miðvikudagur, júní 28, 2006

HM, svona var mín spá fyrir 8 liða : (





Gasalegir leikir framundan í 8-liða úrslitum...

Þýskaland-Argentína: Leikur sem verður örugglega skemmtilegur, tvö skemmtileg lið (skrítið að tala um þýska liðið sem skemmtilegt). Leikurinn fer í framlengingu og Argentína vinnur.

Ítalia-Ukraína: Ég væri til í að sjá Ítalina út. Leiðinlegir dýfingameistarar, en ætli þeir taki ekki Úkraínu 2-0

Brasilía-Frakkland: Úff maður, þetta er leikur. Ég hefi alltaf haft sterkar taugar til Brassana, skemmtilegir fótboltamenn sem hafa í gegnum tíðina ekki hugsað of mikið um varnarleikinn. Frakkarnir eru vaknaðir, vonandi sjáum við bara frábæran leik. Brassarnir áfram eftir vító!!

England- Porúgal: Portúgal með vængbrotið lið eftir að annaðhvort hafa verið sparkaðir út af í leiknum við Hollendinga eða sendir út af af spjaldaglaðasta dómara fótboltasögunnar. Englendingarnir eru vængbrotnir og geta ekkert gert í því nema farið að spila eins og menn, vona að svo verði. England vaknar og kemst áfram. 1 og 0

Nýr liður í lok hvers pistils hér og ber hann nafnið, skrítanasta nafnið.

Nafn dagsins er... Líkafrón.

Liverpool


Æ hvað ég vona að þessi maður, hér vinstrameginn (ekki þessi nakti vinstramegin á myndinni hægramegin, heldur Benitez) , viti hvað hann er að gera, út frá nýjustu kaupum hans á framherja í liðið frá bítlaborginni fínu. En ætli maður eigi þá þetta eftir sem er hér á myndinni hægramegin??

mánudagur, júní 26, 2006

Italia

Er ný kominn þaðan, þar sem ég gat horft á alla leikina á HM í beinni í opinni dagskskrá. Á kvöldin var afar skemmtilegur þáttur á dagskrá, tveir tímar bara um HM. Hann byrjaði alltaf eins. Ein ooofsalega hugguleg ljóska stóð við hliðina á aðalstjórnanda þáttarins, sem var svona Bubbi Morthens hittir Egil Eðvarðsson í útliti, sköllótur og vel produseraður í útliti, með blá gleraugu og ofl, vel til hafður allur. En hann opnar þáttinn og býður gott kvöld(bon djorno) ofl. svo snýr hann sér að ljóskunni fínu, og hún kynnir fólkið sem sitja þarna og ætla að vera til taks og umræðu um það sem gerðist í leikjum kvöldsins. Ásamt þessum mönnum sem þarna sitja eru þeir með stóran skjá aftast í settinu þar sem hægt var að komast í samband við þýskaland og lýsarana þar. Frábært prógram og hefði verið enn betra hefði ég skilið eitthvað af því sem þau voru að segja.

Þegar ljóskan hefur svo kynnt þessa 5-6 viðmælendur gengur hún fremst í settið vinstramegin á skjánum sest þar á barstól og situr þar allan tímann meðan mennirnir ræða sín á milli leiki dagsins. Stöku sinnum, sem var gott fyrir mig sem skildi lítið í tungumálinu, þá var myndavélin sem tók víðustu skotin, keyrð frá hægri til vinstri eða öfugt, og þá enduðu þeir eða byrjuðu skotin á henni vinkonu minni og héldu því skoti oft í dálaglegan tíma á meðan hún daðraði við vélina með kankvísu brosi eða augnblikki. Þarna sat hún, öll kvöld og gerði það sama, yndislegt.

Ítalía vs. Ástralía

...Ítalía vinnur 2-1

föstudagur, júní 09, 2006

Sundferð í Laugardalinn





Við feðgarnir skelltum okkur í sund í morgun, erum báðir í fríi og á leið til útlanda á morgun : )

Nú við háttum okkur og skellum okkur í sturturnar og hefst þvottatíminn. Á móti okkur í sturtunni er eldri maður, dálítið framstæður. Sökum framstæðu á hann sjálfsagt í smá vandræðum með að ná til sumra parta líkamans svo hann bætti upp slæma hreyfigetusína og þvær sér því með stórum trébursta, með mjúkum hvítum hárum. Eins og maður gerir fylgist maður með náunganum og hef ég auga á þessum manni. Hann skrúbbar sig hátt og lágt og er svona gleiðbrosgrettinn í framan af ánægju og vellíðan yfir því að vera strokinn svona ákveðið með burstanum sínum fína.

