þriðjudagur, maí 30, 2006

Get ekki orða bundist, fyrirgefðu Erpur

Ástkær frændi minn í Frakklandi, hann Erpur, hóf máls á tvíförum og bar hann saman okkur minna þekkt fólk við frægafólkið út í heimi.

Ef farið inn á þessa síðu hér er vel hægt að lesa sig til um þetta og sjá þá sem hann taldi líkjast hverjum.

Sváfnir stal svo glæpnum og það ætla ég að gera líka, vonandi er ég samt ekki að skemma þennan bráðskemmtilega leik fyrir honum Erpi.

Hver man ekki eftir glæstum sigrum Halldórs Björnssonar inn á knattspyrnuvellinum??
HM 1982 á Spáni lék hann stórthlutverk, HM 1986 í Mexikó gat hann vísu ekki leikið alla leikina vegna meiðsla en var góður, ef ég man rétt. Hann hlaut svo ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranum 1990 eða var hreinlega orðin of gamall þegar sú keppni fór fram. En þið kannski kannist ekki sterklega við málið, en maðurinn sem líkist hefilstjóranum fyrrverandi og malbiksforingjanum svona mikið er Alessandro Altobelli, lék fyrir Inter in the ´80 og með lansdsliði Ítala eins og fyrr segir.


föstudagur, maí 26, 2006

Sængurföt

Hvaða helv...Ikea/Rúmfatalagers hugmynd var það að láta sængurverið vera þannig að maður setur sængina inn á hliðinni á sængurverinu??!!! :(

HM 2006 spá






Ok ég veit að þetta er vel til nördsins en ég ætla samt að gera þetta.

Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Brasilía vinni þetta í 6. sinn nema þá Englendingar sem geta mætt þeim í úrslitaleiknum. Ég held að England vinni Argentínu í 8 liða og þeir vinni svo Frakka í fjöguraliða og þar mætir Brasilía Portúgal, ef að spá mín gengur eftir : )

Úrslitaleikur Bra-Eng sem Brasilía vinnur. Ég tek það fram að þetta er einungis getgátur og byggir einungis á innsæi þess er skrifar, látið mig ekki taka spennuna úr mótinu fyrir ykkur.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Þetta hljóta að vera gleðitíðindi

Traore á útleið!!! Spurning hvort að öll spenna fari úr leikjum Liverpool eftir að hann fer. Héðan hef ég heimildir mínar í þessu máli.

sunnudagur, maí 21, 2006

Íslenski boltinn og sjónvarpið



Nú er íslenski boltinn farinn að rúlla, heldur betur. Blikarnir eru að gera góða hluti, hafa reyndar oft byrjað vel en fatast svo flugið þegar á líður. Hver kannast ekki við fyrirsagnir á íþróttasíðum eins og þessa "Lánlausir Blikar", ég þori að veðja að þessi setning á eftir að koma í sumar, en gangi mínum mönnum vel, sömuleiðis HK-ingum í 1. deildinni.

En það sem fer alveg svakalega í taugarnar á mér er myndatakan á þessum leikjum. Ég veit það sem fyrrum starfsmaður RÚV þá var það ekki vinsælt á meðal kvikmyndatökumanna að vera sendur til að taka upp svona leiki. Þetta voru yfirleitt menn sem höfðu engan áhuga á sporti og vildu vera inn i studioinu sínu þar sem sagt var í heyrnartólin við þá hvernig þeirr átti að stjórna tökuvlélinni. Og oft gerðu menn í því að gera þetta eins illa og mögulegt var svo þeir yrðu nú ekki sendir aftur á þessa helv...kappleiki.

En ég samt spyr mig oft að því, hvers vegna gilda önnur lögmál um kvikmyndatöku á fótboltaleikjum en bara við venjulega kvikmyndatöku?? Eitt dæmi: Leikmaður sem er kominn inn í teig með boltann, hann hlítur að ætla að skjóta í átt að markinu eða sækja í átt að því, hví er þá ekki hægt að hafa myndarammann þannig að maðurinn sem er með boltann sé í mynd og markið líka sem hann er 98 % að fara að skjóta á??? Í stað þess er myndaramminn þannig að "zoomað" er inn á manninn með boltann, svo að markið hverfur úr mynd, og svo er reynt að fylgja boltanum eftir sem spyrnt er á u.þ.b. 100-200 km hraða á klukkustund á markið og maður missir auðvitað af markinu af því að vélin er á svo mikilli hreyfingu að ekkert festist á filmuna.

Þetta á líka við um hornspyrnur, það er alltaf "zoomað" inn á gaurinn sem er að taka hornið, svo kemur boltinn fyrir, þá er eins og myndtökumaðurinn ranki við sér, eltir boltann, zoomar inn, boltinn hrekkur svo út í teig og einhver spyrnir honum fast á markið og maður nær ekki að sjá neitt!! Þegar verið er að taka upp sjónvarpsefni eða bíómyndir, eða heimavideo þá reynir maður að gæta að þessum hröðu hreyfingum sem gera það að verkum að erfitt og leiðinlegt er að horfa myndefnið, hví er þessi grunnregla ekki viðhöfð þegar verið er að taka upp fótbolta á Íslandi??

