miðvikudagur, janúar 03, 2007

Meira af norðurljósum


Í gærkveldið þegar ég kom heim ákvað ég í stað þess að setjast inn og láta fingur mína leika á fjarstýringuna, að fara heldur út í stjörnu- og tunglbjarta nóftina (eins og Bubbi hefði orðað það) og taka nokkrar myndir. Ég hafði fengið að láni þrífót frá systur minni og mági og langaði að taka myndir á tíma, eins og það heitir. Ég fór nú ekkert lengra en á baklóðina heima hjá mér. Í fyrstu var eingöngu stjörnur og máski tungl að sjá. Svo sá ég norðurljósum bregða fyrir á himninum og hóf ég að reyna að mynda þau. Engu líkara var en að almættið væri mín megin að þessu sinni. Himinninn fylltist af þessum náttúrunnar almættis fyrirbrigðum og ég myndaði sem aldrei fyrr.

Eftir smá stund ákvað ég nú að hætta þessu, en fékk þá flugu í hausinn minn að aka í snarhasti út á Seltjarnarnes, þar sem hin svokallaða ljósmengun er ekki eins mikil og í bakgarði mínum, í von um að fá skarpari mynd. Það er vissulega erfitt að ná norðurljósum á mynd svo vel megi vera, en ég er að læra þetta : )

En kíkiði inn á myndasíðuna hér og sjáið afrakstur af Seltjarnarnesferð minni.

3 Comments:

Blogger Hildurina said...

Ógeðslega flottar myndir Arnar, áttu ekki góðan prentara til að prenta þær út??
knús HH

4:34 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Tja, ekki á ég nú prentara, það stendur til bóta. Þakka mikið vel kommmentið : )

4:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þér bregst ekki bogalistin nú frekar en fyrridaginn (enda eru bogamaður he, he, he...)

5:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home