mánudagur, júlí 31, 2006

Sigurrós


Hljómsveitin Sigurrós er aldeilis að gera það gott víða um veröldina okkar og það er vel. En ég hef reynt ítrekað að hlusta á þessa hljómsveit, en ekki borið árangur sem erfiði. Í gær voru tónleikarnir á Klambratúninu, blíðsköp í veðri sem skemdu ekki fyrir góðri stemningu.

Ég á ágætis heimabíókerfi, pioneer gerðar, svo ég horfði á tónleikana í sjónvarpinu, þökk sé RÚV. Ég stillti á flestar þær stillingar sem mögulega eru til á tækinu svo að tónarnir næðu nú fljóta til mín sem ég væri á staðnum. Tónleikarnir byrjuðu og allt virkaði vel, hljóðið gott og myndataka ágæt(ekki sömu gaurarnir og taka upp fótboltaleikina!!!) En allt kom fyrir ekki, ég gafst upp eftir 48 mín. Frábærir kaflar oft sem fljóta frá þeim Sigurrósarstrákum, en þeir halda sama hljómnum og kaflanum full lengi í senn fyrir minn smekk. Svo verður breimið í Jónsa söngvara oft ansi leiðigjarnt. Mín skoðun er nú sú að sumir kaflarnir eru mjög flottir og heillandi en það væri hægt að sjóða ágætis 3-4 lög út úr öllum þeim lögum sem þeir hafa gert.

En gaman að svona framtaki eins og í gær fyrst það verða engir tónleikar á hafnarbakkanum á menningarnótt.

laugardagur, júlí 29, 2006

Gaman saman.






Skelltum okkur á sjóstöng á suðurnesjunum með frændgarðinum um daginn. Sólin skein og veður var gott.

Mikið veiði æði greip um sig þarna um borð og veiddu allir frá aldrinum 5 og upp í 70 ára. Ég náði einum ansi stórum þorski í bát og annar sem náði að sleppa af önglinum svo hann komst ekki alla leið. Ívar heldur þarna á einum, sem er reyndar ekki þorskur. Sáum einnig hvali á sundi, frábær skemmtun.

Skelltum okkur í Háaleitið (í Keflavík) til Þorkötlu og Þrastar þar sem abbblinn var grillaður. Klæddu frændurnir sig upp. Þarna getur að líta skytturnar tvær og ninja. Ívar Fannar er ninja, Eyþór Andri og Sigurður Patrek eru skytturnar.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Pennant í Liverpool


Jæja allt vitlaust á leikmannamarkaðinum. Benitez sagðis mun fá tvo nýja menn í liði í þessari viku, hér er sá fyrri kominn. Leikmaður sem er að mínu mati góður og á eftir að verða betri ef hann hættir öllu bulli.
En ég endurtek, ég vona að Benitez viti hvað hann er að gera og þá vitna ég í kaupin nú fyrr í sumar á Bellamy...

Vissulega vantaði Liverpool mann úti á kant enn ekki mann sem lendur upp á kant við þjóðfélagið (varð að hafa þennann aulabrandara með).

Skemmtileg tölfræði

Sá þessa tölfræði á fotbolti.net og hafði gaman að. Þrátt fyrir að Man. Utd. hafi nánast átt árin 1990-2000 þá eru þeir eftirbátur stórliðsins frá Liverpool. Arsenal og Blackburn tóku að vísi einhverja titla á þessu árabili.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Sumar 2006

Rauðalækur, allt með kyrrum kjörum, fuglasöngur, nýslegið gras...











En bíðið nú við, hvað er hér á seiði!!?? Jú hér vaknaði fjölskyldan við vondan draum.

Ég var staddur inn í stofu síðdegis, heyrði hljóð í flugu og sá að hún var innan á opnanlega glugganum hér til hliðar, þetta var geitungur!! Ég pota með skrjúfjárni í gegnum gluggatjaldið til að opna gluggan ögn betur og gefa dýrinu frelsi á ný en heyri þá mér til skelfingar að það eru nokkrir vinir hans fyrir utan og eru allta annað en hressir!!
Ég reyni nú samt að opna gluggan betur en maður lifandi það aukast bara hljóðin frá vinum hans fyrir utan!! Ég reyni að sjá betur út í gegnum gluggatjaldið og er þá ekki bara stærðarinnar geitungarbú þar á ferð sem ég hef verið að ýta í hvert skiptið sem ég reynda að opna gluggann ögn betur. Þarna höfðu þessir litlu sætu mannvinir komið sér þægilega fyrir, og líka við svefnherbergisgluggann, yndislegt er það nú dýralífið.

Búin hafa nú verið fjarlægð af þar tilgerðurm sérfræðingum í þessum efnum, en þetta er sjálfsagt ágætis lífræn þjófavörn sem ég mæli ekkert sérstaklega með.

laugardagur, júlí 01, 2006

Á þessi




ekki ammmli í dag??
Til hamingju.