fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Vandræði í Liverpoolborg


Ég horfði á Liverpool tapa illa fyrir liði Charlton í gær ásamt mínum ágæta bróðir Þórhalli. Ég horfði líka á Liverpool tapa fyrir Chelsea um daginn. Ég fór í smá samanburð á þessum tveimur liðum(liverpool chelsea) og þá er ekkert um að villast að það hallar á mitt lið, Liverpool.

Reina er góður markvörður og Dudek líka, en Pétur Cech er betri.

Í Chelsea liðinu er vart veikan blett að finna. Í Liverpool liðinu eru þeir nokkrir. Vinstri bakvarðarstaðan hjá L'pool er illa mönnuð, Warnock, Traore eða Riise. Veit ekki alveg með Riise, hann er hvorki varnarmaður né kantmaður, hann kann að sparka fast en er ekkert rosalega góður í fótbolta. Restin af vörninni er ágæt, Hyypia ansi seinn í förum þrátt fyrir tvö y-bbsilan, Carragher góður, Finnan góður. Daði fullyrðir að Daniel Agger sé góður svo bið bíðum og sjáum. En vörnin hefur haldið sínu svo við gagnrýnum hana ekki nema þessa vinstri bakvarðarstöðu.

Miðja: Steven og Alonso góðir, Sissoko baráttuglaður en á ákafleg erfitt með að taka við bolta og senda hann frá sér svo vel megi vera en ég hef trú á því að það eigi eftir að lagast því hann er bara 22 ára og getur æft sig með því að fara í "viðstó" við Cisse eða einhvern. Hamann traustur.

Hægri kanturinn er ekki vel mannaður, Garcia er ágætur þar en enginn er til skiptana. Vinstri vængurinn er líka ágætur Kewell að koma til og Zenden góður en meiddur. Þarna stöndum við jafnfætis Chelsea nema hvað vængstöðurnar varðar, þeir eru með Robben, Duff, Joe Cole, Phillips. Ég verð alveg að viðurkenna að þeir mættu taka Zenden og Kewell ef við mættum fá Cole og Robben.

Sókn: Gaman að fá Fowler aftur, Crouch ágætur, Morientes ágætur, Cisse hafur lítið sannað fyrir mér um að hann eigi heima í liði Evrópumeistarana, svo þar þarf menn sem geta skorað mörk og náttúrulega vængmenn sem geta tekið menn á og sent fyrir svo sóknarmenn hafi úr einhverju að moða. Svo ég myndi vilja fá Eið í staðinn fyrir Morientes og Drogba fyrir Cisse.

En við sáum það í gær á móti Charlton að án Gerrards vantar drifkraft og knattspyrnulega getu í liðið. Liverpool er ekki með menn eins og Duff, Robben, Ronaldo (Man. Utd) eða Henry, eða Ronaldiniho(sem er náttúruleg ekki á hverju strái) eða gamla góða Barnes. Menn sem geta sólað einn til tvo, sprengt upp varnir andstæðingsins og skapað pláss fyrir aðra menn i kringum sig. Ég vona að Benitez sé meðvitaður um þetta og sé að vinna í málinu : )

8 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Húff heilinn hætti að starfa eftir fyrstu tvær setningarnar, en gaman að sjá að þú hefur enn hæfileikann til að sktifa og skrifa og skrfia. :) (er ekki búin að finna út hvernig á að setja broskalla hér inn)

5:48 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Ekki þörf fyrir broskalla hér.

6:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sendu benitez þetta bréf netfangið er rafarafa@liverpool.com

10:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko..
Þrátt fyrir vankanta á vörn þar sem hyypia er sem veghefill í hraða o.fl. þá hefur liðið fengið á sig næstfæst mörk í þussari deild. Varnarlið má kalla þuttað, sem ber okkur að rótum vandans. Það er enginn þarna Fótboltamaður nema ef vera skuldi GeRraRd. Spilerí af fallegri gerð er þussu liði Ómögulegt með öllu. Fjöldi leikmanna sem gátu e-ð áður en komu til liðsins hafa Ekkert getað. Kewell sem dæmi. Svo Cisse og Morientes sem eru sem uglur um hábjartan dag, kannski afþví ekkert er spileríið fína, veit það ekki. Crouch er fantagóður með gott "tötts" og kann aukinheldur að setja höfuð í knött.
Bottomline. Liðið er Hrak. Mætti sýna leikmönnum slide negatívur af mönnum eins og Jóni Barnes og hinum þéttriðna Mölby leika knetti.

11:07 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Getur verið að Aggi nokkur Már kalli sig Bæng hér inn á síðunni, gaman ef satt er!!: )

1:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ljós punktur í þessu þó. Það fyndnasta sem ég heyrði í vikunni var þegar Benites reyndi að bera fram orðið "manager" á ensku. Vildi svo til að ég tók þetta upp á vídeó og ég er búin að spila gat á bandið meðan ég hef bókstaflega misst hringvöðvastjórn af hlátri. Skora á ykkur að prófa þetta.

4:21 e.h.  
Blogger Pooran said...

Ekki gleyma því hvað Benitez er að gera bakvið tjöldin...

The £2million capture of Argentinian youngster Gabriel Paletta brings into sharp focus the astonishing pace of Liverpool boss Rafael Benitez's youthful restructuring of Anfield.

Not only has he spent over £50million replenishing the senior squad since he arrived at the club in June 2004, but a whole new generation of younger talent - drawn from across the globe - has also arrived at the club.

The battle between Europe's top clubs for the best young talent has never been more fierce; with the likes of John Obi Mikel and Freddy Adu being chased relentlessly by top clubs.

Arsenal bagged 16-year-old Theo Walcott from Southampton in a deal which could eventually worth £12million from under the noses of Liverpool and Chelsea.

But Benitez has not been slow in this market. The arrival of Paletta - he flew into Liverpool on Monday for a medical and is expected to attend tonight's home game with Arsenal - is one of more than a dozen under-21 players that Benitez has signed since last summer.

In the past eight months alone, Liverpool have signed youngsters from Denmark, Austria, France, Spain, Ghana, Wales and now Argentina.

And when winger Mark Gonzalez finally arrives in the summer when he qualifies for a Spanish passport - he is currently on loan at Real Sociedad because of work permit problems - Liverpool will have their first Chilean on the books.

However, before the uproar begins about overlooking English talent, Benitez has also signed three talented homegrown youngsters in David Martin, the England under-20 goalkeeper, 17-year-old winger Paul Anderson from Hull and former Lincoln defender Jack Hobbs as well as England Under-21 stopper Scott Carson.

Wales Under-21 striker Ramon Calliste, rejected by Manchester United, signed last summer.

Two other 21-year-old recent signings, Daniel Agger and Mohamed Sissoko, have gone straight into the first-team squad and cost Benitez over £11million. They both fit into the category that Benitez wants of young talent who will become Liverpool's next generation of stars.

There has been a determined policy at Anfield to acquire such players, and quickly, despite fierce competition from richer clubs.

They form an elite squad of youngsters who train with the seniors at Melwood away from the academy in Kirkby.

Benitez targeted an obvious lack of talent coming through from the youth ranks when he took over the club, and has been determined ever since to solve the problem.

Spanish defender Antonio Barragan signed from Seville, another defender in 17-year-old Miki Roque came from Spanish second division side Lleida and was quickly followed by Godwin Antwi, a defender from Real Zaragoza who was born in Ghana. Midfielder Besian Idrizaj joined the club from Linzer ASK.

Paletta will be one of the most high-profile signings of this Anfield revolution having starred in the Argentina team that won the World Under-20 Championship, but he is unlikely to be the last.

2:52 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Vá þetta var lengsta koment sem ég hefi séð um dagana, Fjalar á þau nú löng en þetta toppar allt...efni í blogg sýnist mér nú...takk fyrir það Pooran

1:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home