mánudagur, júní 23, 2008

17. júní.


Frábær 17. júní afstaðin (dálítið seinn á mér hér með blogg). En fór í fyrsta skiptið í 3-4 ár á Rútstún okkar Kópavogsbúa. Þar var margt um manninn og öll skemmtan hin besta. Ungviðið undi sér í leik og starfi, við hin sleiktum sólina þegar tími gafst í brekkunni mót sviðinu og keyptum kandíflos fyrir 500 kall eða eitthvað álíka, en enginn lét það skyggja á fölskvalausa gleðina hve sælgætissölur staðarins mökuðu krókinn sinn.

Um kvöldið kíktum við svo aftur út á tún og ekki var stemningin síðri þá. Þar rak ég augun í mann sem ég hafði ekki séð lengi, tók mynd af honum en hann snéri sér leiftursnögt er ég smellti af, svo ekki sést framan í hann. Hér er því spurt, hver er maðurinn? Þess ber að geta að leiftrandi danshæfni hans var góð svo eftir var tekið. Maðurinn er vinstramegin á myndinni.

þriðjudagur, júní 17, 2008

Stórval

"he he e....ég bjó til lagið....hmmm heh eh"segir hann hárri og skrækri röddu, eftir að hafa sungið eitthvert lag frekar dúpri og brotinni röddu sinni
"fallegt lag..." segir spyrilinn
Hann svarar með skrækri röddu sinni: "Ég bý ekkert til nema falleg lög..., ég er ekkert að vaslast í öðru!!"

Frábær heimildarmynd á rúv áðan um Stórval :)

sunnudagur, júní 15, 2008

EM-2008-bjargvættur á meðan beðið erEins og fyrirsögnin segir þá er maður næstum ekki með nein fráhvörf vegna enska boltans, þökk sé EM.
Að mínu viti frábært mót með leiki með hátt skemmtanagildi.

Ég fór í getskaparfötin og spáði Króatíu sigri á mótinu og Rúmeníu í annað sætið (spá fyrir mót). En mér virðist sem Hollendingarnir verði erfiðir við að eiga og Spánverjar líka ef mín spá á að ganga eftir.

Liðin sem ég tel að verði í topp 5 eins og þetta lítur út núna:
Holland
Króatía
Spánn
Þýskaland
Portúgal

Held að Króatía gæti komist alla leið, en Rúmenía á frekar erfitt verkefni fyrir höndum og þar sem ég tel að Ítalía vinni Frakka þá komast Hollendingar og Ítalía áfram úr dauðariðlinum
Sjáum hvað setur.

laugardagur, júní 07, 2008

EM-2008


Fyrsti leikur búinn. Svissarar komu svolítið á óvart, Tékkar líka þ.e. þeir voru frekar slakir.

Mína spá fyrir leikinn var 1-1
Úrslit leiks : 0-1 Tékkum í vil.


Nú er þetta er skrifað er c.a. 3 korter í næsta leik Portugal-Tyrkland
Mín spá fyrir leik er:1-2 Tyrkjum í vil
Úrslit leiks:2-0


Portúgalir nokkuð sannfærandi, ég hélt að Tyrkirnir væru aðeins betri.