sunnudagur, janúar 28, 2007

Blogg

Það er þannig með mig (ólíkt öðrum bloggurum sem ég þekki, nema um einhverja bloggkeppni sé að ræða) að mér finnst ég þurfa að koma með blogg a.m.k. einu sinni til tvisvar í mánuði. Bloggið þarf ekki endilega að vera innihaldsríkt, því oft les maður sér til dægrastyttingar frekar en að sækja sér einhvern fróðleikinn. Ég veit um menn sem kaupa og selja heilu íbúðurnar án þess að segja frá því hér á þessum miðli :)

T.d. einfallt blogg, þá vorum við feðgar á ferð niður í bæ á laugardaginn, á leið heim stoppuðum við á þessum leikvelli, og ég hóf að mynda stökk drengsins úr rólunni.

Ég lét myndavélina skjóta á meðan hann stökk og voru það yfirleitt 3 myndir sem ég náði í stökkinu, fallegt : )

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegt.

En afhverju er bara Ívar Fannar 3 faldur en ekki t.d. rólan sem hann stekkur úr? Fotosjopparðu saman myndirnar?

1:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rólan er reyndar þreföld líka. Hún fer bara betur með það en strákurinn.
Ansi skemmtilegt annars hjá myndasmiðnum.

2:35 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jebbss...myndin er samsett úr þremur myndum. Myndavélin er á samastað svo þær passa allar saman, og svo leggur maður þær ofan á hvora aðra og strokar út þannig að Ívar kemur alltaf í gegn, oofsalega gaman :)

2:35 f.h.  
Blogger Hildurina said...

Ótrúlega flott mynd, mögnuð græja sem þú átt Arnar minn!

2:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Varstu með þrífót?

Fs.

1:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home