mánudagur, febrúar 20, 2006

Gluggaþvottamenninir


Eyþór Andri (Smutniffson) söng um frænda sinn eitthvað á þessa leið "hann er frábær frændi, hann er með penna í hendi...". Skemmtilegt textabrot sem kom daginn eftir samverustund þeirra frænda. Hér sér frændinn um gluggaþvottinn á heimilinu, þökk sé "global warming" þá var svo gott veður í gær fyrir athafnir sem þessar.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Af þarmagusti og strætóferðum


Bjarney segir frá skemmtilegri strætó ferð hér á síðu sinni. Í stað þess að kommentera á það með löngu komenti hjá henni, ákvað ég að blogga mig í gegnum þetta. Hún setti fram þá spurning, fyrir ykkur sem eruð ekki búin að lesa hennar frásögn (sem ég hvet alla til að gera) hvað hún hebbði átt að gera vegna þessa mikils, ja leyfist mér að segja, endaþarmsfnyks sem stafaði af manninum sem sat fyrir aftan hana í strætó, fyrir utan andremmuna sem frá honum kom ofan á vínlykt ofl...

Þessi litla saga sem kemur hér á eftir er sönn og gæti virkað sem gott ráð handa systur minni og fleirum ef svona atriði eins og hentu hana í strætó koma upp.

Leið 5 í kringum 1987-8 ók Kleppsveginn og Sæbrautina svo oft var mikið um fólk sem var á "Kleppi" í þessum strætó (allavegana ímyndaði ég mér það, gæti líka hafi verið að vinna í verksmiðjunni þarna rétt hjá sem var verndaður vinnustaður).

Ég notaði þessa strætóleið til heimsóknar til Aðalsteins (Alla) vinar míns sem hafði nýverið flutt úr vesturbæ Kópavogs á Kleppsveg. Einn sumardag er ég á leið heim í leið nr. 5, stekk upp í strætó og það eru ekki margir um borð en slæðingur þó. Sætin voru úr gervileðri, græn að lit, ekki svona efnis sæti eins og í dag. En miðjavegu í strætó, c.a. þremur sætröðum fyrir aftan mig, situr feitlagið par frekar en karlvinir, (nema þeir hafi verið báðir karlmenn og par, hvað veit maður???) Þybbið fólk sem leit út fyrir að ganga ekki alheilt til skógar hvað vitsmuni varðar.

Annar þeirra hefur vindleysingu úr óæðri enda, svona frekar stutt fret en með dálaglegu hljóði. Ekki var neitt um að villast þarna því ég gat heyrt vel hvað var í gangi og það tók vel undir í græna gervileðrinu. En svo vill til að félagi hans, kona eða karl segir í hvert skipti eftir að hinn rekur við "skepna!" Svona gekk þetta í 5-7 skipti, hinn prumpaði, heyrðist þá jafnharðann í hinum "skepna!" svo koma aftur prump!! "skepna!!" osfrv...

Svo það hefði verið gott fyrir þig Bjarney að snúa þér við og segja, SKEPNA!! og færa þig svo um set.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Meira um fó'bolta

Getur verið, þrátt fyrir erfiðan riðil í evrópukeppninni, að við séum að sigla inn í ansi gott tímabil með landslið okkar Íslendinga í krassbiddnu(eins og Bjaddni Fel hebbði orðað það)?

Ef við rennum yfir þá leikmenn sem munu skipa landsliðið á næstu tveimur árum sjáum við ansi marga spennandi hluti. Því þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn hafi í mörgu að snúast hlítur aðal málið vera það að leikmennirnir leiki reglulega með sínum félagsliðum og að þeir spili í sterkum deildum svo að árangur náist með landsliðið.

Undanfarin 5 ár hefur kannski verið tími sem landsliðsmenn okkar hafa ekki verið að spila reglulega með sínum félgasliðum og jú flestir hafi verið að spila í frekar lökum deildum eins og sænsku eða norsku deildinni, fyrir utan Eið Smára og Hermann. Sumir hafa verið á milli liða og verið nýliðar og verið að berjast fyrir sæti sínu í sínu félagsliði eða hreinlega ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við þjálfara landsliðsins. En ef við skoðum okkar menn núna þá sjáum við að það eru fleiri að fá að spila regluleg með sínum liðum og það eru fleiri sem eru að spila með sterkari liðum en áður.

Hermann Hreiðars er mjög traustur í annars hriplekri vörn Charlton liðsins(hljómar reyndar ekki sannfærandi) en þeir héldu hreinu á móti Liverpool, sem telst kannski ekki til afreka miðað við sóknarlínu Liverpool manna : ).