Ég sný mér nú að mínum eigin líkama og hef þvott. Eftir nokkur andartök er mér svo litið á Ívar sem er vinstrameginn við mig, þá er hann með augun föst á karlinum með kústinn. Ég lít við á karlugluna og skil hví. Því þarna hafði maðurinn skipt um bursta, ég sá rétt í annan endan á skaptinu en sá endinn er sá um þryfin greindi ég frekar trauðla, því hann var nánast allur á milli rassskorunnar á honum. Þarna stendur hann, hallar sér c.a. 30 ° fram og ekur burstanum af miklum móð á svæðið þarna á milli fóta sér aftan við...þegar burstinn kemur í ljós sé ég að þetta er venjulegur uppþvottaburstu sem maður notar við uppvaskið heima við, svipar mjög til þess hérna til hægri nema hvað burstinn hans var hvítur.

En þetta var semsagt maður sem tók ekki bara með sér handklæði og sundskýlu í sund, heldur bursta og það tvo!! Langaði að deila þessu með ykkur þarna úti.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Besta platan


Mér datt í hug, sem áhugamanni um tónlist, að festa hugrenningar mínar um ákveðnar plötur á bloggið mitt fína.

Besta plata Bubba er ágætt að byrja á. Mesta hetja vora tíma í popptónlistinni, hefur haldið konungstigninni frá því hann hóf atvinnumennsku í þeim geira tónlistar í kringum 1980.

Fyrsta platan hans, Ísbjarnarblús, var ansi góð og er skemmtilegt að hlusta á hana við og við því hún er svo "handspiluð" og ekki miklum tíma eitt í upptökulegar pælingar eða fíniseringar, ekki nema vera skildi í laginu Ísbjarnarblús, þegar hann segir "ég fer með kíló af hassiiii... út í náttúruna og fíla grasið þar sem það grær...." Einhvernvegin svona hljómaði textinn en það kemur mikið ekkó þegar hann segir "hassið". Sjálfsagt hefur upptökumaðurinn legið yfir þessu með listamönnunum og þeim fundist þetta viðeigandi.

En ekki er þar um bestu plötu Bubba að ræða. Rokktímabilið sem fylgir í kjölfarið (reyndar er Ísbjarnarblús ansi rokkuð) Utangarðsmenn og Egó, góður tími fyrir Bubba, (Das Kapital kemur aðeins seinna, ekki eins vandað, en ágætt inn á milli) en ég þoli ekki þegar menn segja "ég vildi að Bubbi væri enn þá í Utangarðsmönnum!!" Það eru bréfhausarnir(eins og Daði hefði orðað það) sem segja slíkt. Bubbi væri þá bara eins og Rúni Júl eða nafni hans Þór, eða allt að því Herbert Guðmundsson, hefði hann endalaust verið að reyna að endurvekja Utangarðsmannafílinginn 50 ára gamall sem hann er í dag.

Bubbi er góður rokkari enn þann dag í dag, það sannaði hann (fyrir mér allavegana) þegar hann gaf út safnplötu fyrir nokkrum árum og sendi svo með þeim diski 5 lög aukalega, sem hann söng með Botnleðju, Ensími og fleirum ungrokkböndum þess tíma.

Ég er mjög hrifinn af Egó ímynd og Geislavirkir en best plata Bubba að mínu mati er Kona eða Fingraför. Þar er hann lágstemdur og þar er hann eitthvað svo þægilegur. B-hlið Fingrafara er sérstaklega góð, en Konu platan finnst mér vera góð öll í gegn og einhver góður minningaflaumur sem fylgir henni, fyrir mig. Þannig þegar upp er staðið er það, KONA.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Spurning um smá kalk meðferð


Vesalings karlinn hann Cisse, hér sjáiði hvernig fór fyrir honum karl anganum í leik við Kínverja, ekki fyrir viðkvæma. Mjög skrýtið að sjá þetta því hér er um nánast endurtekningu á því sem gerðist fyrir c.a. ári síðan! Leiðinlegt fyrir okkur Liverpool menn (sem og Cisse), því við vorum í þann mund að losna við hann til Marseille, spurning hvort hann þori inn á völlinn á ný?

