föstudagur, nóvember 30, 2007

Verð bara að koma þessu hingað.

Minn ágæti strætóáhugamaður Dr-inn frá Stútulaut (Gylfi), rakst á Stefán nokkurn Geit í strætóskýli, oftar en einusinni og oftar en tvisvar. Allt er þegar þrennt er og þegar hann hitti hann í þriðja skiptið þorði hann að yrða á meistara Geit. Fer ekki frekari sögum af samskiptum þeirra
Fallegt ljóð samdi hann og setti á síðu sína, mér þykir við hæfa að koma þessu á framfæri, með leifi Dr´s?

Eptir vagni eptir leit
ó, hve tíminn líður!
Í makindum Mr. geit
málaður, skeggsíður.

Dæmafár í doktors sveit
dedúar & bíður.
"Góðan daginn" segir geit
við Gylforce-inn blíður.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Sjonhverfing
Sá þetta inn á facebook og ákvað að sannreyna þetta með nútímatækni. Semsagt á mynd 2 á maður að bera saman reit A og B og spyrja sjálfan sig eða aðra hvort þeir séu eins eða beri sama lit. En ég tók vísindin mér í hendur, fótósjoppaði semsagt reit B að reit A og sjá þeir eru með sama lit, magnað!

föstudagur, nóvember 09, 2007

Hér getur að líta......eiganda píanós!! Myndirnar voru teknar af því tilefni. Þarf kannski aðeins að strjúka yfir með rökum klút : )

Ræktun til góðs


Af virðingu við umhverfið ákvað ég að kolefnisjafna a.m.k. heimilið. Plantaði nokkrum eplasteinum í mold sem ég fann í geymslunni og vitið menn, eftir viku eða svo var kominn einn stöngull! Nú eru komnir þrír svo jafnvægi er að komast á kolefnið í mínu nánast umhverfi.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Alveg agætir utvarpsþættir


Veit ekki hvað það er en ég á mér uppáhalds útvarpsþætti um þessar mundir, hefur ekki gerst síðan að Ásgeir Tómasson kynnti 10 vinsælustu lögin á Rás 2 1983.
A-J er þáttur sem er á föstudagskvöldum og hef ég dottið á hann nokkrum sinnum og hlegið oft dátt af þeim Jóhanni G og Atla en báðir eru þeir leikarar. Annar útvarpsþáttur er svo á rás 1 á sama tíma, en það eru þeir Botnleðjugaurar sem eru með Pollapönk. Nú svo er yfirferð trommarans í hljómsveitinni Mínus yfir rokksöguna á Íslandi. Rúsínan í enda pUlsunnar er svo þáttur Ingólfs Margeirssonar Bylting Bítlanna sem ég er að hlusta á í 3 eða 4 sinn. En það sem kemur nú á óvart hjá Ingólfi Margeirsyni eru staðreindavillurnar í frásögninni af þeim 4 frábæru. T.d. þegar hann segir að Lennon afkynni lag á tónleikum, en það er G. Harrisson, svo textarnir sem hann túlkar á svo ýktan hátt hálft væri nóg.

Í síðast þætti fer hann ofan í textan í Drive my car: Þar segir Ingólfur í túlkunninni á textanum "maybe you can drive my car" sem á auðvitað að vera
"Baby you can drive my car
Yes i'm gonna be a star
Baby you can drive my car
And baby i love you"

Og svo bætir Ingólfur við að viðlagið endi svonai "Bee bee bee bee yeah" eins og kjúklingur segir hann...sem er auðvitað "beeb beeb osfrv"...sem er skírskotun í bílflautuna, geri ég ráð fyrir. Þetta er svo sem ekkert stórmál, en manni finnst að svona mikill bítakall ætti að geta farið rétt með texta ofl.