miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Dimmalætting


Vantaði fyrirsögn svo ég sótti mér Færeyskt dagblað sem heitir þessu ágæta nafni Dimmalætting.

En málið snýst ekki um það hér. Ég fór, ásamt mínum kærasta vini BNAK áðan í hádegismat. Sem oft áður brunum við niður á Mekong. Nú þegar ég ætla að aka inn götuna sem liggur frá Nóatúni og inn að Mekong (man ekki hvað ands...gatan heitir) en þá er bílaröð frá gatnamótunum og hún liggur framhjá veitingastaðnum og fer í hlikk á bakvið hann. Ekki var það maturinn á Mekong sem dró menn í kippum þarna niðureftir heldur bílaþvottastöð ein sem er þarna fyrir aftan veitingastaðinn. Þetta var kl. 12.30 í dag, þarna hafa verið um 30-40 bílar í biðröð!!

Ég hef oft komið þarna í eftirmiðdaginn og þá hef ég verið að fara með soninn í fimleika í Ármannsheimilinu. Þá skíst ég úr vinnunni, sæki hann rétt fyrir kl. 16 fer með hann niðureftir og dríf hann í fötinn og inn, og þá er oft röð þarna sem telur kannski 20-30 bíla. Ég fyllist öfund og lotningu yfir þessu fólki sem hefur ekkert við tíma sinn að gera annað en að hanga í biðröð eftir því að bíllinn þeirra verði þrifinn. Allt þetta aðgerðarleysi sem mig dreymir um er þarna fyrir framan mig á meðan ég ek um á skítugum bílnum og fer 1 sinni til tvisvar á ári og þvæ hann sjálfur upp á gamlamóðinn með svamp, tjörueyði á brúsa og vatnsslöngu.

2 Comments:

Blogger Pooran said...

Trabant og Wartburg ekki satt. Glory days.

10:59 f.h.  
Blogger ingamaja said...

Alveg ótrúlegt, hef séð þetta fyrirbæri með eigin augum þar sem Sigurbjörg mín var í Ármanni tvær annir eða svo. Sóltún heitir víst gatan.

3:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home