Svona var það

Tók við 4 vikna innivera og rólegheit og þá er nú gott að orna sér við bloggsíðuna sína.
En tökum létta yfirferð yfir árið 2006. Daði hóf á loft bloggsíðu sína með miklum látum í mars, hún dó í lok mars einnig.

Vorið kom í mai, eins og vorin komu forðum, Robbie Fowler gekk til liðs við Liverpool árið 2006 og Traore fór.
Yfirferð yfir áhrifavalda mína í tónlist ásamt tvífarakeppni Erps fór mjög hátt á bloggsíðum frændanna og frænka.
HM í fótbolta fór fram, mikið stuð, Ítalía vann, England ölli vonbrigðum sömuleiðis Brasilía og Zidane var magnaður nema í lokaleiknum.

Frændur og frænkur, ömmur og afar skelltu sér í eftirmunanlega ferð á suðurnesin og rendu fyrir þorski ofl á Moby Dick freigátunni, gríðarlega skemmtileg ferð.

Dóri Bjösson varð 60 ára, Daði eignaðis stúlku og er fluttur tímabundið á landið okkar kalda.
Árið 2006 í hnotskurn:
Ágætis ár, dálítið mikil vinna, langt sumarfrí og meiri tónlist í mínu lífi, guðsblessun.
2 Comments:
Til hamingju með bloggafmælið.
Það er óhætt að segja að margir hafa haft skemmtun af bloggskrifum þínum.
Er það einlæg ósk mín að þú haldir þeim áfram um ókomna tíð.
Þakka mikið vel, sömuleiðis : )
Skrifa ummæli
<< Home