þriðjudagur, janúar 30, 2007

Tíminn


Hafa menn virkilega ekkert betra við tímann að gera?? Ekki er þetta komið til vegna tölvuleikjafíknar eða videogláps...hvað veldur??

sunnudagur, janúar 28, 2007

Blogg

Það er þannig með mig (ólíkt öðrum bloggurum sem ég þekki, nema um einhverja bloggkeppni sé að ræða) að mér finnst ég þurfa að koma með blogg a.m.k. einu sinni til tvisvar í mánuði. Bloggið þarf ekki endilega að vera innihaldsríkt, því oft les maður sér til dægrastyttingar frekar en að sækja sér einhvern fróðleikinn. Ég veit um menn sem kaupa og selja heilu íbúðurnar án þess að segja frá því hér á þessum miðli :)

T.d. einfallt blogg, þá vorum við feðgar á ferð niður í bæ á laugardaginn, á leið heim stoppuðum við á þessum leikvelli, og ég hóf að mynda stökk drengsins úr rólunni.

Ég lét myndavélina skjóta á meðan hann stökk og voru það yfirleitt 3 myndir sem ég náði í stökkinu, fallegt : )

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Hm...

Mig langar að deila svolitlu með ykkur.

Þannig er því farið með mig að erfitt virðis vera að muna eftir mér og máski andliti mínu.

Tökum dæmi:

Ég fer í verslun t.d. Tiger (verslun sem selur allt á 200 eða 400 kr.) . Þar kem ég að afgreiðsluborðinu, bíð góðan daginn, afgreiðslumaðurinn (karl eða kona) gerir slíkt hið sama. Svo gerist það máski að ég segi, "hurðu...ég gleymdi hérna einu, ég stekk og næ í það..." ekki líða nema 10-15 sek og ég kem aftur að afgreiðsluborðinu, sami maður að afgreiða, hann bíður mig góðan daginn og ég horfi á hann spurnar augum, hann vitanlega líka því svipurinn á mér er eitthvað skrítinn, en hann hefur ekki hugmynd um afhverju. Þá átta ég mig, hann hefur minnstu hugmynd um það hver ég er. Þá þarf ég að kynna mig aftur. "Já sæll ég var með þetta dót hérna og þurfti að hlaupa og ná í þessi spil" sem dæmi, já segir hann, eftir smá stund...en vegna vandræða við hliðina á honum snýr hann sér að samstarfsmanni sem er að spyrja að einhverju og það líða máski 10-15 sek aftur...

Sá hinn sami (afgreiðslumaður) snýr sér að mér og biður mig góðan daginn og ég þarf að fara í gegnum sama prósess aftur, alveg magnað!!!

En þetta er ekkert eins dæmi, ég lendi oft í þessu.

T.d. gamall maður sem býr beint á móti mér, deilum bílastæði, inngangarnir á íbúðum okkar eru beint á móti hvor öðrum. Hann er nú 90 og eitthvað ára gamall, en helv...hress og kemur oft og spjallar við mig og virkar nokkuð klár í kollinum en er aðeins farinn að tapa heyrn. Ef ég hitti hann einhverstaðar annarsstaðar en akkúrat á bílastæðinu okkar (og þá er ég bara að tala um þegar ég kem labbandi úr búðinni og á 2-3 metra eftir inn á bílastæði) þá hefur hann ekki hugmynd um hver ég er, hef látið á það reyna.

Svona er þetta nú hm ;)

mánudagur, janúar 15, 2007

Fyrir og eftir


Fyrir ykkur sem höfðu áhyggjur af sjónvarpsleysi mínu, þið getið sófið rótt, ég hefi keypt mér nýtt sjónarp!!

En að öðru.

Ég get vart komi því í orð hve líf mitt hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að ég fékk nefháraklippurnar, að Melissu gerð, í jólagjöf frá mínum eldri og reyndari bróður. Ég færði honum svona klippur að gjöf fyrir ári síðan ( líklega mun það tæki flokkast undir Harlme týpu miðað við þessa sem ég á) og var hann hinn ánægðasti með það og meir að segja kom því í orð í bloggi sínu desember 2005.

Lífið fyrir Melissu var uppfullt af óöryggi og hræðslu um að vera með lafandi svart hár út um nasirnar, eða hár og hor fast í hárinu út um nefið og þar af leiðandi var maður stöðugt með fingurna í nösunum til að koma í veg fyrir svona uppákomur.

Í dag fer ég í sund, mæti til vinnu og á mannamót, því hárin hefi ég truimmað í burtu og ég þarf ekkert að hræðast lengur.

Þessi kona hérna á myndinni heitir Melissa og kom hún upp þegar ég sló inn "Melissa" í google, mér fannst tilvalið að láta hana fylgja með.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Sjónvarp!!!

Góðan daginn.

Þeir hjá Símanum hringdu í mig áðan og voru hinir vinsamlegustu, buðu mér gull og græna skóga. Eftir að hafa farið illa með mig í stóra Skjásports málinu, eins og ég greini svo skilmerkilega frá hér. Þeir bjóða mér í sárabót "stórapakkann", eins og hann orðaði það, (veit svosem ekki alveg hvað það er, en það hljómar vel) endurgjaldslaust út maí.

Ég þáði hann með þökkum og hann baðs afsökunar fyrir hönd samstarfsaðila og sagðist myndi opna fyrir "stórapakkann" bara NÚNA!! Ég kveiki á sjónvarpinu mínu sem ég einmitt keypti af Skjá einum á sínum tíma. Því næst ræsi breiðbandsafruglarann, en þá smellur svona líka illa í sjónvarpinu með plastbrunalykt, ónýtt!!: ( Einhver eru nú álögin á þessu sjónavarpsmáli öllu hm...

