miðvikudagur, mars 01, 2006

Öskudagur

Frá því á jóladag hefur Ívar Fannar beðið eftir öskudeginum. Ég hef þurft að fara í gegnum það nokkrum sinnum síðan þá að öskudagurinn sé í mars en ekki á morgun heldur hinn, eins og hann vændi mig um að hafa sagt á 2. dag jóla. Loksins rann dagurinn upp, og óskin um að fá að vera vampíra varð að veruleika. Hér stillir hann sér upp fyrir myndatökumanni í morgun. Gleðilega hátíð!!

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Flottur.

1:48 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Hann er svakalegur!

En nú þegar öskudagurinn er liðinn tekur þá ekki biðin eftir páskunum við?

1:29 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nei það er svo skrítið að hvorki súkkulaði eða jólagjafir koma í staðinn fyrir öskudaginn, hann spurði einmitt í gærkvöldi, "hvenær kemur öskudagur??" líklega var nú um grín að ræða hjá honum : )

1:47 f.h.  
Blogger Smútn said...

Af hverju er ekki mynd af þér í þínum búningi Arnar?

6:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home