Tyrkland
Hitabylgja gekk yfir Marmaris og svæðin þar nærri þremur dögum eftir að við lentum í Tyrklandi. Hitinn var 40-48 gráður, sem fyrir mitt leiti var bar-a notalegt, aldrei kalt. Í stað þess að það væsti um mann var sá möguleiki fyrir hendi að kæla sig í sundlauginni ef hitinn fór eitthvað í menn og við hin gátum bakað okkur í sólinni og notið hitans. Sérstaklega þótti mér notalegt um borð í þessum báti (sem myndin af okkur feðgum er tekin) þar sem ég keypti mér nudd á efra þilfari bátsins. Sælan var mikil er líkamar okkar nuddarans mættust og báturinn ruggaði mér nánast til hinstu hvílu. Óneitanlega hljómuðu fyrir eyrum mér sjómansslagarar Grettis Björnssonar og félaga sem fjalla um yndisleik þess að vera til sjós, við ruggið og nuddið : )
Svo ég haldi áfram að mæra hitann þá hefur hann þau áhrif á fólk að ekkert verðu úr verlsunarferðum og óþarfa göngutúrum, svo notalega stemning skapast á sólbekkjum í kringum sundlaugina : )
2 Comments:
Mikið eruð þið sætir feðgarnir. Er hægt að nálgast fleiri myndir á myndasíðunni þinni?
Góð hugmynd!! Ég gæti nú reddað því...verður komið í kvöld : )
Skrifa ummæli
<< Home