Til hamingju Ísland
Í bloggfærslu minni hér á undan bendi ég á þýska bloggsíðu hjá Frau Pia og segi að hún sé frá Köln. Þess ber að geta að ég fór á Google og bað um þýska bloggsíðu og valdi þessa hjá Frau Pia, ég var nú í vinnunni þegar ég gerði þetta og gat því ekki eitt miklum tíma í málið og valdi bara fyrstu síðuna sem ég fann. Veit ekkert um það hvort hún sé frá Köln eða Freiburg.
En þegar heim var komið ákvað ég að athuga hvort linkurinn virkaði ekki hjá mér og þá sá ég ef maður kíkir á "letzte kommantare" hægramegin á síðunni hjá henni Piu okkar og smellir þar á Joachim neðarlega þá er hann eða einhver annar að tala um ísland og Júróvision lagið okkar, Til hamingju Ísland. Ef að menntaskólaþýskan svíkur mig ekki þá er hann eitthvað að reyna að rýna í innihald textans.
Skemmtileg tilviljun :)
Ég hefi ákveðið að kíkja inn á síðuna hjá Frau Pia aus Köln hvern dag hér eftir enda virðist þetta vera hin geðugasta stúlka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home