allaleið þar vegna landadrykkju. Í 3. flokki lék hann líka í 2. flokki UBK og þar voru stórmenni á borð við Arnar Grétarsson, Agnar Már Heiðarsson ofl...árgangurinn minn (1973-1972) sem varð svo Íslandsmeistari í 2.flokki 1988-1990 c.a.

Í dag er Benni talinn til lágvaxnari leikmanna á vellinum en hann hefur orku og skap sem fleitir honum áfram og gamlir fyrirliðataktar taka sig upp við og við. Benni átti nokkur mögur ár í boltanum og var oft ekki með sjálfstraust né líkamlega getu til að vera nægjanlega góður, m.ö.o. oft aðeins of þungur. Hann hefur lítinn hraða og lítinn skotkraft og má því lítið við aukakílóum. Hausinn á honum er hans sterkasta vopn og á stundum getur hann unnið leiki fyrir lið sitt með klókindum og oft ágætri útsjónarsemi. Letin getur herjað á hann, sérstaklega í varnarleiknum, hver kannast ekki við að hafa heyrt hann segja í vörninni "ég er með hann..." (sagt frekar kæruleysislega) og þá veit maður að ekki er allt með felldu hvað dekningu varðar hjá honum. Mér persónulega er lítið gefið fyrir hann sem varnarmann í innanhúsbolta, finnst hann spila vörnina oft vitlaust ef hann er hægra eða vinstramegin í vörninni (opnar of mikið fyrir skot) og því fara oft mörg skot í gegn þar sem hann er staðsettur, en það getur verið erfitt að eiga við hann í nágvígum.

Þrátt fyrir lítinn skotkraft hittir hann oft markið úr löngum færum og á oft ágætar sendingar fyrir á samherja sem gefa mark(margrómuð samvinna hans og Þórhalls), heppnin er líka æði oft með honum (ef eitthvað slíkt er til) . Hefur gott auga fyrir samleik.

Læt þetta nægja í bili, meira á morgun.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Bæ Pia...


Jæja þá kveðjum við Piu ævintýrið mikla og höldum á önnur mið, mið knattspyrnunnar. Ég er, í geðveiki minni, að semja greinargerð um þá leikmenn sem eru í mánudagsboltanum. Ég mun varpa þessu fram í næstu færslu hjá mér. Þetta mun ég gera í von um að menn muni horfa í gaupnir sér og skoði hvað megi betur fara í leik þeirra.

Ef einhver þarna úti er of viðkæmur fyrir svona yfirhalningu er hann vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram því hér verður engum hlíft!! : )

föstudagur, mars 10, 2006

Nói albínói ofl...


Frau Pia aus Köln og fél. vita vart í hvorn fótinn þau eiga að stíga um þessar mundir. Það er gaman að renna yfir það sem þau eru að skrifa á síðunni hennar og þau verða alltaf meira og meira undrandi yfir þessu sem skrifað er hér um hana (þau náttúrulega skilja ekki neitt og eru að nota þessar netþýðingavélar).

Nú eru þau farin að tala um Nóa albinóa, vita að hann er frá Íslandi, ég segi bara Das Boot á móti eða Derreck, og hver man ekki eftir Der Alte þáttunum vinsælu.

Hér á undan er nýjasta myndin af henni Piu okkar og við salútum!!

fimmtudagur, mars 09, 2006

Ich habe ein kughelscreibe

Þetta er æðislegt, nú hefur Pooran aldeiliss lagt góðu málefni lið og Pia aus Köln farin að benda á síðuna hans og talar um aðdáendaklúbbinn sinn á Íslandi. Nú hvet ég menn til að ganga í aðdáendaklúbbinn, höldum fund a.m.k. einu sinni í mánuði.

Deucheland über alles!!!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Ísland v.s. þýskaland

Jæja þetta grín með hana Piu er aldeilis farið að vinda upp á sig. Nú kíkti ég inn á vefinn hennar og hún virðist hafa fundið það út að ég setti mynd af henni inn á vefinn minn og var að skrifa um hana. Þá er fjöldinn allur af fólki að reyna að rýna í textann minn hér á undan, og hafa fengið í lið með sér síðu sem þýðir á milli tungumála. Einhver hafði kommenterað og sett inn linkinn og mynd af Ívari Fannari í öskudagsbúningnum ofl...

Nú spyr ég ykkur fróðu menn þarna úti, er eitthvað ólöglegt við þetta að taka svona mynd af netinu og setja inn á síðuna hjá sér og jú bulla eitthvað um þessa ágætu konu??

Og líka það að benda á síðu hennar með link í textanum mínum??