Ívar Ingimarsson er að spila alla leiki ásamt hinum rauðbirkna Brynjari Birnir með Reading sem er yfirburða lið í 1. deildinni og þeir munu spila án vafa á meðal þeirra bestu næsta haust.

Jóhannes Karl er að leika oft og vel með Leicester og lagði hann upp bæði mörk liðsins þessa helgina. Indriði spilar með Genk í Belgíu(veit reyndar lítið um hann þessa stundina, en ágætis lið), hann hefur oftar en ekki verið að leika ágætlega fyrir landsliðið. Við getum gleymt Arnari Grétarssyni og Rúnari Kristins, þeir eru á aldur við mig, það er mönnum víst ekki til framdráttar þó maður sé með yngri mönnum í mánudagsfótboltanum með frændum sínum.

Arnar Þór er farinn frá Lokeren og vonandi eflir það hann sem vinstri kantmann eða djúpan miðjumann, því honum, því miður, hefur oft verið stillt upp sem varnarmanni vinstra megin með skelfilegum afleiðingum. Þetta var oft gert þegar Atla Eðvaldsson var landssliðsþjálfari, vonandi liðin tíð.

Grétar Rafn Steinsson tel ég vera framtíðar mann, hann er gengin til liðs við Az Alkmaar sem er gott lið í Hollandi sem Luis Van Gaal stjórnar nú. Hann er hægri kantmaður. Ég kvet menn til að veita honum athygli, ég hef hrifist af honum í landsleikjunum undanfarið.

Svo höfum við Gunnar Heiðar sem er að leika vel í Svíðþjóð og Gylfa Einars sem er með Leeds, Emil Hallfreðsson sem er með Tottenham og fleiri sem leikmenn sem ég ætla ekki að fara í upptalningu á en hafa verið að leika með landsliðinu undir ágætri stjórn Ásgeirs og Loga.

Árni Gautur er ágætur markvörðu, veit ekki hvar hann er þessa stundina en treysti honum til að sjá um sig og halda sér í formi.

Heiðar Helguson mun vera einn af fyrstu 11. Hann er að gera gríðar góða hluti með Fulham liðinu, hefur skorað 7 mörk í deildinni og 9 mörk ef bikar er tekin inn í dæmið. 9 mörk í c.a. 10-12 leikjum, sterkur leikmaður á uppleið.

Eiður Smári er náttla yfirburðamaður í hvaða liði sem er í heiminum okkar svo hann styrkir landsliðið óneitanlega.

Miðað við þennan riðil sem við drógumst í eru væntingarnar ekki miklar. Það gæti samt verið spennandi að fylgjast með Íslandi í þessum riðli því landsliðið virðist mér vera betur skipað en oft áður og gæti því hæglega gert góða hluti á móti sér, á pappírum, sterkari þjóðum.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Vandræði í Liverpoolborg


Ég horfði á Liverpool tapa illa fyrir liði Charlton í gær ásamt mínum ágæta bróðir Þórhalli. Ég horfði líka á Liverpool tapa fyrir Chelsea um daginn. Ég fór í smá samanburð á þessum tveimur liðum(liverpool chelsea) og þá er ekkert um að villast að það hallar á mitt lið, Liverpool.

Reina er góður markvörður og Dudek líka, en Pétur Cech er betri.

Í Chelsea liðinu er vart veikan blett að finna. Í Liverpool liðinu eru þeir nokkrir. Vinstri bakvarðarstaðan hjá L'pool er illa mönnuð, Warnock, Traore eða Riise. Veit ekki alveg með Riise, hann er hvorki varnarmaður né kantmaður, hann kann að sparka fast en er ekkert rosalega góður í fótbolta. Restin af vörninni er ágæt, Hyypia ansi seinn í förum þrátt fyrir tvö y-bbsilan, Carragher góður, Finnan góður. Daði fullyrðir að Daniel Agger sé góður svo bið bíðum og sjáum. En vörnin hefur haldið sínu svo við gagnrýnum hana ekki nema þessa vinstri bakvarðarstöðu.

Miðja: Steven og Alonso góðir, Sissoko baráttuglaður en á ákafleg erfitt með að taka við bolta og senda hann frá sér svo vel megi vera en ég hef trú á því að það eigi eftir að lagast því hann er bara 22 ára og getur æft sig með því að fara í "viðstó" við Cisse eða einhvern. Hamann traustur.

