Fjölgun í fjölskyldunni

Óvænt fjölgaði í 3ja manna fjölskyldunni að Rauðalæk í gær, allt í einu orðin 4! Obobb bobb, þetta gæti misskilist!! Nýi meðlimurinn er dverghamstur, og þjónaði hann tilgangi afmælisgjafar handa Ívari.
Dverghamsturinn hefur fengið vinnuheitið Snúður Snepill (stytting, Snúlli Snepill).
Að sjálfsögðu var það Ívar Fannar sem stakk upp á þessari nafngift en hún er tekin úr hinni frábæru bók Lukku Láka, Rangláti dómarinn sem við vorum að lesa. Ef einhver man eftir Snúði þá má hinn sami segja frá (þetta er getraun, 5 stig í boði. Í næstu færslu verður gefin önnur vísbending og fyrir rétt svar þar er 4 stig.)
Í leit minni að Lukku Láka forsíðum lenti ég að sjálfsögðu á sænskri síðu sem gerði mér það ljóst að það eru ansi margar bækurnar sem á eftir að þýða og vona ég að það verði gert áður en ég verð allur. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram, en það er bannað að kíkja í bókina og verða sér út um upplýsingar!!



10 Comments:
Mér detttur fyrst í hug lítll og ræfilslegur gaur með gleraugu sem var endalaust heppinn í óheppninni. Er samt nokkuð viss um að það sé ekki Snúður Snepill.
Þessi sem ég er með í kollinum var gerður seriffi og það var endalaust og alltaf verið að reyna að kála honum. En á ótrúlegann hátt slapp hann alltaf fyrir horn.
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
neðsta bókin heitir
"Rex og pex í Mexíkó"
Ja þetta er held ég ekki rétt hjá þér Bjarney...bnak er með rétt heiti á neðstu bókinn já já...
En spurt er um Snúð Snepil, hver er hann í bókinni um Rangláta dómarann??
Ekki er það kattarkvikyndi Daltonbræðranna???... Nei það getur ekki verið eða hvað???... Held samt að hún hafi heitað Dúlla
Rang! : )
Ég held líka að Jesse James sé til á íslensku þar sem hann kallast jessi jamm og jæja.
Rangt!!
Minnir að þetta hafi verið íkornagrey, hvað segir þú um það þú þarna Siggi Johnny?
Kveðja,
Fat
H eh e...skemmtilegar tilgátur, en ekki er það Íkorni.
Jæja, er ekki kominn tími til að þú uppfræðir okkur fávísan almúgann um hver þessi karakter er?
Skrifa ummæli
<< Home