þriðjudagur, júní 06, 2006

Útlönd

Nú hef ég verið grasekkill í 3 daga, skrýtin tilfinning. Helga er í Englandi með ofvirkum kennurum sem ætla nú ekki að láta nappa sig á því að hafa verið að hangsa í útlandinu og eyða almanna fé, það er ræs kl. 7 alla morgna og farið og skoðað ensk börn í skólabúningum.


Á laugardaginn fljúgum við Ívar til Friedrichshafen og tökum okkur bíl frá Avis og ökum niður til Ítalíu þar sem við hittum frúna í Bergómi rétt hjá Mílanó. Nú svo höldum við til Bibione sem er strandparadís austar á Ítalíu og dveljum þar í tvær vikur. Hér er mynd af Bibione okkur til glöggvunar.

Nú!! Það sem ég er að fara að segja er að ég hef ekki gert þetta áður, það hefur jú margt breyst á 13 árum(1993, þegar ég og Helga tókum með okkur sitthvorn bakpokann og ferðuðumst um Evrópu) þegar ég fór síðast svona til útlanda til að fara á og njóta lífsins (tel ekki Danmerkurferðirnar með).

Nú er ég að vísu einn hér heima og þarf að pakka fyrir mig og soninn. Hafa íbúðina í sæmilegu standi þegar við förum, og vonandi þá líka þegar við komum til baka.

Það eru allmörg atriði sem maður þarf að hafa á hreinu fyrir utan þetta er fyrr segir og svo heimaútprentuðu miðana frá Ic. Express (sem Helga var reyndar búinn að græja og setja upp á hillu áður en hún fór ok...)og Avis bílaleigunni sem er ekki opin í Fridriechshafen þegar við lendum og fleira í þeim dúr...

En svo er það annað sem ég er að átta mig á. Nú er ég orðinn fullorðinn og þarf jú að hugsa fyrir fleirum en mér sjálfum, en fyrir utan það þá þarf ég að muna eftir hlutum eins og gillette rakvélinni, þurfti þess ekki síðast (1993) , var engin spretta, roll on, ég er farinn að svitna undir höndunum og ýmislegt sem telst til hm...

Svo er það nú stærsta málið, sem einmitt er nýtt af nálinni sinni. Maður er allt í einu farinn að huga að því að gera magaæfingar 4 dögum fyrir brottför...

060606





Njörður talar um tölurnar 666 í tilefni af þessum degi á bloggi sínu.

Mér dettur nú bara í huga að óska Bubba Morthens til hamingju með daginn sinn í dag, hann ætlar að halda upp á afmælið sitt í Laugardalshöllinni. Ég náði mér ekki í miða á tónleikana en ætla kannski, þess í stað, að skella mér á KR-völllinn og sjá KR taka á móti uppeldisfélagi mínu úr Kópavoginum, Breiðabliki. Gæti orðið skemmtileg rimma, eða eins skemmtileg og íslenskur fótbolti getur orðið. (þess ber að geta að ég spilaði aldrei með UBK, heldur fór mjög oft og sá þá tapa á Kópavogsvelli þegar Siggi Grétars spilaði með þeim, sem var reyndar mjög góður tími fyrir Breiðablik, en samt unnum við aldrei neitt, árin 1981-1984)

Bubbi heldur með KR, ég held reyndar að hann hafi ekkert vit a fótbolta...

fimmtudagur, júní 01, 2006

Daði



Brjóskið burt

Þessi mynd var tekin í morgun þar sem ég vatt aðeins upp á bakið á mér, eftir langan og strangann fund, getur verið erfitt að sitja svona, maður stífnar svo upp.

Il Trovatore eða Trúbadorinn

Ég lofaði myndaseríu af þeim mönnum sem Sváfnir líkist. Hér ber fyrst að nefna Harry Klein, sem er hvað þekktastur úr þáttunum um leynilögreglumamanninn geðþekka, Derreck.

Ekki taka nú ómerkari menn við en tónlistarmennirnir David Grey, Bono og svo Sting.
Allir þessir gaura samanlagðir, gera þennann með bjórtappann í auganu.