Draugagangur

Enn sprettur upp frásögn af draugum hér í Óperuhúsi okkar Íslendinga. Nú síðast á miðvikudagkvöldið.
Hér starfar kona sem sér um að halda Óperuhúsinu hreinu. Var hún stödd hér ásamt dætrum sínum tveimur við þrif á miðvikudagskvöldið.
Þær töldu sig vera hér einar á ferð og höfðu einmitt farið víða um húsið starfs síns vegna og hér var enginn, að þær héldu. En nei nei sko aldeilis ekki. Þær eru að ljúka sínum þrifum, fara með rusl í ruslakompuna í kjallaranum, koma þaðan upp og ætla sér að yfirgefa húsið. Regla hússins er sú að sá er fer síðastur út setur þjófavarnarkerfið á. Ekki vill nú betur til en svo að þær heyra leikið á pianó uppi í æfingaherberginu, tveimur hæðum ofar. Nú nú segir ræstitæknirinn, er hún Antonia að æfa sig þarna u

Vissulega gaman að heyra svona nokkuð, sjálfur hef ég starfað hérna all-lengi og verið aleinn hér, unnið fram á nótt eða morgun jafnvel, gengið frá húsinu o.þ.h. og aldrei orðið var við neitt, ekki pianóleik né umgang. En margar sögur hef ég heyrt frá fólki sem hafa séð, heyrt og fundið fyrir draugagangi hér.
Langaði að deila þessu með ykkur.
Ef að þið vilja lesa ykkur frekar til um drauga er hægt að nálgast grein inn á vísindavefnum hér.
9 Comments:
Eru músir í húsinu?
Ekki eru mýs hér, en það sást til rottu sem setti haus sinn upp úr niðurfallinu hérna fyrir ári síðan.
kunna draugarnir að kveikja á kerfinu þegar þeir fara?
N.
Það er enginn vafi í mínum huga á tilvist drauga. Er ekki Árni Johnsen að bjóða sig fram?
Já ýmsir eru fortíðardraugarnir, það er spurning hvort Eggert Haukdal bjóði sig ekki líka fram í suðurkjördæminu, svona til að kóróna vitleysuna.
Annars verð ég nú að taka undir með Bbulgroz, að ekki varð ég var við neinn umgang í Gamla Bíói sem ekki átti sér stoð í mannheimum.
ég man eftir að hafa séð kviknakta hvíta menn hlaupa um húsið á árum áður en ekki séð það lengi í óperuhúsinu
Já líklega er þetta rétt hjá þér bnak, ég man eftir þeim líka : )
ég sá nokkrum sinnum drauga... og einu sinni heyrði ég svaka umgang... það voru svo innbrotsþjófar.. ekkert draugó við þá!! knús
He he alveg rétt Hildurina, man eftir því atviki.
Skrifa ummæli
<< Home