laugardagur, júní 30, 2007
Lagnafréttir

Sinn er nú siðurinn í hverju landi, og þegar kemur að salernisferðum er engin undantekning þar á.
Ég hef t.d. þurft að hafa blómlegar hægðir í Frakklandi í salerni sem nam við gólf eða á meðal flugna í kamar úti á landi, og einhvernvegin, á yngri árum, rámar mig í notalega stund í þessa, sem betur fer hjá flestum, sjálfsögðu aðgerð út í guðsgrænni náttúrunni.
En í landi Tyrkjans setja þeir sinn úrgang, í flestum tilfellum, í salerni, eins og við höfum hér nirðra. Nema hvað að á öllum salernum þeirra er vatnsstútur (sem ég hælæta á myndinni hér að ofan) sem maður skrúfa frá (með þartilgerðum krana, hægramegin við kósettið, mynd að neðan) að loknum hægðum og skolar sig að aftan og "dúmpar" svo lé

Pappírinn fer svo aldrei í klósettið heldur í ruslafötuna til hliðar við þau(vegna ónógrar breiddar á frárennslislögnum).
Þetta er eitthvað sem mætti taka til fyrirmyndir því óneitanlega er þetta (af reynslu minni) til sparnaðar á pappír og því væntanlega á skógum heimsins í allri kolefnisjöfnunarumræðunni.
Tyrkland
Hitabylgja gekk yfir Marmaris og svæðin þar nærri þremur dögum eftir að við lentum í Tyrklandi. Hitinn var 40-48 gráður, sem fyrir mitt leiti var bar-a notalegt, aldrei kalt. Í stað þess að það væsti um mann var sá möguleiki fyrir hendi að kæla sig í sundlauginni ef hitinn fór eitthvað í menn og við hin gátum bakað okkur í sólinni og notið hitans. Sérstaklega þótti mér notalegt um borð í þessum báti (sem myndin af okkur feðgum er tekin) þar sem ég keypti mér nudd á efra þilfari bátsins. Sælan var mikil er líkamar okkar nuddarans mættust og báturinn ruggaði mér nánast til hinstu hvílu. Óneitanlega hljómuðu fyrir eyrum mér sjómansslagarar Grettis Björnssonar og félaga sem fjalla um yndisleik þess að vera til sjós, við ruggið og nuddið : )
Svo ég haldi áfram að mæra hitann þá hefur hann þau áhrif á fólk að ekkert verðu úr verlsunarferðum og óþarfa göngutúrum, svo notalega stemning skapast á sólbekkjum í kringum sundlaugina : )
miðvikudagur, júní 13, 2007
Veðrið um víðan heim.
Hér er linkur inn veðrið á Marmaris í Tyrklandi, þar sem ég verð í sumarfríi næstu tvær vikurnar
http://www.bbc.co.uk/weather/5day.shtml?world=0155
Svo hef ég einmitt komið þessum link fyrir hérna efst á síðunni hjá mér, ófeimin að fara þarna inn og kanna veðrið hm... : )
http://www.bbc.co.uk/weather/5day.shtml?world=0155
Svo hef ég einmitt komið þessum link fyrir hérna efst á síðunni hjá mér, ófeimin að fara þarna inn og kanna veðrið hm... : )
þriðjudagur, júní 05, 2007
Uppfærsla
Einhvernvegin (hey og þið sem segið alltaf einhverMegin lesiði aftur yfir hvernig "einhvernvegin" er skrifað og sleppið nú Emm-inu sem þið virðist segja í stað vafff!!!, segir stafsetningarhálfvitinn : ) finnst mér eins og þessi mynd (hér til vinstri) hafi verið
En að fyrirsögninni.
Sumir nota bloggið sitt fína sem einskonar dagbók fyrir fjarstadda eða fjarskylda, einnig á maður vini sem maður hefur ekki heyrt í lengi en slæðast hér inn annað veifið. Nú ætla ég að uppfæra þá sem ég hefi ekki hitt lengi um hagi mína.

Ég hef staðið upp úr sæti mínu í Óperunni, sagt upp þar störfum. Tók á það ráð að láta gamlan draum rætast, og fékk vinnu á auglýsingastofunni Hér og nú, sem hefur fengið nafnið H:N markaðssamskipti(eftir að ég byrjaði þar : ) Þar vinn ég við grafíska hönnun.
Hún á að eiga 17. okt. s.m.k.v. sónarmyndum, við fengum að vita hvortkyni það yrði, getiði nú, verður það kk eða kvk??
En Daði minn og fjölsk. hafa dvalið hér á landinu síðan fyrir áramót, nú fara þau að kveðja okkur að sinni, hér eru tvær myndir af misjöfnum áhugamálum þeirra : )