miðvikudagur, september 26, 2007

Tonlist.

Eftir að hafa bitið það í mig að þola ekki hljómsveitina Sigurrós, hefur mér hálfpartinn snúist hugur.

Ég hef reyndar reynt að hlusta með opnum hug, séð tónleika og hlustað á í útvarpi en ekki náð þeim alveg, alltaf gefist upp. Ég komst svo að niðurstöðu að mér þótti þetta bara leiðinlegt! Samt er eitthvað í þessu, tónlistin flott, en það er kannski eins og að hlusta á sinfóníur eða jafnvel óperur að maður þarf einhvernvegin að setja sig í stellingar fyrir þessa tónlist, maður setur hana ekki á og fer að ryksuga eða eitthvað álíka (eins og maður er alltaf að gera). Mér hefur líka alltaf fundist ákveðin tilgerð í þessu og hjá þeim sem hlusta hvað mest á Sigrrós og Björk, barnalegar stelpur í kjólum og strákar sem klæðast lopapeysum þó það sé sól ofl...


Máski er það nýjasta lagi þeirra um að kenna og þessu kynningarmyndbandi fyrir myndina þeirra, Heima, að ég er farinn að þrá að heyra meira. En þetta kynningarmyndband er eitt það flottasta sem ég hefi séð. Ég veit ekki hvort ég haldi út heila tónleika eða heila plötu undir breimandi söng þeirra, en að horfa á þetta myndband og hlusta á lagið á góðum styrk er eitthvað sem skilur aungvan eftir ósnortinn.

Það er eitthvað við íslenska náttúru og þessa tónlist sem vinnur ansi skemmtilega saman.
Kíkið á þetta og segið hvað ykkur finnst.

http://emichrysalis.co.uk/sigurros/heima/film/heima_trailer.html

5 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég get ekki hlustað á Sigurrós. Elías hefur af og til reynt að fá mig til þess. En eins skrítið og það hljómar þá grípur mig mikil vanlíðan við að heyra tónlistina þeirra.

Tilfinningin er depurð og löngun til að ganga út í sjó og koma ekki til baka aftur. Þannig að ég forðast þeirra tónlist.

Því miður get ég ekki skoðað þetta kynningamyndband fyrr en seinna í dag.

1:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér hefur fundist Ágætis byrjun vera alveg firnagóð plata. Skora á þig að hafa hana í headphonunum sínum á meðalstuyrk. Svo er það rétt að þegar þeir gerast tilraunagjarnir og gráta og babla sleitulaust í tugi mínútna undir einhverjum hvalahljóðum þá getur það trauðla talist neitt sérstakt. Og já laukarétt að depurðin treður sér jafnan þarna inn. Myndbandið með Helga Björns og peyjunum er villast af vegi drottins er must see.

6:02 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

Ég hef nú alltaf FÍLAÐ SIGURRÓS og Björkina... Finnst þetta falleg tónlist.. finn ekki til depurðar og vil ekki ganga í sjóinn... Er samt ekki barnaleg stelpa í kjól.. Vona ég ;)

9:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sigurrós fær mig til að langa til að ganga í kjól og kyssa stráka.

3:17 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ertu alltaf að hlusta á Sigurrós?

3:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home