föstudagur, október 13, 2006

Á meðan Ísland var lagt af velli gegn Svíþjóð í knattspyrnu, sat ég ásamt konu minni inn í grunnskóla sonarins þar sem við sátum námskynningu á vegum skólans. Strákurinn að byrja sína skólagöngu og ekki úr vegi að leifa foreldrunum að fylgjast með. Og þarna voru samankomnir obbinn af foreldrum barna í 1. bekk.

Aðstoðarskólastjórinn, var með lítið erindi um skólann og svo koma sálfræðingur og var með smá power point show um það hvernig væri að byrja í skóla, og svo kennslukonurnar 3 sem kenna fyrsta bekknum. Þær fræddu okkur um það sem litlu 6 ára ormarnir væru að gera og hvað þau væru að læra og hvert stefndi.

Allt stefndi í að ég gæti nú komist heim á skikkanlegum tíma og stillt á RÚV + og séð leikinn. En nei drengurinn minn, sko aldeiliss ekki!!

Þegar Aðstoðarskólastjórinn og sáluhjálparinn voru búin að ljúka sér af, tók við nokkuð hnitmiðaður fyrirlestur kennarana en svo var opnað fyrir spurningar og maður lifandi nú var fjandinn laus. Auðvitað kvikknuðu spurningar á meðal hópsins og nokkrar gáfulegar komu en inn á milli voru þvíllíkir lopategjarar og voru endalaust að spyrja út í agakerfið í skólanum (sem by the way, er mjög skemmtilegt kerfi, en það snýst um það að umbuna þá sem standa sig vel og einblína engöngu á það, þannig að hópur eða einstaklingur fær lítinn hlut frá einhverjum í skólanum ef vel er að verki staðið hvað hegðun, vinnusemi ofl...enginn er skilinn útundann, allir fá verðlaun. Þetta er útskýringin í grófum dráttum)

En það þurfti að spyrja um alla króka og kima þessa kerfis, sett voru upp hugsanleg dæmi (af foreldri sem var með fyrirspurn) sem gætu mögulega komið upp, ef þetta og þetta gerðist og þá yrði þetta kannski málið og hvernig er þetta þá???...Fleiri spurningar komu upp eins og; en hvað gerist eftir c.a. 3 ár, barnið mitt verður hérna fram til tólfára aldurs, það er ekki hægt að umbuna endalaust??? þurfa allir að fara í sturtu eftir leikfimi?? Svarið var já frá kennara, en ég vil ekki að barnið mitt fari í sturtu...ja þetta eru bara reglur skólans...en hvað á ég þá að gera, ég nefninlega sagði bara við stelpuna mína að hún þyrfti ekki að fara í sturtu og það væri alveg nóg og ble ble ble....það var líka svo greinilegt að það var verið að finna leiðir til að klekkja helst á kennurunum láta þá standa á gati í spurningunum, reyna að finna gloppur í kerfinu.

Hérna er ég aðeins að taka brot af því sem fór þarna fram, enda endaði með því að ég geri alltaf það sama í svona aðstæðum, það þurfti bara einhver að gera þetta, ég stóð upp, reif mig úr að ofan og öskraði!!! AAAAaaaaaaaa, hættiði þessu!!!!

Góða helgi.

6 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Það er ótrúlegt hvað sumir þurfa mikið að tjá sig á svona almennum fundum og oft um efni sem ekki er viðeigandi á þeim stað og þeirri stund.

En þetta voru flott viðbrögð hjá þér í endann. Verð að muna eftir þessu næst þegar fundur fer út í svona blaður og vitleysu.

Góða helgi sömu leiðis.

8:47 f.h.  
Blogger Villi said...

hehe, helvítis pakkið sem alltaf þarf að eyðileggja allt fyrir manni með heimskulegri framkomu og spurningum og nennir ekki að aga börnin sín. Senda það bara til Síberíu og láta það stikna þar, eða í kjallarann á ónefndum vinnustað og þá fyrst yrði nú fjandinn laus...:)

4:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér leiðast heimskulegar spurningar...

1:56 f.h.  
Blogger Hildurina said...

I dont belive you!!!

3:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vek athygli á því að í svona tilvikum er áhrifameira að rífa sig úr að neðan. Annars bara nokkuð gott hjá þér.

7:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði nú frekar trúað þér til þess að rífa þig úr öllum fötunum... og hlaupa nakinn kringum skólann... Held ég hafi einhverntíman orðið vörn við hnokka að nafni Arnie sem skáskaut sér á milli runna í ónefndum Berjarima ásamt vel völdum félögum sínum... Gætir verið að þú kannaðist við kauða ;)

12:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home