Nú er svo komið að ég er með "stórapakkan" frá Símanum en sárvantar sjónvarpstæki ef einhver á og vill selja eða gefa hreinlega : )

Hér er smá sjónhverfing fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Ármótin


Ég tók nokkuð margar myndir þessi áramótin, en þessi þykir mér vera hvað skemmtilegust.

Þarna stendur hún Eyrún frænka mín með handkúlublys og "fretar" því upp í loftið. Elías faðir hennar er beint fyrir aftan hana og er að taka mynd. Myndin er tekin á löngum tíma svo að ljósið sem kemur úr blysinu kemur út eins og langt Star wars geislasverð. Svo getur maður ekki stillt sig um að setja eina með. Annars, gleðilegt ár.

laugardagur, janúar 06, 2007

Vaknið!!


Sökum þess hve erfitt ég á með að henda gömlum konum á dyr, fæ ég regluleg heimsókn frá tveimur broshýrum eldri borgurum. Þær minna mig reglulega á sköpunina, hina einu og réttu, með því að fletta henni upp í Vaknið tímaritinu sem þær bera í hús til mín og fleiri.

Þær komu í dag. Það versta sem ég get gert til að vera eins ókurteis við þær og ég get er að hleypa þeim EKKI inn. Svo ég stend með hálfopna hurðina og reyni að virka upptekin. Ég var sem betur fer upptekin í dag, hefði aldrei getað logið því að þeim.

Í þessari heimsókn fletti hún því upp að maðurinn væri nú alltaf að herma eftir því sem skaparinn bjó til í upphafi, samanber fuglar og svo flugvélar. Við ættum því að þakka honum bara betur fyrir sagði hún og spurði mig hvort ég vissi ekki að það væri til skapari?? Ég sagðist nú ekki vera þess fullviss, hún brosti nú að þeirri athugasemd minni og ég sá það í augum hennar hve mikið hún vorkenndi mér fyrir einfeldnina.

Ívar Fannar 6 ára, sem spurði mig hvaða konur þetta hefði verið, ég reyndi að segja honum hvað fyrir þeim vakti og hann var þess fullviss að hér á ferðinni hefðu verið bænakonur!! Sem er réttnefni, held ég. Og hann ætlar að spyrja, næst þegar þær koma, hver skapaði Guð??

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Meira af norðurljósum


Í gærkveldið þegar ég kom heim ákvað ég í stað þess að setjast inn og láta fingur mína leika á fjarstýringuna, að fara heldur út í stjörnu- og tunglbjarta nóftina (eins og Bubbi hefði orðað það) og taka nokkrar myndir. Ég hafði fengið að láni þrífót frá systur minni og mági og langaði að taka myndir á tíma, eins og það heitir. Ég fór nú ekkert lengra en á baklóðina heima hjá mér. Í fyrstu var eingöngu stjörnur og máski tungl að sjá. Svo sá ég norðurljósum bregða fyrir á himninum og hóf ég að reyna að mynda þau. Engu líkara var en að almættið væri mín megin að þessu sinni. Himinninn fylltist af þessum náttúrunnar almættis fyrirbrigðum og ég myndaði sem aldrei fyrr.

Eftir smá stund ákvað ég nú að hætta þessu, en fékk þá flugu í hausinn minn að aka í snarhasti út á Seltjarnarnes, þar sem hin svokallaða ljósmengun er ekki eins mikil og í bakgarði mínum, í von um að fá skarpari mynd. Það er vissulega erfitt að ná norðurljósum á mynd svo vel megi vera, en ég er að læra þetta : )

En kíkiði inn á myndasíðuna hér og sjáið afrakstur af Seltjarnarnesferð minni.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Svona var það

Ég átti víst eins árs bloggafmæli í dag, 2. janúar. Ástæða þess að ég opnaði þessa bloggsíðu var þessi löpp hér til hliðar, hún snérist svona líka duglega undir mig við knattiðkan og þar slitnaði flest er gat slitnað, við hnjaskið.

Tók við 4 vikna innivera og rólegheit og þá er nú gott að orna sér við bloggsíðuna sína.

En tökum létta yfirferð yfir árið 2006. Daði hóf á loft bloggsíðu sína með miklum látum í mars, hún dó í lok mars einnig.

Bjartur tók þátt í Múskitilraunum, þeir komust ekki áfram, en síndu lipra takta og komst mynd af þeim í moggan.

Vorið kom í mai, eins og vorin komu forðum, Robbie Fowler gekk til liðs við Liverpool árið 2006 og Traore fór.
Yfirferð yfir áhrifavalda mína í tónlist ásamt tvífarakeppni Erps fór mjög hátt á bloggsíðum frændanna og frænka.

HM í fótbolta fór fram, mikið stuð, Ítalía vann, England ölli vonbrigðum sömuleiðis Brasilía og Zidane var magnaður nema í lokaleiknum.

Frændur og frænkur, ömmur og afar skelltu sér í eftirmunanlega ferð á suðurnesin og rendu fyrir þorski ofl á Moby Dick freigátunni, gríðarlega skemmtileg ferð.

Dóri Bjösson varð 60 ára, Daði eignaðis stúlku og er fluttur tímabundið á landið okkar kalda.

Árið 2006 í hnotskurn:
Ágætis ár, dálítið mikil vinna, langt sumarfrí og meiri tónlist í mínu lífi, guðsblessun.