Lagnafréttir

Sinn er nú siðurinn í hverju landi, og þegar kemur að salernisferðum er engin undantekning þar á.
Ég hef t.d. þurft að hafa blómlegar hægðir í Frakklandi í salerni sem nam við gólf eða á meðal flugna í kamar úti á landi, og einhvernvegin, á yngri árum, rámar mig í notalega stund í þessa, sem betur fer hjá flestum, sjálfsögðu aðgerð út í guðsgrænni náttúrunni.
En í landi Tyrkjans setja þeir sinn úrgang, í flestum tilfellum, í salerni, eins og við höfum hér nirðra. Nema hvað að á öllum salernum þeirra er vatnsstútur (sem ég hælæta á myndinni hér að ofan) sem maður skrúfa frá (með þartilgerðum krana, hægramegin við kósettið, mynd að neðan) að loknum hægðum og skolar sig að aftan og "dúmpar" svo lé

Pappírinn fer svo aldrei í klósettið heldur í ruslafötuna til hliðar við þau(vegna ónógrar breiddar á frárennslislögnum).
Þetta er eitthvað sem mætti taka til fyrirmyndir því óneitanlega er þetta (af reynslu minni) til sparnaðar á pappír og því væntanlega á skógum heimsins í allri kolefnisjöfnunarumræðunni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home