Bæ Pia...

Jæja þá kveðjum við Piu ævintýrið mikla og höldum á önnur mið, mið knattspyrnunnar. Ég er, í geðveiki minni, að semja greinargerð um þá leikmenn sem eru í mánudagsboltanum. Ég mun varpa þessu fram í næstu færslu hjá mér. Þetta mun ég gera í von um að menn muni horfa í gaupnir sér og skoði hvað megi betur fara í leik þeirra.
Ef einhver þarna úti er of viðkæmur fyrir svona yfirhalningu er hann vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram því hér verður engum hlíft!! : )
6 Comments:
Þrátt fyrir að taka ekki þátt í mánudagsboltanum, má ég vera með í þessari greinagerð? Kannski dæmdur fyrir spörk mín á túninu fyrir framan barna- og unglingadeildina á Kópavogsbrautinni...
Ekki laust við að ég beri kvíðboga fyrir þessari úttekt en gaman verður að fara yfir umsögn þína um þessi hálfmenni sem við leikum með.
Þetta hlakka ég mikið til að sjá, komið nóg af Piu (í bili)
Spennandi.
Flýt ég með þó ég hafi ekki snert tuðru í bráðum 2 mánuði? Næ sennilega aldrei fyrri styrk aftur kominn á þennan aldur.
Við ungumennirnir munum veita þér allt það aðhald sem þú þarft.
Já þið verðið allir dæmdir af verkum ykkar, allt frá Nella priks til hs : )
Skrifa ummæli
<< Home