Að horfa á fótbolta er góð skemmtun, líka að spila hann. Þetta hefi ég gert frá unga aldri og hef í seinni tíð farið að pæla meira í því hvernig sé best að spila fótbolta. Það á sér kannski skýringar því máski á efri árum íþróttamanna hætta menn að geta hlaupið endalaust og fara að pæla í því hvenær sé best að hreyfa sig og hvenær ekki. Nú ætla ég að hefja þessa yfirferð á þeim fótboltamönnum sem ég spila hvað mest með nú síðastliðin 1-2 ár og einnig geri ég eina undantekningu og tek Erp inn í dæmið(að ósk hans) , en hann hef ég ekki séð spila fótbolta síðan hann lék frami með HK-ingnum núverandi Jóni Þorgrími (lék með ÍK upp yngriflokkana ásamt U.B.K. og síðustu árin hefur hann verið einn af lykilmönnum FH liðsins og ef ég man rétt er hann kominn til baka í Kópavoginn í HK). Erpur kom að vísu og spilaði með okkur utanhús í sumar og þar var hann ekki sá leikmaður sem ég man eftir.
En byrjum þetta á
Erpi: Grannholda maður sem mér fannst alltaf líkjast Pétri Péturssyni á velli, ekki leiðum að líkjast þar. Erpur var meðalmaður á hæð á ÍK árum sínum, en hann var góður skallamaður, snöggur og gat spyrnt með hægri og vinnstri. Í dag, hefði hann haldið áfram að spila, (þar sem að hann hefur náð 195 cm í líkamsvexti upp á við) væri enginn að tala um Peter Crouch heldur Erp Sigurðar(samt á mun jákvæðari hátt en sá fyrrnefndi).
Benni Ketils: Strákur sem var stór eftir aldri (hvort sem þið trúið því eða ekki) . Hann lék sem fyrirliði UBK upp yngriflokkana sem sweeper, og komst í úrtöku fyrir landsliðið en náði aldri allaleið þar vegna landadrykkju. Í 3. flokki lék hann líka í 2. flokki UBK og þar voru stórmenni á borð við Arnar Grétarsson, Agnar Már Heiðarsson ofl...árgangurinn minn (1973-1972) sem varð svo Íslandsmeistari í 2.flokki 1988-1990 c.a.
Í dag er Benni talinn til lágvaxnari leikmanna á vellinum en hann hefur orku og skap sem fleitir honum áfram og gamlir fyrirliðataktar taka sig upp við og við. Benni átti nokkur mögur ár í boltanum og var oft ekki með sjálfstraust né líkamlega getu til að vera nægjanlega góður, m.ö.o. oft aðeins of þungur. Hann hefur lítinn hraða og lítinn skotkraft og má því lítið við aukakílóum. Hausinn á honum er hans sterkasta vopn og á stundum getur hann unnið leiki fyrir lið sitt með klókindum og oft ágætri útsjónarsemi. Letin getur herjað á hann, sérstaklega í varna

rleiknum, hver kannast ekki við að hafa heyrt hann segja í vörninni "ég er með hann..." (sagt frekar kæruleysislega) og þá veit maður að ekki er allt með felldu hvað dekningu varðar hjá honum. Mér persónulega er lítið gefið fyrir hann sem varnarmann í innanhúsbolta, finnst hann spila vörnina oft vitlaust ef hann er hægra eða vinstramegin í vörninni (opnar of mikið fyrir skot) og því fara oft mörg skot í gegn þar sem hann er staðsettur, en það getur verið erfitt að eiga við hann í nágvígum.
Þrátt fyrir lítinn skotkraft hittir hann oft markið úr löngum færum og á oft ágætar sendingar fyrir á samherja sem gefa mark(margrómuð samvinna hans og Þórhalls), heppnin er líka æði oft með honum (ef eitthvað slíkt er til) . Hefur gott auga fyrir samleik.
Læt þetta nægja í bili, meira á morgun.