Vaknið!!

Sökum þess hve erfitt ég á með að henda gömlum konum á dyr, fæ ég regluleg heimsókn frá tveimur broshýrum eldri borgurum. Þær minna mig reglulega á sköpunina, hina einu og réttu, með því að fletta henni upp í Vaknið tímaritinu sem þær bera í hús til mín og fleiri.
Þær komu í dag. Það versta sem ég get gert til að vera eins ókurteis við þær og ég get er að hleypa þeim EKKI inn. Svo ég stend með hálfopna hurðina og reyni að virka upptekin. Ég var sem betur fer upptekin í dag, hefði aldrei getað logið því að þeim.
Í þessari heimsókn fletti hún því upp að maðurinn væri nú alltaf að herma eftir því sem skaparinn bjó til í upphafi, samanber fuglar og svo flugvélar. Við ættum því að þakka honum bara betur fyrir sagði hún og spurði mig hvort ég vissi ekki að það væri til skapari?? Ég sagðist nú ekk

Ívar Fannar 6 ára, sem spurði mig hvaða konur þetta hefði verið, ég reyndi að segja honum hvað fyrir þeim vakti og hann var þess fullviss að hér á ferðinni hefðu verið bænakonur!! Sem er réttnefni, held ég. Og hann ætlar að spyrja, næst þegar þær koma, hver skapaði Guð??
4 Comments:
Ótrúlegt Arnar næst skaltu bara hreita í þær ónotum og sjá þér mun líða mikið betur.
Nei ég legg ekki í það, þetta er örugglega falin myndavél, svona raunveruleika sjónvarp, og sá sem heldur lengst út fær stóra vinninginn!! Svo ef ég læt verða að því eru þær örugglega með vinninginn undir höndum...já nei ég held ekki sko.
Ég á líka alltaf í töluverðum vandræðum þegar svona fólk kemur til mín. En sem betur fer hefur það ekki gerst í langan tíma.
mættu nakinn næst til dyra og jafnvel drukkinn
Skrifa ummæli
<< Home