þriðjudagur, janúar 22, 2008

Smá röfl um fótbolta og Liverpool : /


Nú eru ein 10 jafnteflisleikir að baki hjá þessu fornfræga liði frá Liverpool, vagga knattspyrnu og tónlistar.

Rafa segir eftir leikinn við Aston Villa:
"Við vorum að stjórna leiknum og sköpuðum okkur mörg færi, en við verðum að skora annað mark til að gera út um leikinn. Ef að við hefðum skorað annað mark þá er ég viss um að við hefðum skorað fleiri mörk í kjölfarið vegna þess að við vörum að spila vel."

Jú við stjórnuðum leiknum en við vorum ekkert að spila vel. Mascerano var góður að éta upp það sem fór framyfir miðju og S. Gerrard var að gera ágæta hluti, og Hyyypia var líka helvíti fínn í fyrrhálfleik. Ég get orðið pirraður á því þegar menn eru endalaust að hnoða sér í gegnum D-bogann á vítateignum. Trekk í trekk sá ég kanntana vera al-auða en enginn vildi hreyfa sig út í það svæði, lítið um yfirhlaup sem getur sprengt upp varnir, heldur var boltanum hnoðað á Torres sem átti helst að taka hann sjálfur og skora, það gekk næstum því tvisvar en það dugar ekki næstum því!!. En það er auðvelt að verjast svona einhæfum sóknarleik, engum datt í hug að breyta til. Sem betur fer vorum við að spila við Aston Villa, ekki Utd. eða Arsenal þá hebbði farið verr. Mér finnst ég geta skrifað svona hugmyndaleysi á stjórann, því það var augljóst að ekkert mál var að koma boltanum út til hliðanna og senda svo fyrir, vantaði máski skipun frá Rafa?

sunnudagur, janúar 20, 2008

Meira um fótbolta.

Nú líst mér á það, okkar maður á uppleið!!

Menn og málefni.Sá þetta sem part af slúðurpakka inn á fotbolta.net
"Momo Sissoko miðjumaður Liverpool er á óskalista Monaco og Inter Milan. (News of the World) "
Út frá þessu spyr ég, hvernig getur maður eins og Momo Sissoko og t.d. Djimie Traore komist svona langt!?? Svo ég taki annað dæmi, Hara systur hvað er málið með þær hvernig í andskotanum komust þær alla þessa leið? Eru allir blindi og heyrnalausir hérna! Opniði augun og svo eyrun í Hara dæminu! Traore getur ekki neitt, myndi ekki vilja sjá hann inná vellinum hjá Breiðablik eða HK, hvað þá Sissoko!! Harasystur þyrftu að ganga ansi langt svo þær myndu fá mig sem dansara eða bakrödd hjá sér.

Bara svona að velta þessu fyrir mér.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Hvað á barnið að heita?

Sagði Sr. Þorvaldur í Kópavogskirkju, Ívari Fannari stóra bróður brá heldur við uppi á altari, en snéri sér við stoltur og sagði "Íris Hulda" svo allir viðstaddir heyrðu vel og amman tók andköf. Svona var athöfnin í stórum dráttum. En eins og má sjá á myndunum þá tókum við feðgar lagið. Lagið er eftir okkur Ívar. Bjarney spilaði eitt af fallegri lögum þessa heims, lag eftir Ingu Mæju ("hálfsystur" okkar). Hafi þær báðar þakkir fyrir það (vonandi fæ ég ekki feitan stefgjaldatékka frá Skagaströnd). Bjarney lék svo undir með pabba sem söng af snilli frumsamið lag sitt við texta Helgu móður systur mína.

Frábær dagur, þakka öllum vel fyrir.


sunnudagur, janúar 13, 2008

Fallegt útsýni að nóttu sem degi, Galtalind!