miðvikudagur, september 26, 2007

Tonlist.

Eftir að hafa bitið það í mig að þola ekki hljómsveitina Sigurrós, hefur mér hálfpartinn snúist hugur.

Ég hef reyndar reynt að hlusta með opnum hug, séð tónleika og hlustað á í útvarpi en ekki náð þeim alveg, alltaf gefist upp. Ég komst svo að niðurstöðu að mér þótti þetta bara leiðinlegt! Samt er eitthvað í þessu, tónlistin flott, en það er kannski eins og að hlusta á sinfóníur eða jafnvel óperur að maður þarf einhvernvegin að setja sig í stellingar fyrir þessa tónlist, maður setur hana ekki á og fer að ryksuga eða eitthvað álíka (eins og maður er alltaf að gera). Mér hefur líka alltaf fundist ákveðin tilgerð í þessu og hjá þeim sem hlusta hvað mest á Sigrrós og Björk, barnalegar stelpur í kjólum og strákar sem klæðast lopapeysum þó það sé sól ofl...


Máski er það nýjasta lagi þeirra um að kenna og þessu kynningarmyndbandi fyrir myndina þeirra, Heima, að ég er farinn að þrá að heyra meira. En þetta kynningarmyndband er eitt það flottasta sem ég hefi séð. Ég veit ekki hvort ég haldi út heila tónleika eða heila plötu undir breimandi söng þeirra, en að horfa á þetta myndband og hlusta á lagið á góðum styrk er eitthvað sem skilur aungvan eftir ósnortinn.

Það er eitthvað við íslenska náttúru og þessa tónlist sem vinnur ansi skemmtilega saman.
Kíkið á þetta og segið hvað ykkur finnst.

http://emichrysalis.co.uk/sigurros/heima/film/heima_trailer.html

sunnudagur, september 16, 2007

Belgia 1980

Framlag Belga 1980 í Júróvision var einstaklega glæsilegt. Það má draga margan lærdóminn af þessu atriði.

miðvikudagur, september 12, 2007

Little wing

Hér að neðan eru nokkur tóndæmi. Öll af hinu frábæra lagi Hendrix, Little Wing.

Fyrstur á mælendaskrá er Steve Ray Vaughan, hann gerir þetta helvíti vel kallinn.Hér að neðan er gaur sem hefði mátt taka kommentið úr Amadeus myndinni um Mozart, til sín, Too many notes!!. Ofsalega hraður gítarleikari sem spilar þetta á kassagítarinn sinn, en maður lifandi hvað hann fyrir mér skemmir lagið með allt of mörgum spiluðum nótum.

Nú svo er það svartimaðurinn, höfundur lags og texta.

3 stig

Svona er hann kynntur til sögunnar í bókinni. "nafn mitt er Snúður Snepill Cand. jur"

Hver er maðurinn??

þriðjudagur, september 11, 2007

Snuður Snepill er...

...ekki dýr, heldur maður. Hann kemur við sögu um miðbik bókar og fokkar öllu upp.
4 stig í boði. Hver er maðurinn?

fimmtudagur, september 06, 2007

Fjölgun í fjölskyldunni


Óvænt fjölgaði í 3ja manna fjölskyldunni að Rauðalæk í gær, allt í einu orðin 4! Obobb bobb, þetta gæti misskilist!! Nýi meðlimurinn er dverghamstur, og þjónaði hann tilgangi afmælisgjafar handa Ívari.

Dverghamsturinn hefur fengið vinnuheitið Snúður Snepill (stytting, Snúlli Snepill).
Að sjálfsögðu var það Ívar Fannar sem stakk upp á þessari nafngift en hún er tekin úr hinni frábæru bók Lukku Láka, Rangláti dómarinn sem við vorum að lesa. Ef einhver man eftir Snúði þá má hinn sami segja frá (þetta er getraun, 5 stig í boði. Í næstu færslu verður gefin önnur vísbending og fyrir rétt svar þar er 4 stig.)
Í leit minni að Lukku Láka forsíðum lenti ég að sjálfsögðu á sænskri síðu sem gerði mér það ljóst að það eru ansi margar bækurnar sem á eftir að þýða og vona ég að það verði gert áður en ég verð allur. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram, en það er bannað að kíkja í bókina og verða sér út um upplýsingar!!

sunnudagur, september 02, 2007

Betri þjénusta.

Nýjir linkar komnir á síðuna og nýr bloggari, enginn annar en strætóbloggarinn Gylfi. Fáir eða aungvir blogga eingöngu um strætókerfi Reykjavíkur og víðar og það á þann máta að maður hefir skemmtan af. Skora á fólk að vera ófeimið við að kynna sér þetta.