miðvikudagur, maí 28, 2008

Lag dagsins-það er cool ég ætla að gera svoleiðis líka.

Arnie er samur við sig og er ekkert að finna upp hjólið í tónlistarvali, þessi gaur gerði það máski in the old days.
Lagið er af Let it be plötu Bítlana-en hér er tekur hann þetta kallinn bara á kassagítarinn sinn og það í Abbey road studioinu.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Sumar 200812 lið í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í knattspyrnu, mikið gleðiefni fyrir okkur er höfum gaman af þessar íþrótt. Ég ætla að smella mér í spádómsgallann og sjá hvernig mótið endar.

Nokkrar vangaveltur hafa verið í blöðum og á netsíðum um hvernig þetta fer allt saman, veit ekki hvort það séu tilfinningarnar sem ráða hér för, en ég tel, í það minnsta, HK muni enda ofar á töflunni en menn er almennt að spá, vonandi Breiðablik í líka.


1. Valur
2. FH
3. Breiðablik
4. KR
5. ÍA
6. Fylkir
7. HK
8. Fram
9. Keflavík
10. Þróttur
11. Grindavík
12. Fjölnir

Óvissuþættirnir eru vissulega nýliðarnir, veit í raun ekkert um þá. HK á sínu öðrutímabili, Keflavík virkar eitthvað valtir og vængbrotnir (bara tilfinning út frá því hvernig þeir léku síðust 9 umferðirnar í fyrra) og svo er KR og ÍA svolítið óskrifað blað. Blikar hafa svosem aldrei staðið undir væntingum og hef ég alveg hætt að gera væntingar til míns æskufélags en læt það eftir mér núna og vona að þeir nái að jafna sinn besta árangur frá 1983.

laugardagur, maí 03, 2008

Aus Berlin gefaren


(rómantík)

Jú ný færsla hér. Facebookið að ganga frá blogginu?

En ég brá mér til Berlínar 11. apríl með HN:Markaðssamskiptum (m.ö.o Hér og Nú auglýsingastofa)

Dvöldum við á mörkum austur og vestur-Berlínar í blíðskapar vorveðri og kneifuðum hvítfyssandi mjöðinn þegar líðatók á daginn.

Berlín er gríðar skemmtilegur og notalegur staður til að vera á. Borgin uppfull af sögu og skemmtilegheitum.


(gæti verið plötualbúm)


(menn orðnir góðglaðir)