Hægri kanturinn er ekki vel mannaður, Garcia er ágætur þar en enginn er til skiptana. Vinstri vængurinn er líka ágætur Kewell að koma til og Zenden góður en meiddur. Þarna stöndum við jafnfætis Chelsea nema hvað vængstöðurnar varðar, þeir eru með Robben, Duff, Joe Cole, Phillips. Ég verð alveg að viðurkenna að þeir mættu taka Zenden og Kewell ef við mættum fá Cole og Robben.

Sókn: Gaman að fá Fowler aftur, Crouch ágætur, Morientes ágætur, Cisse hafur lítið sannað fyrir mér um að hann eigi heima í liði Evrópumeistarana, svo þar þarf menn sem geta skorað mörk og náttúrulega vængmenn sem geta tekið menn á og sent fyrir svo sóknarmenn hafi úr einhverju að moða. Svo ég myndi vilja fá Eið í staðinn fyrir Morientes og Drogba fyrir Cisse.

En við sáum það í gær á móti Charlton að án Gerrards vantar drifkraft og knattspyrnulega getu í liðið. Liverpool er ekki með menn eins og Duff, Robben, Ronaldo (Man. Utd) eða Henry, eða Ronaldiniho(sem er náttúruleg ekki á hverju strái) eða gamla góða Barnes. Menn sem geta sólað einn til tvo, sprengt upp varnir andstæðingsins og skapað pláss fyrir aðra menn i kringum sig. Ég vona að Benitez sé meðvitaður um þetta og sé að vinna í málinu : )

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Dimmalætting


Vantaði fyrirsögn svo ég sótti mér Færeyskt dagblað sem heitir þessu ágæta nafni Dimmalætting.

En málið snýst ekki um það hér. Ég fór, ásamt mínum kærasta vini BNAK áðan í hádegismat. Sem oft áður brunum við niður á Mekong. Nú þegar ég ætla að aka inn götuna sem liggur frá Nóatúni og inn að Mekong (man ekki hvað ands...gatan heitir) en þá er bílaröð frá gatnamótunum og hún liggur framhjá veitingastaðnum og fer í hlikk á bakvið hann. Ekki var það maturinn á Mekong sem dró menn í kippum þarna niðureftir heldur bílaþvottastöð ein sem er þarna fyrir aftan veitingastaðinn. Þetta var kl. 12.30 í dag, þarna hafa verið um 30-40 bílar í biðröð!!

Ég hef oft komið þarna í eftirmiðdaginn og þá hef ég verið að fara með soninn í fimleika í Ármannsheimilinu. Þá skíst ég úr vinnunni, sæki hann rétt fyrir kl. 16 fer með hann niðureftir og dríf hann í fötinn og inn, og þá er oft röð þarna sem telur kannski 20-30 bíla. Ég fyllist öfund og lotningu yfir þessu fólki sem hefur ekkert við tíma sinn að gera annað en að hanga í biðröð eftir því að bíllinn þeirra verði þrifinn. Allt þetta aðgerðarleysi sem mig dreymir um er þarna fyrir framan mig á meðan ég ek um á skítugum bílnum og fer 1 sinni til tvisvar á ári og þvæ hann sjálfur upp á gamlamóðinn með svamp, tjörueyði á brúsa og vatnsslöngu.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ritstífla

Ég hefi verið önnum kafinn við að haltra um Óperuhús okkar Íslendinga síðastliðnar tvær vikur. Þar hef ég verið að leggja lokahönd á Öskubuskuna sem hún Bjarney skrifar líka svona grimlandi vel um ásamt flestum öðrum skríbentum þessa lands.

Ég er haldinn ritstíflu svo ég byrja bara á því að auglýsa Öskubusku hér. Inni á óperuvefnum
segir að 50% afsláttur sé fyrir fólk 25 ára og yngri og sérstök barnasýning verði einhvern laugardaginn kl. 15. (man ekki hvaða mánaðardag) Einungis 10 sýningar verða sýndar.

Af mér er að frétta að ég stefni á endurkomu í boltann eftir 2 vikur (Bnak til mikils ama)!! Ef Þórhallur mætti ráða þá færi ég í bolta á morgun en ég verð að komast aðeins hraðar en á gönguhraða, svo það er stefnt á smá undirbúningstímabil áður en ég mæti, hjól og sundferðir framundan. Er hættur að haltra en get ekki hlaupið.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Tíska

Ég hef átt við vægt fuglaflensutilfelli að etja og því fellur tískuþátturinn niður þessa vikuna.