sunnudagur, júní 15, 2008

EM-2008-bjargvættur á meðan beðið er



Eins og fyrirsögnin segir þá er maður næstum ekki með nein fráhvörf vegna enska boltans, þökk sé EM.
Að mínu viti frábært mót með leiki með hátt skemmtanagildi.

Ég fór í getskaparfötin og spáði Króatíu sigri á mótinu og Rúmeníu í annað sætið (spá fyrir mót). En mér virðist sem Hollendingarnir verði erfiðir við að eiga og Spánverjar líka ef mín spá á að ganga eftir.

Liðin sem ég tel að verði í topp 5 eins og þetta lítur út núna:
Holland
Króatía
Spánn
Þýskaland
Portúgal

Held að Króatía gæti komist alla leið, en Rúmenía á frekar erfitt verkefni fyrir höndum og þar sem ég tel að Ítalía vinni Frakka þá komast Hollendingar og Ítalía áfram úr dauðariðlinum
Sjáum hvað setur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home