
Var fyrir austan Fjallið á laugardaginn. Stillt var í veðri og norðuljósin dönsuðu fyrir ofan Hestfjallið. Spreytti mig á að mynda þessi náttúrunnarfyrirbrigði, ansi erfitt, hafði reyndar lítinn tíma, sonurinn heimtaði á heimleiðinni, þar sem ég var að stopp til að mynda, að ekið yrði harðar því hann ætlaði að sofna og það ætti ekki að vera stoppa svona!! Svo þetta var bara svona prufa.
6 Comments:
Ég kalla þig góðan að hafa þó náð þetta góðri mynd af norðurljósunum. Það er greinilega spurning að vera með þrífót ef tekið er á löngum tíma - sýnist það sjást á borgarljósunum að það er smá hreyfing. Ég dauðöfunda þig af þessari vél - finnst þetta orðnar margar helv. skemmtilegar myndir.
ótrúleg fegurð!!
ÉG þakka. Ég tók þetta einmitt á góðum tíma (á vélinni) og lagði vélina á gluggaopið á hurðinni, en eins og Rant og reif segir þá var smá hreyfing á vélininni.. Norðurljósin sjálf gengu líka í bylgjum svo þau koma sjálfsagt aðeins stærri á myndinna en þau voru í raun, en ljósagangurinn var ansi mikill.
Magnað!
Þú veitir fegurðinni inn í líf mitt! Haf þökk.
: )
Skrifa ummæli
<< Home