þriðjudagur, maí 16, 2006

HM 2006

Magnaðasta mark HM sögunnar, hvað er nú það, kann einhvera að segja.

Ég hef alltaf haldið mikið upp á þetta mark og finnst mér það oft gleymast þegar falleg mörk ber á góma, t.d. var það ekki talið upp sem eitt af bestu mörkum sögunnar í einhverjum þætti um HM fyrir HM 2002, sem Ingólfur Hannesson stjórnaði, þá fannst mér nú menn ekki vera að vinna vinnuna sína. En kíkiði á þetta, þetta var í leik Braisilíu og Rússlands 1982.

Þið þurfið að smella á linkinn efst á síðunni.

sunnudagur, maí 14, 2006

Matarvenjur

Ég hef oft pirrað mig á því þegar ég er að gefa Ívari morgunmat, súrmjólk og kornflex eða cheerios eða hvað það nú er, þá þegar maður er búinn að setja súrmjólkina á diskinn, þá gellur úr munni hans, "hey, ég vildi fá kornflexið fyrst!!" og maður fussar yfir þessu og spyr hann hvaða máli þetta skipti og ofl... Sjáfur áttaði ég mig svo á því, eftir örlitla sjáflsskoðun, þar sem ég fæ mér nunnumorgunmatinn, kornflex, haframjöl og kakó, að ég set þetta alltaf saman í sömu röð, þ.e. kornflex, haframjöl og svo mjólkina og svo fylgja tvær teskeiðar af kakóí út á svo ekkert er maður nú betri en blessuð börnin í þessum efnum.

600

Vúúú...hver var númer 600??? Var það kannski ég sjálfur!??

miðvikudagur, maí 10, 2006

500-draðasti lesandinn


Oooog það var Njörður sem var nr. 500!!!

Ég vil óska honum til hamingju, verðulaunin er þessi mynd af Inga Tandra Traustasyni á skákmóti nýverið. En og aftur, til hamingju!!

Já, og menn far nú sjálfsagt að hugsa um hvað sá eða sú fær sem verður nr. 600!!! Það kemur í ljós.

laugardagur, maí 06, 2006

Tónlist frá Danmörku

Fékk sms frá Daða áðan, það var þess efnis að ég ætti að fara inn á jon.is
og hlusta á lag sem að hann syngur og efalaust semur að einhverjum hluta (fékk ekki frekari upplýsingar um lagið)

Príðis lag með grípandi viðlagi. Minnir mig mjög mikið, í byrjun lags, á eitthvað 80 rokk/pönk (kannski bara hvernig upptakan er??) Ég hlustaði á lagið tvisvar og viðlagið hljómar í hausnum mínum.
En ég ætla ekki að segja meir, segi bara eins og Vernharður Linnet sagði í spurningar þáttunum í gamladaga, HLUSTIIÐ!!!

Hér er svo annað lag til að hlusta á og hér eitt í viðbót frá þeim í Danmörku.

fimmtudagur, maí 04, 2006

HM 2006


Wayne Rooney meiddur og verður ekki með á HM er agalegt. Mér þykir þessi strákur vera ansi góður og litríkur, átti erfitt með skapið sitt fyrr í vetur, Ferguson hefur náð að tempra það aðeins sem gerir hann að betri leikmanni.

Mun Owen verða í litlu leikformi, eða ofsalega sprækur eftir góða hvíld, maður spyr sig?? Menn eru eitthvað að velta fyrir sér Peter Crouch, Vassell eða jafnvel Andy Jhonsson hjá Crystal Palace til að taka sæti Rooneys.

Englendingar hafa reyndar ansi góða miðju, Gerrard, Lampard, Beckham, Cole, S.W. Phillips. Veiki hlekkurinn, að mínu áliti, er hinn djúpi miðjumaður hjá þeim sem verður líklega Ledley King hjá Tottenham, Englendingar eiga engann Hamann eða Alonso :(

Vörnin ætti að vera nokkuð góð, en vantar Ashley Cole og Sol Campbell.

Brassarnir eru brattir, hafa stillt upp byrjunarliðinu fyrir fyrsta leik. Didi í markinu, Cafú, og Carlos í bakvörðum, Luzio og Juan sem miðverðir. Ze Roberto og Emmerson sem djúpir miðjumenn. Svo eru það sóknarkvartetinn, Ronaldiniho, Ronaldo, Kaka og Adriano, getur vart klikkað.

Spádómur minn um keppnina mun byrtast hér eftir frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, 13. maí : )

Teljarinn

Ég hef rofið 400 heimsókna múrinn...tilefni til veisluhalda??