Fyrir og eftir

Fyrir ykkur sem höfðu áhyggjur af sjónvarpsleysi mínu, þið getið sófið rótt, ég hefi keypt mér nýtt sjónarp!!
En að öðru.
Ég get vart komi því í orð hve líf mitt hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að ég fékk nefháraklippurnar, að Melissu gerð, í jólagjöf frá mínum eldri og reyndari bróður. Ég færði honum svona klippur að gjöf fyrir ári síðan ( líklega mun það tæki flokkast undir Harlme týpu miðað við þessa sem ég á) og var hann hinn ánægðasti með það og meir að segja kom því í orð í bloggi sínu desember 2005.
Lífið fyrir Melissu var uppfullt af óöryggi og hræðslu um að vera með lafandi svart hár út u

Í dag fer ég í sund, mæti til vinnu og á mannamót, því hárin hefi ég truimmað í burtu og ég þarf ekkert að hræðast lengur.
Þessi kona hérna á myndinni heitir Melissa og kom hún upp þegar ég sló inn "Melissa" í google, mér fannst tilvalið að láta hana fylgja með.
4 Comments:
Mig dreymir svona maskínu! Eftir því sem árin færast yfir verður sífellt erfiðara að halda við nefhárin, svo ef einhver er á leið að gefa mér gjöf, þá er þetta efst á óskalistanum. Eitt í viðbót frændi, ef Fjalar er virkur bloggari hlýt ég að vera það líka!
Gott að heyra. Maður hefur ekki alveg kunnað við að minnast á þetta við þig svo nú getur maður verið rólegri.
mér datt nú eitthvað allt annað í hug þegar ég sá myndina af tækinu....en hef ekki fleiri orð um það :) hí hí
Jæja, svo það liggur þannig í þessu!!
En tækið má misskilja (á mynd) ég tek undir það Inga : )
Skrifa ummæli
<< Home