þriðjudagur, júní 05, 2007

Uppfærsla

Tíminn líður hratt...og allir þekkja restina af þessari setningu.

Einhvernvegin (hey og þið sem segið alltaf einhverMegin lesiði aftur yfir hvernig "einhvernvegin" er skrifað og sleppið nú Emm-inu sem þið virðist segja í stað vafff!!!, segir stafsetningarhálfvitinn : ) finnst mér eins og þessi mynd (hér til vinstri) hafi verið tekin í gær, jæja, kannski í fyrradag. En aftur á móti fannst mér eins og sumarið væri komið þegar ég tók þessa af býflugunni, fyrir tveimur vikum síðan, sem liðkaði sig í sólinni eftir vetrardvalann, en nú er bara rok og rigning.

En að fyrirsögninni.
Sumir nota bloggið sitt fína sem einskonar dagbók fyrir fjarstadda eða fjarskylda, einnig á maður vini sem maður hefur ekki heyrt í lengi en slæðast hér inn annað veifið. Nú ætla ég að uppfæra þá sem ég hefi ekki hitt lengi um hagi mína.

Ég hef staðið upp úr sæti mínu í Óperunni, sagt upp þar störfum. Tók á það ráð að láta gamlan draum rætast, og fékk vinnu á auglýsingastofunni Hér og nú, sem hefur fengið nafnið H:N markaðssamskipti(eftir að ég byrjaði þar : ) Þar vinn ég við grafíska hönnun.


Konan orðin bullandi ólétt, veit ekkert hvernig.
Hún á að eiga 17. okt. s.m.k.v. sónarmyndum, við fengum að vita hvortkyni það yrði, getiði nú, verður það kk eða kvk??


En Daði minn og fjölsk. hafa dvalið hér á landinu síðan fyrir áramót, nú fara þau að kveðja okkur að sinni, hér eru tvær myndir af misjöfnum áhugamálum þeirra : )

7 Comments:

Blogger Pooran said...

Til hamingju Arnar og Helga. Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Sýnir að bloggið er þarfaþing. Ég skýt á það að Ívar sé að fara eignast lítinn bróður.

2:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa bloggið þitt alltaf jónas minn. Og já til hamingju aftur með óléttuna. Ég giska á stelpu!!

8:47 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Spennan er gríðarleg!!!

Ekkert verður gefið upp hér, ekki strax. En ég þakka heillaóskirnar : )

10:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla að skjóta að litla bumbukrílið sé agnarlítil dama... Til lukku með nýja djobbið og krílið sem komst í bumbuna á Helgunni ;)

1:41 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Að sjálfsögðu er þetta stúlka þar sem upp er runnið stúlkutímabil eftir langt og mikið drengjatímabil.

3:48 e.h.  
Blogger Hildurina said...

Ég held að þetta sér annar drengur! Er svooo glöööð að sú sért hættur í helv. óperunni.. vona samt að hlutirnir fari að lagast þar.. hmmmmmmm
knús
Hildur
http://hindesign.barnaland.is/

5:20 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já það er bara einn glaðari enn þú með það að vera hættur í óperunni og það er ég!! : )

En, úrslit verða tilkynnt í næsta bloggi.

Kv. Arnies

2:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home