fimmtudagur, janúar 26, 2006

Tíska


Útvarpið var á þegar við feðgar skröngluðumst á fætur í morgun. Það var stillt á Ísland í bítið og þar er kona sem kemur til þeirra (örugglega einu sinni í viku) og ræðir fatatísku við hana Ragnheiði Guðfinnu. (Æj hún er svo yndisleg hún Ragnheiður)

Hún, þessi tískukona sem var í viðtalinu, er að segja okkur pöplinum hérna úti, hverjir eru nýjustu tískustraumarnir(hvar værum við án svona fólks). Fyrir ykkur sem mistuð af þessu þá er það mjög mikilvægt að vita, að vortískan er að koma og pastellitirnir sem eru svo mikið núna verða skarpari í sumar og drífið ykkur nú úr dökku lörfunum, þeir eru alveg að verða out. Svo er það aðalatriðið, það MÁ sjást í hnén, það er að koma, en ekki nein fótboltahné, bætti hún Ragneiður okkar við.

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Djö. ég er búinn að sýna á mér hnén seinustu árin alveg ófeiminn. Þú þarft nú samt ekki að hafa áhyggjur kæri bróðir þar sem þú ert ekki svo knattspyrnulega vaxinn :)

4:38 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já líklega er það nú rétt hjá þér, og ég fæ aldrei, héðan af þessi fótboltahné sem um var rætt: ( en ég get huggað mig við komandi tíð sem er með stuttum pilsum svo hnén eiga eða meiga sjást.

4:51 f.h.  
Blogger Þorkatla said...

Tíska hvað, þetta er löngu komið og farið!
Nu gengur fólk bara í þvi sem það vill, nema aðrir sem hafa engan smekk og vita ekki í hverju þeir eiga að vera og fara eftir "tísku". Greyin, en svona er lífið.
Drifðu þig út eða kíktu a.m.k út um gluggann og þá serðu þetta. :)

3:01 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Var ekki einmitt einfaldara að fylgja tískunni þegar gefnar voru út nákvæmar tilskipanir hvernig þetta og hitt átti að vera sítt o.þ.h.

Núna þegar "allt" er í tísku þá er engin leið fyrir þá sem ekki nenna að liggja yfir tískublöðunum og missa af svona tískuþáttum í útvarpinu að hanga í tískunni.
Guði sé lof fyrir Arnar sem fylgist með og lætur okkur hin vita.

1:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home