þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ritstífla

Ég hefi verið önnum kafinn við að haltra um Óperuhús okkar Íslendinga síðastliðnar tvær vikur. Þar hef ég verið að leggja lokahönd á Öskubuskuna sem hún Bjarney skrifar líka svona grimlandi vel um ásamt flestum öðrum skríbentum þessa lands.

Ég er haldinn ritstíflu svo ég byrja bara á því að auglýsa Öskubusku hér. Inni á óperuvefnum
segir að 50% afsláttur sé fyrir fólk 25 ára og yngri og sérstök barnasýning verði einhvern laugardaginn kl. 15. (man ekki hvaða mánaðardag) Einungis 10 sýningar verða sýndar.

Af mér er að frétta að ég stefni á endurkomu í boltann eftir 2 vikur (Bnak til mikils ama)!! Ef Þórhallur mætti ráða þá færi ég í bolta á morgun en ég verð að komast aðeins hraðar en á gönguhraða, svo það er stefnt á smá undirbúningstímabil áður en ég mæti, hjól og sundferðir framundan. Er hættur að haltra en get ekki hlaupið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvusslagsss! Bið strákana um að sparka þig strax niður aftur. Fyrst maður kemst ekki sjálfur í bolta vil ég frekar að þú haldir þig bara við bloggið.

3:37 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Velkominn aftur kæri bróðir. Ég er aðeins að hugsa um þína velferð. Því fyrr sem þú setsst í söðulinn þeim mun betra.

4:23 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já ég er í stífri endurhæfingu, ætla mér í sund til að hreifa blöðkuna(ristina) aðeins og prófa svo að skokka áður en ég fer að mæta í hasarinn þarna hjá ykkur. Ég er fyrst í dag að geta labbað eðlilega svo kemur skokkið, maður verður að vera þolinmóður. Ég get einungis hreift ristina 30% miðað við það sem eðlilegt getur talist svo ég tel það vera afar bjartsýnt að ég komist næst.

6:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home