Til hamingju Ísland


Í bloggfærslu minni hér á undan bendi ég á þýska bloggsíðu hjá Frau Pia og segi að hún sé frá Köln. Þess ber að geta að ég fór á Google og bað um þýska bloggsíðu og valdi þessa hjá Frau Pia, ég var nú í vinnunni þegar ég gerði þetta og gat því ekki eitt miklum tíma í málið og valdi bara fyrstu síðuna sem ég fann. Veit ekkert um það hvort hún sé frá Köln eða Freiburg.

En þegar heim var komið ákvað ég að athuga hvort linkurinn virkaði ekki hjá mér og þá sá ég ef maður kíkir á "letzte kommantare" hægramegin á síðunni hjá henni Piu okkar og smellir þar á Joachim neðarlega þá er hann eða einhver annar að tala um ísland og Júróvision lagið okkar, Til hamingju Ísland. Ef að menntaskólaþýskan svíkur mig ekki þá er hann eitthvað að reyna að rýna í innihald textans.
Skemmtileg tilviljun :)

Ég hefi ákveðið að kíkja inn á síðuna hjá Frau Pia aus Köln hvern dag hér eftir enda virðist þetta vera hin geðugasta stúlka.

Maður spyr sig

Nú er spurningin sem brennur á allra vörum, hver verður á undan að taka við klukki eða að setja inn nýja færslu á bloggið sitt, DAÐI eða ÞORKATLA!!!????

Þorkatla tekur til alveg endalaust(smkv bolggsíðu hennar) og Hversdagshilsen-kveðja Daða(smkv bloggsíðu hans) fer að verða ansi þreytandi. Nú setjum við af stað keppni þeirra á milli, hver verður á undan að koma með "klukk" sem þau hafa fengið frá Bjarneyju og svo Þórhalli og Sváfni.

Samkvæmt áræðanlegum bloggfréttum og tölfræði hefur aðeins einn bloggari látið lengri tíma líða á milli færsla (á "virkri" bloggsíðu) en Daði, en það var hin þýska Frau Pia aus Köln.

föstudagur, mars 03, 2006

Áskoranir

Ég var "klukkaður", breggs vel við því, hér kemur úrskurður dómnefndar:

4 staðir er ég hefi búið á:
Kópavogsbraut 4
Laugum S-þyngeyjasýslu (einn vetur)
Bragagata 34
Rauðalækur 6

4 eftirminnilegar bækur:

Kalli keisari (Lukku Láki)
Svamlað í söltum sjó (Svalur og Valur)
Láki (drengurinn sem var vondur og varð svo góður)
Lárviðarkrans Sesars (Ástríkur og Steinríkur)

4 góðar bíómyndir

Back to the future
Lord of the rings 1-3

4 uppáhalds sjónvarpsþættir

Laugardagsleikurinn (Enski boltinn)
Sunnudagsleikurinn (enski...)
Að leikslokum (farið yfir leiki helgarinnar...)
Lífið í lággróðrinum (Rúv)

4 staðir er ég hefi heimsótt í fríum

Álaborg
Manchester (fór ekki á Old Trafford)
Hveragerði (sumarbústaðabyggðin þar er svo falleg)
Feneyjar

4 uppáhalds veitingastaðir

KFC
Einar Ben
Solon
Mekong

Fernt matarkyns í uppáhaldi

Paneng á Mekong
Lambalæri
Kjöt í Karrý
Pulsa með tómat og sinnep-i

Nú þá eru það Refsarinn og Smútniff sem taka hér við klukki frá mér : )





miðvikudagur, mars 01, 2006

Öskudagur

Frá því á jóladag hefur Ívar Fannar beðið eftir öskudeginum. Ég hef þurft að fara í gegnum það nokkrum sinnum síðan þá að öskudagurinn sé í mars en ekki á morgun heldur hinn, eins og hann vændi mig um að hafa sagt á 2. dag jóla. Loksins rann dagurinn upp, og óskin um að fá að vera vampíra varð að veruleika. Hér stillir hann sér upp fyrir myndatökumanni í morgun. Gleðilega hátíð!!

Til hamingju Ísland

Þið kannski áttið ykkur ekki á því að sá sem skrifar hér er handhafi íslensku tónlistarverðlaunana 2005. Verðlaunin voru veitt fyrir "Tökin hert" eftir Benjamin Britten, flytjandi ársins.

Í dag milli 17 og 19 held ég upp á þetta á saumastofu Íslensku Óperunnar, með nærveru sinn ætla að heiðra mig meðal annarra, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra, Ólöf Kolbrún ofl...