laugardagur, febrúar 11, 2006

Meira um fó'bolta

Getur verið, þrátt fyrir erfiðan riðil í evrópukeppninni, að við séum að sigla inn í ansi gott tímabil með landslið okkar Íslendinga í krassbiddnu(eins og Bjaddni Fel hebbði orðað það)?

Ef við rennum yfir þá leikmenn sem munu skipa landsliðið á næstu tveimur árum sjáum við ansi marga spennandi hluti. Því þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn hafi í mörgu að snúast hlítur aðal málið vera það að leikmennirnir leiki reglulega með sínum félagsliðum og að þeir spili í sterkum deildum svo að árangur náist með landsliðið.

Undanfarin 5 ár hefur kannski verið tími sem landsliðsmenn okkar hafa ekki verið að spila reglulega með sínum félgasliðum og jú flestir hafi verið að spila í frekar lökum deildum eins og sænsku eða norsku deildinni, fyrir utan Eið Smára og Hermann. Sumir hafa verið á milli liða og verið nýliðar og verið að berjast fyrir sæti sínu í sínu félagsliði eða hreinlega ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við þjálfara landsliðsins. En ef við skoðum okkar menn núna þá sjáum við að það eru fleiri að fá að spila regluleg með sínum liðum og það eru fleiri sem eru að spila með sterkari liðum en áður.

Hermann Hreiðars er mjög traustur í annars hriplekri vörn Charlton liðsins(hljómar reyndar ekki sannfærandi) en þeir héldu hreinu á móti Liverpool, sem telst kannski ekki til afreka miðað við sóknarlínu Liverpool manna : ).

Ívar Ingimarsson er að spila alla leiki ásamt hinum rauðbirkna Brynjari Birnir með Reading sem er yfirburða lið í 1. deildinni og þeir munu spila án vafa á meðal þeirra bestu næsta haust.

Jóhannes Karl er að leika oft og vel með Leicester og lagði hann upp bæði mörk liðsins þessa helgina. Indriði spilar með Genk í Belgíu(veit reyndar lítið um hann þessa stundina, en ágætis lið), hann hefur oftar en ekki verið að leika ágætlega fyrir landsliðið. Við getum gleymt Arnari Grétarssyni og Rúnari Kristins, þeir eru á aldur við mig, það er mönnum víst ekki til framdráttar þó maður sé með yngri mönnum í mánudagsfótboltanum með frændum sínum.

Arnar Þór er farinn frá Lokeren og vonandi eflir það hann sem vinstri kantmann eða djúpan miðjumann, því honum, því miður, hefur oft verið stillt upp sem varnarmanni vinstra megin með skelfilegum afleiðingum. Þetta var oft gert þegar Atla Eðvaldsson var landssliðsþjálfari, vonandi liðin tíð.

Grétar Rafn Steinsson tel ég vera framtíðar mann, hann er gengin til liðs við Az Alkmaar sem er gott lið í Hollandi sem Luis Van Gaal stjórnar nú. Hann er hægri kantmaður. Ég kvet menn til að veita honum athygli, ég hef hrifist af honum í landsleikjunum undanfarið.

Svo höfum við Gunnar Heiðar sem er að leika vel í Svíðþjóð og Gylfa Einars sem er með Leeds, Emil Hallfreðsson sem er með Tottenham og fleiri sem leikmenn sem ég ætla ekki að fara í upptalningu á en hafa verið að leika með landsliðinu undir ágætri stjórn Ásgeirs og Loga.

Árni Gautur er ágætur markvörðu, veit ekki hvar hann er þessa stundina en treysti honum til að sjá um sig og halda sér í formi.

Heiðar Helguson mun vera einn af fyrstu 11. Hann er að gera gríðar góða hluti með Fulham liðinu, hefur skorað 7 mörk í deildinni og 9 mörk ef bikar er tekin inn í dæmið. 9 mörk í c.a. 10-12 leikjum, sterkur leikmaður á uppleið.

Eiður Smári er náttla yfirburðamaður í hvaða liði sem er í heiminum okkar svo hann styrkir landsliðið óneitanlega.

Miðað við þennan riðil sem við drógumst í eru væntingarnar ekki miklar. Það gæti samt verið spennandi að fylgjast með Íslandi í þessum riðli því landsliðið virðist mér vera betur skipað en oft áður og gæti því hæglega gert góða hluti á móti sér, á pappírum, sterkari þjóðum.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekki má heldur gleyma því að Papa Bouba Prothallus hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið og hlýtur að vera farinn að banka hressilega á dyrnar.

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það sem ég er að vona varðandi landsliðið er að traktorinn að norðan sé maður árangurs og vinnu, en ekki sýndarmennsku og tilgerðar. Atli, Ásgeir og Logi voru allir einhvern veginn í fallegum orðum og fögrum hugsunum en ég er sannfærður um að JOlli sé árangursmiðaður maður sem fellur ekki í þá gryfju að vera að smjaðra fyrir einhverjum eða hugsa eitthvað um áferðina. Landslið snýst ekki um áferð heldur árangur. Svo held ég að það sé rét hjá Arnies að hópurinn sé einmitt að verða betri með næstu kynslóð. Það kom eitthvert millibil þar sem íslenskir knattspyrnumenn voru í endalausum og vonlausum Noregsferðum en maður vonar að það sé að fara að leysast.

8:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ofangreindur er sem sagt FS

8:17 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já ég vona að Jolli nái að byggja ofan á það sem Ásgeir og Logi voru eiginlega að byrja með undir lok þeirra samnings, það var aðeins skemmtilegar að horfa á leik landsliðsins en það vantaði smá upp á árangurinn og það lá kannski aðalega í vörninni. En þar gæti Prothallus náttúrulega stoppað í göt...

5:56 f.h.  
Blogger Pooran said...

Þið bræður eruð orðnir frekar latir við bloggið... hvað er í gangi? Náði álfkonan loksins í þig?

12:50 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já mér varð á að ljúka við morgunmatinn minn í morgun og Álfkonan kom...

3:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér þýkir skemmtilegt þegar þú bloggar og pínu sorglegt þegar ég kem inn fullur vonar um að fyrir liggi heill heimur hugrenninga drengs hvurs eitt líffæri er fátækari af húðsepum en margra annarra en mæti tóminu einu. Þetta var lengri setning en margar. ifil bbúlgroz!

2:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En ég hlýt að vona að klukkan sé alls ekki 2:04.

2:03 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Haðfðu þökk, minn kæri herra Bæng, ég mun reyna að bæta fyrir þetta. En húðsepamissin bæti ég ekki fyrir: )

8:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home